Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 6

Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 6
6 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR KJÖRKASSINN Hefur lögregla gengið of hart fram gegn mótmælendum? Já 45% Nei 55% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að taka þátt í Reykja- víkurmaraþoninu? Segðu skoðun þína á visir.is www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L Y F 33 20 4 0 6/ 20 06 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu („lifrarbrúnir blettir“). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������� ������ ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� LÍBANON, AP Þjóðaröryggisráð Ísra- els samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörð- unin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveit- um Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísra- elsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landa- mærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stór- eykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar full- yrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengi- flaugum skotið suður yfir landa- mærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hve- nær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráð- herra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjan- um sem stýrði aðgerðum Ísraels- hers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætis- ráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Sani- ora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanons- þings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjart- sýnn á að úr rættist alveg á næst- unni. audunn@frettabladid.is Ísraelar áforma stór- aukinn landhernað Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti í gær áform hersins um að sækja allt að þrjátíu kílómetra inn í Líbanon. Alþjóðasamfélagið reynir áfram að koma á vopnahléi. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna birtist óvænt í Beirút. FYLGST MEÐ HERNAÐI Friðargæsluliði í UNIFIL-sveitum Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fylgist með úr varðturni er ísraelskir skriðdrekahermenn aka hjá í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARGÖGN HANDLÖNGUÐ Sjálfboðaliðar handlanga hjálpargögn á vegum Lækna án landamæra yfir Litani-ána norður af hafnarborg- inni Týrus í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÓLAR Skólabókamarkaðir hafa víða verið opnaðir nú þegar og verslanir eru farnar að taka við notuðum bókum á skiptimarkaði. Kennsla í grunnskólum landsins hefst á flestum stöðum 21. ágúst næstkomandi, en það er svipaður tími og undanfarin ár, að sögn fulltrúa menntaráðs Reykjavíkur. Kennsla í flestum framhaldsskól- um hefst í sömu viku, en þó í stöku skólum öllu síðar. Að sögn starfsmanns Skóla- vöruverslunarinnar eru skóla- bókamarkaðirnir ekki komnir á fullt skrið enn sem komið er. Búist er við því að börnum og ungmennum í verslunarleiðangr- um fyrir skólann taki að fjölga mikið strax um helgina og haldi áfram allt fram að byrjun kennslu. Árgangurinn sem hefur nám í framhaldsskólum í ár er sá stærsti í áraraðir, en hann telur rúmlega 4.800 manns, miðað við um 4.300 að meðaltali undanfarin fimm ár. Um hundrað fleiri nem- endur eru í árgangnum í ár en voru fyrir tveimur árum þegar erfiðlega gekk að finna öllum skólavist sem um það sóttu. Sex ára árgangurinn í ár er í meðallagi, telur rúmlega 4.300 börn, sem er mjög nærri meðal- tali undanfarinna fimm ára. - sh Grunnskólar og framhaldsskólar landsins hefjast flestir innan tveggja vikna: Skiptibókamarkaðir að opna NOTAÐAR BÆKUR Bráðlega fara ungmenni að streyma á skiptibókamarkaði til að birgja sig upp fyrir veturinn. LÖGREGLA Tvívegis var ekið á hæðarslár við gatnamót Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar í fyrradag. Ekki urðu slys á fólki, en lögregla segir að með sama framhaldi sé aðeins tímaspursmál hvenær illa fari. „Við vitum um dæmi þar sem ökumenn hafa virt hæðartakmörk að vettugi, ekið á hæðarslá og svo undir yfirslátt með þeim afleið- ingum að brak hefur hrunið til jarðar og valdið slysi á fólki,“ segir lögreglumaður hjá lögregl- unni í Reykjavík. Lögregla vill ítreka hæðartakmörk, sem eru 4,2 metrar. - æþe Ekið á hæðarslár: Skapar mikla slysahættu LÖGREGLUMÁL Samanlagt hefur lög- reglan í Reykjavík klippt skrán- ingarnúmer af 53 ökutækjum í borginni að undanförnu. Eigendur ökutækjanna sem klippt er af hafa ýmist trassað að láta skoða bifreiðina eða borga iðgjöld trygginga. „Ekki er um sérstakt átak að ræða heldur notum við kvöldin í miðri viku, þegar alla jafna er lítið að gera, og klippum af bifreiðum á meðan við sinnum eftirliti í hverf- um borgarinnar,“ segir Sigurður Sigurgeirsson, settur aðalvarð- stjóri lögreglunnar í Reykjavík. „Með því sláum við tvær flugur í einu höggi.“ - æþe Lögreglan í Reykjavík: Klippt af 53 bifreiðum NOREGUR, AP Norski rithöfundur- inn Jostein Gaarder sætir mikilli gagnrýni í heimalandi sínu fyrir grein sem hann skrifaði í Aften- posten á laugardag. Í greininni segir hann Ísrael hafa misst lögmæti sitt sem ríki sakir óhefl- aðs hernaðar. Norsk- ir gyðingar gagnrýna greinina harðlega og kalla hana versta texta síðan Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf. Gaarder gerði stólpagrín að þeirri hugmynd að guð hafi „valið ákveðna þjóð sem uppáhald, gefið henni kjánalegar steintöflur“. -sgj Gaarder reitir marga til reiði: Gyðingar reiðir JOSTEIN GAARDER

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.