Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 18
10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Á þriðjudaginn lauk viku-
langri skákhátíð Hróksins á
Austur-Grænlandi. Hrókur-
inn hefur í samstarfi við
fjölda aðila staðið fyrir
þessari árlegu skákhátíð
síðastliðin fjögur ár í þeim
tilgangi að kynna skáklist-
ina fyrir Grænlendingum
og er starfið farið að bera
ríkulegan ávöxt að sögn
Hrafns Jökulssonar, forseta
Hróksins.
Hugmyndin að landnámi skáklist-
arinnar á Grænlandi varð til yfir
óvenjugóðum cappuccino á Vega-
mótum í Reykjavík árið 2002 að
sögn Hrafns. „Mér datt í hug hvort
okkar næstu nágrannar hefðu
komist í kynni við skáklistina og
þegar ég komst að því að svo væri
ekki fannst mér tilvalið að bæta
úr því.“ Ári seinna fór stór sendi-
nefnd til Suður-Grænlands og
síðan hefur markvisst kynningar-
starf haldið áfram og verið unnið
víða um Grænland. Hrafn segir
sérlega ánægjulegt núna að sjá
þann ávöxt sem starfið er farið að
bera. „Það er búið að stofna Skák-
samband Grænlands og einnig
hafa skákfélög verið stofnuð víða.
Um það bil eitt þúsund grænlensk
börn hafa fengið tafl sent að gjöf
og ótal börn hafa tekið þátt í við-
burðum á vegum Hróksins.“
Kynningarstarf Hróksins er
sífellt að verða markvissara að
sögn Hrafns með aðkomu fleiri
samstarfsaðila. Nefnir hann þar
sérstaklega Kalak, sem er vina-
félag Íslands og Grænlands.
„Hátíðin núna er í raun og veru
fjórða ferð okkar til Austur-Græn-
lands á síðustu tólf mánuðum. Við
sendum öfluga sendinefnd í
desember sem heimsótti mörg
þorp á austurströndinni og við
sendum kennara í þessi þorp núna
í mars, þannig að við einbeitum
okkur að því að halda starfinu við
með reglulegum heimsóknum. Og
við munum senda fólk út núna í
vetur þó það verði ekki jafn fjöl-
mennar sendinefndir og í þetta
skiptið. Hátt á fimmta tug manns
var í sendinefndinni frá Íslandi
núna. Síðan höldum við þessu líka
við með því að virkja heimamenn
með stofnun skákfélaga. Hér í
Tasiilaq hefur undanfarið ár verið
starfandi mjög kraftmikið skák-
félag sem hittist einu sinni í viku
og þar eru að jafnaði 25 til 30 sem
að tefla í hverri viku. Meirihluti
þeirra er börn og ungmenni,
þannig að framtíðin er sannarlega
björt.“
Hrafn segir heimamenn taka
mjög vel á móti Hróksmönnum,
sem finni fyrir miklu þakklæti
og velvild hvar sem þeir komi.
„Það er nú svo, sérstaklega á
Austur-Grænlandi, að það er lítið
framboð af dægradvöl. Krakk-
arnir hér eru óskaplega áhuga-
samir og þyrpast á skákviðburði
Hróksins.“ Hrafn segist telja að
Grænland verði innan fárra ára
orðið mikið skákland. Spurður af
hverju Hróksmenn einbeiti sér nú
sérstaklega að Austur-Grænlandi
segir Hrafn tvær ástæður búa að
baki. „Ástæða þess að við einbeit-
um okkur að þessu svæði er að
þetta eru okkar næstu nágrann-
ar en ekki síður vegna þess að hér
glíma menn við ýmis félagsleg
vandamál af stærðargráðu sem er
Íslendingum framandi. Það veit-
ir ekki af því að taka aðeins til
hendinni og við teljum að Ísland
eigi að leggja sitt af mörkum til
að auðga mannlífið hér með því
að auka framboð af dægradvöl og
uppbyggilegri afþreyingu fyrir
börn og æskulýð. Íslendingar
hafa líka margt til Grænlands að
sækja. Hér rétt handan við sundið
er stórkostleg töfraveröld sem
Íslendingar hafa svo sannarlega
gott af því að kynnast.“
sdg@frettabladid.is
HRAFN JÖKULSSON, FORSETI HRÓKSINS,
ÁSAMT GRÆNLENSKUM SKÁKUNNANDA
Auk hinnar árlegu skákhátíðar koma sendi-
nefndir Hróksins reglulega til að kynna
skáklistina á Grænlandi.
Landnám skáklistar á Grænlandi
SETIÐ AÐ TAFLI Hér er teflt í veðurblíðunni í Tasiilaq sem er höfuðstaður Austur-Grænlands. Í baksýn má sjá fána Hróksins blakta á skákhöll
bæjarins.
Réttur til félagafrelsis
„Það skiptir máli hvernig
þessi þvingun snertir
starfsmanninn. Það sem má
leiða af dómnum er að það
þarf ekki að vera mikil
þvingun til að ákvæðið
stangist á við mannréttinda-
sáttmálann.“
Elín Blöndal, dósent við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst, segir að forgangsréttar-
ákvæði í íslenskum kjarasamningum
brjóti hugsanlega gegn rétti starfsmanna
til félagafrelsis samkvæmt
Mannréttindadómstóli Evrópu
Fréttablaðið, 9. ágúst.
Höfum hvergi kvartað
„Þetta höfum við aldrei sagt.
Við höfum hvergi kvartað
yfir að fá ekki að koma,
heldur bara bent á að það
þurfi að vera viðbúnaður til
staðar og fólk til að sinna
honum og að þjónustan sé
vel kynnt fyrir gestum.“
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta,
segir að fullyrðing í Blaðinu í seinustu
viku, um að Stígamótakonur væru
ósáttar við skipuleggjendur útihátíða, sé
röng. Fréttablaðið, 9. ágúst.
„Ég er í sumarfríi þessa dagana og hef notað það til
að slappa af og spila golf,“ segir Þórhallur Sigurðsson
leikari, betur þekktur sem Laddi, en hann var staddur
á Golfvelli Hafnarfjarðar þegar blaðamaður Frétta-
blaðsins náði tali af honum.
Laddi spilar með Keili í Hafnarfirði og hefur spilað
um nokkura ára skeið. Hann segist aðallega hafa
spilað á völlum í grennd við höfuðborgarsvæðið en
hefur þó prófað velli víðar um landið, sérstaklega hér
á árum áður.
Laddi hefur þó ekki bara verið í fríi í sumar því
hann var að skemmta hátíðargestum á Neistaflugi
í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Þá fer
hann á næstu dögum að æfa fyrir leiksýningar kom-
andi vetrar.
„Ég er að leika í tveimur verkum nú í vetur. Við
höldum áfram að sýna Viltu finna milljón og Ronju
ræningjadóttur. Í því fyrrnefnda leik ég
náunga sem heitir Grettir Sigurðsson og
er félagi aðalpersónunnar sem Eggert
Þorleifsson leikur. Verkið fjallar um mann
sem lendir í því að finna tösku fulla af
peningum. Hann tekur vitlausa tösku á
pósthúsinu og í henni reynast vera fjögur
hundruð milljónir. Hann ákveður í kjölfarið
að stinga af frá sínu fyrra lífi, en hann hefur
unnið hjá skattinum og lifað mjög rólegu
lífi fram að þessu atviki. Úr verður mikill
eltingarleikur.“
Æfingar á verkinu hefjast aftur í lok ágúst
en það er eftir Ray Cooney og í íslenskri þýðingu
Gísla Rúnars Jónssonar. Meðal annara leikenda eru
Helga Braga Jónsdóttir, Marta Nordal og Bergur
Þór Ingólfsson en Þór Tulinius leikstýrir.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON LEIKARI
Nýtur þess að spila golf í sumarfríinu
„Mér finnst mesta meinsemd sem
steðjar að íslensku samfélagi þakk-
lætiskvittunin „gjörðu svo vel“ og með
þakklætiskvittun á ég við það sem fólk
segir þegar því hefur verið þakkað fyrir,
kvittar fyrir þökkina,“ segir Atli Freyr
Steinþórsson, útvarpsmaður á Rás
1, sem hefur ýmislegt að athuga við
málfar verslunarfólks, sérstaklega um
verslunarmannahelgina.
„Ég segi „þakka þér fyrir“ í símann
við 118 eða úti í búð þegar ég kaupi
mjólkurpott og fæ í andlit eða eyra
frasann „gjörðu svo vel“. Notkun þessa
frasa í þeim tilvikum er rökleysa því
til hans er gripið þegar menn rétta
einhverjum eitthvað að fyrra bragði.
Það hefur verið fellt aftan af frasanum
því í lengri útgáfu gæti hann hljómað
svona: „Gjör þú svo vel að taka við
þessu sem ég er að rétta þér.“ Þetta
heitir liðfelling. Í martröðum mínum
dreymir mig barn sem segir „takk fyrir
gjöfina, amma“ og ömmu sem svarar
„já, elskan, gjössovel“. Þetta er ekki
eðlileg íslenska, heldur uppgerðarkurt-
eisi og kaldur frontur sem búðarfólk
hefur uppfundið. Ef mönnum finnst
of alúðlegt að segja „njóttu vel“ er
hægt að segja „það var ekkert“, „lítið
að þakka“ eða „minnstu ekki á það“.
Sjálfum fyndist mér þó gott etíkett
að heyra „vel gagnist, herra“ þegar ég
hringi í 118. En aldrei, aldrei „gjösso-
vel“!“
SJÓNARHÓLL
VERSLUNARMANNAHELGIN
„Gjörðu svo
vel“ meinsemd
ATLI FREYR STEINÞÓRSSON ÞULUR OG
ÚTVARPSMAÐUR
Þótt minna hafi verið um að vera á
Flúðum þessa verslunarmanna-
helgi en undanfarin ár gátu flestir
fundið eitthvað við sitt hæfi af
afþreyingu og menningu. Heima-
manneskjan Kristín Magdalena
Ágústsdóttir söngkona hélt sína
fyrstu einleikstónleika í félags-
heimilinu á laugardag. „Ég hefði
reyndar viljað fá fleira fólk en það
mættu um tuttugu manns, sem er
kannski ágætt þegar fólk er á ferð
og flugi,“ segir hún. „En tónleika-
gestir voru mjög ánægðir og
reyndar brast einn þeirra í grát.“
Öndvert því sem margir kynnu
að halda finnst mörgum erfitt að
syngja fyrir áheyrendur sem þeir
þekkja vel. „Það var kannski ekki
svo erfitt að syngja fyrir sveitunga
mína en það er alltaf erfitt að
syngja fyrir ættingja sína. Verst
af öllu er þó að syngja fyrir eigin-
manninn en hann er harður gagn-
rýnandi,“ segir Kristín Magdalena
og hlær við. „Það er reyndar nauð-
synlegt að hafa einhvern sem held-
ur manni á jörðinni.“
Samkvæmt venju var svo hald-
in traktorstorfærukeppni á Flúð-
um og svo svokölluð furðubáta-
keppni. Hún felst í því að
keppendur mæta með fley sín og
sigla á þeim um Litlu-Laxá og sá
sigrar sem siglir á undarlegasta
fleyinu. Að þessu sinni mátti sjá
menn sigla á toppi af Willys-
jeppa. - jse
Syngur fyrir sveitunga sína
KRISTÍN MAGDALENA ÁGÚSTSDÓTTIR Vel
tókst til hjá Kristínu Magdalenu þegar hún
þreytti þá frumraun að syngja á einleiks-
tónleikum fyrir sveitunga sína og fékk hún
að líta tár á hvarmi að minnsta kosti eins
þeirra, sem eru væn listamannalaun.