Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 27
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 27 � �� �� ��� �� � �� Borgartúni 24 Reykjavík Sími: 562 4011 ��������� ����������� �������������� ������� ������������������� ��������������� ����� ���������� ������������� ����������� ������������ ��������� ������ ������ ������ ������ ������ ��������������������� Stjórnendur easyJet búast við mun meiri hagnaðaraukningu á yfirstandandi rekstrarári en áður var talið. Gera þeir ráð fyrir að hagnaður aukist um 40-50 prósent á milli ára en fyrri áætlanir í maí bentu til 10-15 prósenta aukningu. Á þriðja ársfjórðungi, sem lauk þann 30. júní, jókst velta um 34 prósent á milli ára og nam 62 millj- örðum króna. Tekjur á hvert sæti hækkuðu um 17,3 prósent og borg- aði farþegi að meðaltali 45 pund fyrir sætið eða rúmlega sex þús- und krónur. Á þriðja ársfjórðungi ferðuðust 8,8 milljón farþegar með easyJet sem er sextán prósenta fjölgun frá árinu áður. - eþa Horfur easyJet fara batnandi EASYJET ENDURSKOÐAR ÁÆTLANIR Í ÁR Búist við allt að helmingi meiri hagnaði. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa óbreyttir í Bandaríkjunum næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra hækk- ana. Stýrivextir standa nú 5,25 prósentum en höfðu áður verið hækkaðir um fjórðung úr prósenti sautján mánuði í röð. Tímabil vaxtahækkana, sem hófst í júní 2004 þegar stýrivextir stóðu í einu prósent, virðist því á enda runnið. Sérfræðingar eru þó ekki á einu máli um hvað lesi megi úr ákvörðun Bens Bernanke seðlabankastjóra. „Mér sýnist sem Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að stýrivaxtahækkanir kæfi allan vöxt í hagkerfinu,“ sagði einn sérfræðingurinn. „Þetta er engin stefnubreyting. Frekar má tala um stutt hlé á vaxta- hækkunum,“ sagði annar. - jsk Stýrivextir óbreyttir vestra BEN BERNANKE SEÐLABANKASTJÓRI Stýri- vextir standa óbreyttir næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra vaxtahækkana. Actavis birtir sex mánaða uppgjör eftir lokun markaða í dag. Félaginu er spáð um 2,8 millj- arða hagnaði á öðrum ársfjórð- ungi miðað við meðaltalsspár markaðsaðila. Gangi spáin eftir eykst hagnaður um 150 prósent milli ára. Á fyrsta fjórðungi nam hagn- aðurinn um þremur milljörðum króna. Rekstur fyrirtækisins er varla samanburðarhæfur á milli ára, enda hefur Actavis verið ötult við að kaupa fyrirtæki. Þar má nefna Alpharma, Amide og Sindan sem hafa stóraukið veltu samstæðunnar. - eþa Actavis birtir uppgjör í dag Hlutabréf í bandaríska hátækni- fyrirtækinu Cisco Systems hækk- uðu um meira en þrettán prósent, það mesta í fjögur ár, eftir að stjórnendur félagsins greindu frá því að tekjur félagsins á árinu myndu vaxa um fimmtán til tut- tugu prósent á árinu. Það er öllu meira en hópur sérfræðinga hafði spáð fyrir. Bæði hagnaður og velta á síð- asta ársfjórðungi voru framar væntingum markaðsaðila. Hluturinn stóð í rúmum nítján dölum við opnun markaða vestan- hafs í gær. Bréfin höfðu aðeins hækkað um eitt prósent frá ára- mótum áður en kom að þessari hækkun. - eþa Cisco rýkur upp í verði Íbúðalán bankanna námu 3,6 milljörðum króna í júlí sam- kvæmt tölum frá Seðlabankanum og hafa dregist saman um rúm níutíu og fjögur prósent frá því er mest lét í október 2004. Aldrei hefur minna verið lánað frá því að bankarnir hófu innreið sína á íbúðalánamarkað í ágúst 2004. Október 2004 var metmán- uður en þá var lánað fyrir 34,3 milljarða króna. Velta á íbúðalánamarkaði hefur á sama tíma dregist tölu- vert saman og nam 2,7 milljörð- um króna í vikunni fyrir versl- unarmannahelgi. Mest fór veltan í rúma 4,9 milljarða króna í desember 2004 og nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm pró- sent frá því þegar mest lét. Í Morgunkornum Greiningar- deildar Glitnis segir að velta á fasteignamarkaði hafi verið með minnsta móti í júlí. Minnkandi útlán bankanna megi þó ekki síður rekja til aðhalds í útlána- stefnu; hámarkslán hafi verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert. - jsk 94 prósenta samdráttur Íbúðalán bankanna eru einungis tuttugasti hluti þess sem var þegar mest lét. NÝBYGGINGAR Íbúðalán bank- anna námu 3,6 milljörðum í júlí og hafa aldrei verið minni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.