Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 28
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Við höldum með þér! Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna Bandaríkjamenn afla eins og áður meiri tekna á mann en flestar Evrópuþjóðir. Það stafar öðrum þræði af því, að Bandaríkjamenn vinna að jafnaði meira en nú tíðk- ast í Evrópu. Bandarískt atvinnu- líf er að sönnu hagkvæmt í öllum aðalatriðum, svo er rótgrónum og vel smurðum markaðsbúskap fyrir að þakka og virku lýðræði, enda þótt ýmisleg staðbundin óhagkvæmni íþyngi efnahagslíf- inu þarna fyrir vestan eins og ég lýsti hér á þessum stað fyrir viku. Landsframleiðsla á hverja vinnu- stund, öðru nafni vinnuframleiðni, er nú meiri í sjö Evrópulöndum en í Bandaríkjunum. Vinnufram- leiðni er áreiðanlegasti mæli- kvarði á árangur þjóða í efnahags- málum, sem völ er á, því að hann tekur fyrirhöfnina á bak við fram- leiðsluna með í reikninginn. Bandaríkjamenn vinna mest allra hátekjuþjóða að Grikkjum einum undanskildum samkvæmt tiltæk- um tölum um vinnutíma, en þær eru að vísu ýmsum vafa undir- orpnar og eru því sjaldnar notaðar en vert væri. Það er óheppilegt, að vinnutímatölur, sem þörf er á til að búa til mikilvægasta mæli- kvarðann um hagsæld vel stæðra þjóða, skuli vera ófullkomnar og umdeildar. Brýnt er að bæta úr því. Kaupmáttur bandarískra vinnulauna hefur skroppið saman síðan 2001 þrátt fyrir öran hag- vöxt, því að búhnykkurinn vestra hefur í fyrsta lagi fallið efnafólki í skaut. Aukinn ójöfnuður í skipt- ingu auðs og tekna í Bandaríkjun- um undanfarin ár er að nokkru leyti til kominn vegna tæknifram- fara, sem hafa ýtt undir eftirspurn eftir vel menntuðu vinnuafli, en þó ekki að öllu leyti, því að stefna ríkisstjórnar Bush forseta til dæmis í skattamálum hefur leynt og ljóst dregið taum efnafólks. Ríka fólkið og forríka fólkið: það eru mínir menn, segir Bush með glampa í augum. Bandaríkin hafa lengi búið við meiri ójöfnuð í skiptingu auðs og tekna en Evrópumenn. Það hefur verið mörgum ráðgáta, hvers vegna mikill ójöfnuður í Bandaríkjunum langt umfram Evrópu birtist ekki í dvínandi framleiðslu samkvæmt þjóðhagsreikningum. Gátan er þessi: mikill ójöfnuður á það til að draga þrótt úr efnahagslífinu með því meðal annars að ala á úlfúð, sem getur brotizt út í verkföllum og öðrum framleiðsluröskunum. Um slævandi áhrif ójafnaðar á hagvöxt sjást þó engin skýr merki í bandarískum framleiðslutölum. Mikill ójöfnuður hneigist einnig til að veikja liðsheildina, því að mannafli lands er eins og íþrótta- lið: ætla mætti, að fjölmenn og illa haldin lágstétt dragi efnahagslífið niður, en því er ekki að heilsa í framleiðslutölunum. En vinnu- tímatölurnar tala þó skýru máli: kaninn þarf að þræla sér út til að ná endum saman. Athuganir tölfræðinga á líkamsbyggingu fólks bregða frekari birtu á málið. Ég hef sagt frá þessu áður hér á þessum stað. Bandaríkjamenn á sjötugsaldri eru tveim til þrem sentimetrum hærri að vexti en Þjóðverjar á sama reki. Þetta kann að vera vís- bending um efnahagsyfirburði Bandaríkjamanna umfram Þjóð- verja árin eftir stríð, þegar þessi kynslóð var að vaxa úr grasi. Bandaríkjamenn höfðu þá allt til alls á þeirra tíma mælikvarða, en Þjóðverjar liðu skort. Nú er öldin önnur, því að fullvaxnir Þjóðverjar eru nú tveim til þrem sentimetrum hærri en Bandaríkjamenn að meðaltali. Það er þá kannski vís- bending um góðan árangur Þjóð- verja í efnahagsmálum á síðari árum, þótt hann birtist ekki skýrt í hagtölum um landsframleiðslu og þjóðartekjur. Þjóðverjar sjá vel fyrir sínum minnstu meðbræðr- um, svo að enginn líður þráfelldan skort og nær allir ná eðlilegri lík- amshæð. Bandaríkjamenn hafa að vísu byggt upp öflugt velferðarkerfi að evrópskri fyrirmynd frá því árin eftir 1960, Lyndon Johnson forseti bar hitann og þungann af þeirri baráttu gegn harðri andstöðu, en bandarísk velferð er gloppótt. Sjöundi hver Bandaríkjamaður stendur ótryggður frammi fyrir heilsumissi, fjórða hvert barn elst upp í fátækt, helmingur atvinnu- lausra fær engar bætur. Álitlegur fjöldi Bandaríkjamanna býr við svo kröpp kjör, að börnin þeirra ná ekki fullri líkamshæð. Smá- vaxin lágstétt dregur lands- meðaltalið niður. Aðrir vitnisburðir hníga í sömu átt. Langskólagengnir Bandaríkjamenn eru að meðaltali þrem sentimetrum hærri að vexti en þeir, sem létu skólaskylduna duga. Hæð og tekjur fylgjast að milli félagshópa innan lands, en ekki til fulls milli landa, að því er séð verður, úr því að Evrópa hefur skotið Bandaríkjunum aftur fyrir sig eftir hæðarmálinu og vinnu- tímatölum, en ekki samkvæmt framleiðslutölum, ekki enn. Það er bjart yfir Evrópu. Vinna, vinna: Eitt mál enn Í DAG TEKJUSKIPTING ÞORVALDUR GYLFASON Bandaríkjamenn á sjötugs- aldri eru tveim til þrem sentimetrum hærri að vexti en Þjóðverjar á sama reki. Þetta kann að vera vísbending um efnahagsyfirburði Bandaríkja- manna umfram Þjóðverja árin eftir stríð, þegar þessi kynslóð var að vaxa úr grasi. Af sem áður var Mikill fréttaflutningur Morgunblaðsins af misskiptingu auðs á Íslandi hefur vakið athygli, sérstaklega í ljósi tengsla blaðsins við helstu auðmenn landsins á árum áður. Forsíðufréttir og ítarlegar miðopnugreinar um ýmsar hliðar þessa máls hafa verið daglegt brauð að undanförnu og heyrst hefur að Styrmir Gunnarsson ritstjóri endurskrifi þær allar eftir eigin höfði og breyti fyrirsögnum hófsamra blaðamanna í æsifréttastíl. Hafa jafnvel blaðamenn Moggans komist svo að orði að gamli hátekju-sjálfstæðis- maðurinn sé orðinn sósíal- demókrati í seinni tíð. Ekki benda á mig Lögreglan á Egilsstöðum var heldur betur seinheppin í viðleitni sinni við að neita öllum ásökunum um að ganga full rösklega fram gegn mótmælendum í nágrenni Kárahnjúka. Á sama tíma og talsmaður hennar sagði allt slíkt tal fjarri öllum sanni og hreinan uppspuna birti Sjónvarpið myndir þar sem sami maður veittist harkalega og að ástæðu- lausu að saklausum myndatökumanni á gangstéttinni utan við lögreglustöð- ina á Egilsstöðum! Ekki mjög trú- verðugur málflutningur atarna. Að brenna inni á tíma Margt bendir nú til þess að Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra geti gengið að formannsstól Framsóknar- flokksins vísum á flokksþinginu um aðra helgi. Ekkert alvöru framboð gegn honum hefur litið dagsins ljós og eru margir á því að aðrir frambjóðendur séu að brenna inni á tíma, ef þeir eru þá ekki þegar brunnir inni þegar tillit er tekið til þess skamma tíma sem er til stefnu. Talið er að eini alvöru frambjóðandinn sem gæti skákað Jóni sé Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðisráðherra og kannski lítur hún svo á að hún sé það vel kynnt í flokknum að hún þurfi ekki sérstakrar kynningar við og nægi því að gefa kost á sér á síðustu stundu. steindor@frettabladid.is ssal@frettabladid.is Í þeirri árvissu umræðu um skatta og laun sem nú fer fram í þjóðfélaginu stendur tvennt upp úr. Í fyrsta lagi stórkarlaleg-ar yfirlýsingar um svokölluð ofurlaun og hvernig hægt sé að sporna við þeim. Í öðru lagi að íslenskt skattaumhverfi býður upp á meiri mismunun á skattlagningu tekna en áður hefur þekkst. Ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, auk formanns Samfylkingarinnar, hafa verið í fararbroddi umræðunnar um ofurlaunin. Hefur hún að flestu leyti verið í miklum upphrópunar- stíl sem vandséð er að þjóni öðrum tilgangi en að slá pólitískar keilur. Án þess að hér sé lagt mat á hvort nokkur maður eigi skil- ið að fá margar milljónir í laun á mánuði er staðreyndin sú að slíkra kjara nýtur aðeins örlítill hópur íslenskra launþega. Svo lítill er þessi hópur að hann nær ekki að fylla eitt prósent af heild- inni. Ekki skiptir nokkru máli fyrir hinn breiða hóp hversu há laun þessir sárafáu einstaklingar hafa. Því er sá mikli hávaði sem er gerður vegna þeirra undarlegur og í raun til lítil annars en að kynda undir kötlum öfundar og ala á sundrungu. Réttlætishugtakinu hefur óspart verið flaggað í þessari umræðu en í því samhengi er eins og það gleymist að ofurlaun- þegarnir greiða sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Það ligg- ur í hlutarins eðli að þeir greiða miklu mun meira til samneysl- unnar, reksturs löggæslu, menntakerfis og heilbrigðisþjónustu en hinir sem hafa lægri laun. Þeir eru því margra manna makar í fleiri en einum skilningi. Þegar skattskrár eru skoðaðar sést reyndar að hátt í þriðjung- ur atvinnubærra Íslendinga greiðir alls engan tekjuskatt. Þar er kominn hópur sem þarf meira á athygli verkalýðshreyfingunnar, og jafnaðarmanna í öllum flokkum, að halda en þessir örfáu milljónungar. Miklu nær er að berjast fyrir því að allir fái svo sómasamleg laun að þeir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins, fremur en að berjast fyrir tekjujöfnun niður á við. Er ekki aug- ljóst að þeim sem er með 80 þúsund á mánuði gengur ekkert betur að ná endum saman þótt forstjórinn sé með eina milljón á mánuði frekar en tvær eða þrjár? Hitt sem stendur upp úr umræðunni er sá fráleiti mismunur sem er hér við lýði þegar kemur að skattlagningu tekna. Skatta- umhverfið er nú orðið þannig að með ýmsum bókhaldsæfingum geta þeir sem áður greiddu hefðbundinn tekjuskatt talið hluta eða jafnvel allar tekjur sínar fram sem fjármagnstekjur og fyrir vikið greitt af þeim mun lægri skatt en ella. Í þessari umræðu hefur verið undirliggjandi þema að fjár- magnseigendurnir borgi of lítið miðað við launþegana. Það er hins vegar fróðlegt að skoða málið út frá hinni hliðinni, að í raun séu það launþegarnir sem borgi of mikið og því sé réttara að jafna skattlagninguna niður á við þannig að allar tekjur, bæði fyrir- tækja og einstaklinga, beri sömu flötu skattprósentu. Til að slíkar hugmyndir nái fram að ganga þarf hins vegar að skapast sátt um að skattkerfið er fyrst og fremst tekjuöflunar- tæki fyrir ríkissjóð fremur en tæki til að ná fram félagslegum markmiðum á borð við tekjujöfnun. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Mismunun á skattlagningu snertir margfalt fleiri en háar tekjur örfárra. Allir borgi jafnt Hátt í þriðjungur atvinnubærra Íslendinga greiðir eng- an tekjuskatt. Og þar er kominn hópur sem þarf meira á athygli verkalýðshreyfingunnar, og jafnaðarmanna í öllum flokkum, að halda en þessir örfáu milljónungar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.