Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 34

Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 34
[ ] Jarðaber.. innhalda meira magn af C-vítamíni en sítrus- ávextir. Rannsóknir hafa sýnt að C-vítamín getur dregið verulega úr hættu á krabbameini, auk þess sem það hjálpar líkamanum að vinna járn úr fæðunni. Okkur gengur misvel að finna beinu brautina, hvort sem það er andlega eða líkamlega. Í dag virðast þó töluvert margir leiða hugann að þessum þáttum og gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra. Rétt hugarfar skiptir ekki síður máli en réttar aðferðir, svo það er gott að minna sig á nokkur grundvallaratriði vellíðunar til að halda sig við efnið. • ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT að hugsa um að auka við hreyfingu og bæta matarval til skamms tíma. Þessi líkami okkar er fyrir lífstíð, svo þú hefur val um að gera það besta úr honum. Það getur verið gott að hugsa bara um einn dag í einu, en ekki halda eitt einasta augnablik að einhvern tímann sértu búin(n) að fylla kvótann af hreyf- ingu og góðu fæðuvali. Allt bendir til þess að þessir tveir þættir séu þeir mikilvægustu til að fyrirbyggja sjúk- dóma og lifa löngu og heilbrigðu lífi. Með öðrum orðum: Ef þú kaupir þér kort í líkamsrækt í haust og ferð að hugsa vel um hvað þú borðar, er ekki nóg að hætta eftir þrjár vikur af því þú ert búin(n) að vera svo dug- leg(ur) þessar þrjár vikur. Líttu heldur á það sem frábært upphaf. Þú ert sannarlega komin af stað! • DREKKTU VATN OG AFTUR VATN. Talaði ég kannski um þetta í síðasta pistli? Og ég á örugg- lega eftir að tala um það í næsta pistli líka og næsta og næsta. Vatnið er undirstaða alls lífs og stór hluti af vöðvafrumum og öðrum frumum líkamans. Hafðu því vatnsbrúsann á borðinu hjá þér í vinnunni, í bílnum og heima til að minna sjálfan þig á að drekka vatn og verða aldrei þyrst(ur). • ÞETTA MEÐ REGLULEGU HREYFINGUNA vitum við öll. En mundu að gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. Það verður að vera gaman, ef það á að endast. Prófaðu jafnvel eitthvað sem þú hefur aldrei prófað áður. Þá hentar líka mörg- um að hreyfingin sé fjölbreytt. Þegar ég tala um reglulega hreyfingu þá meina ég minnst klukkustund af kröftugri hreyfingu þrisvar sinnum í viku. Það er flott byrjun sem gott er að auka í sex til sjö stundir á viku til að komast í frábært form. Styrktaræfingar til að auka og viðhalda vöðvum, styrkja bein og halda góðri líkamlegri reisn og einnig krefjandi þolæfingar sem fá þig til að blása úr nös svo ekki sé meira sagt. • AÐ LOKUM ER ÞAÐ EKKI SÍST fólkið í kringum okkur og samskipti okkar við það sem hefur mikil áhrif á líðan okkar frá degi til dags. Við getum reyndar lítið gert í framkomu annarra, en við höfum fulla stjórn á eigin framkomu og berum sjálf ábyrgð á því hvernig við vinnum úr okkar daglega amstri. Þetta þurfum við öll að minna okkur á! Þegar á heildina er litið er það hreyfing okkar, fæðuval og samskipti okkar við umheiminn sem hafa hvað mest áhrif á líðan okkar. Höldum okkur við efnið og reynum að gera betur í dag en í gær. Hafðu það sem allra best. Kær kveðja, Borghildur Nokkur grundvallaratriði fyrir meiri vellíðan og hreysti Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Þegar gosþörfin lætur á sér kræla er mun betra að drekka sódavatn en sykraða gosdrykki. HIV herjar á meltingarveg STYRKING Á SLÍMHÚÐ GRUNDVÖLLUR ÞESS AÐ LOSNA VIÐ VEIRUNA. HIV-veiran felur sig í þörmum manna og skiptir sér í meltingar- veginum og veldur ónæmiskerfinu einna mestum skaða þar, að því er niðurstöður nýrrar rannsókn Háskól- ans í Kaliforníu benda til. Satya Dandekar, sem fer fyrir rannsókn- inni, segir þetta vera í fyrsta sinn sem skýring finnst á því af hverju lyfjablöndur sem HIV-smitað fólk tekur inn virka ekki almennilega. „Hin raunverulega barátta HIV-smit- aðra við veiruna fer fram í melting- arveginum strax og smit verður,” segir í yfirlýsingu frá Dandekar. Því þurfi að leggja áherslu á að styrkja slímhúð í meltingarvegi, þar sem veiran drepi flestar ónæmisfrumur. Það sé lykilatriði í því að losna við veiruna. (www.doktor.is) heilsa } ������������ �������������������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ������������ ��������������������������������� ���������������������������� Rockadile AL 26 FAXAFENI 7 S: 5 200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAU. 10-16 Full búð af góðum tilboðum Útsalan hafin Alvöru fjallahjól 17.34028.900 Frábært 21 gíra kvenhjól á 40% afslætti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.