Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 35

Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 35
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 5 Samkvæmt nýrri breskri rannsókn þróast krabbamein í munni á tvo mismunandi vegu. Í rannsókn sem framkvæmd var við Beatons krabbameinsstofn- unina í Glasgow kom í ljós að krabbamein í munni skiptist í tvennt. Áður var haldið að aðeins væri til ein gerð. Samkvæmt heimasíðu BBC var upphaflegt markmið rann- sóknarinnar að finna leiðir til að greina krabbamein fyrr en áður. Skoðaðir voru 19 einstaklingar með frumstig krabbameins í munni, 16 einstaklingar með krabbamein í munni og fjórir einstaklingar með heilbrigða munna. Paul Harrison prófessor stýrði rannsókninni og sagði niðurstöð- ur benda til þess að tvö ólík gena- mynstur væri að finna í sárum og æxlum sem tengjast munn- krabbameini. Í öðru tilfellinu er til staðar skemmd í geni sem alla jafna á að koma í veg fyrir að sýktar frumur skipti sér og dreif- ist. Þessa tegund kölluðu vísinda- mennirnir „ódauðlega“ þar sem óheftar frumuskiptingar geta leitt til þess að aftur verði vart við meinið eftir meðferð. Hin tegundin var kölluð „dauð- leg“ þar sem skemmdar frumur skiptu sér ekki og því líklegra að meðferð hefði varanleg áhrif. Sömu genamynstur var að finna í sárum sem fylgja frumstigi krabbameins í munni. Vonir standa til að rannsóknin geti hjálpað til við greiningu og meðferð munnkrabbameins en tilfellum í Bretlandi hefur fjölg- að um fjórðung á síðustu tíu árum. - elí Munnkrabbi skiptist í tvennt Ólíkt því sem áður var talið virðist krabba- mein í munni þróast á tvo ólíka vegu. Ástandið verra hjá karlmönnum. Í niðurstöðum rannsóknar sem kynnt er á vefsíðu Lýðheilsu- stöðvar kemur fram að á tólf ára tímabili fjölgar öryrkjum vegna offitu hlutfallslega meira en öryrkjum almennt. Á milli 1992 og 2004 fjölgaði öryrkjum sem höfðu offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu í örorkumati úr 37 í 111. Aukning- in var 183% hjá konum og 263% hjá körlum. Þessi aukning var marktækt meiri en aukning örorku almennt á þessu tímabili. Aldurstengd fjölgun öryrkja sem höfðu offitu á meðal grein- inga í örorkumati var einnig umfram fjölgun öryrkja almennt. Körlum sem höfðu offitu á meðal greininga í örorkumati fjölgaði meira en karlkyns öryrkjum almennt, en á meðal kvenna var þessi aukning minni en hjá öðrum öryrkjum. Örorka tengd offitu var hjá konum marktækt algeng- ari á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Í niðurstöðum segir að mark- tæk aukning hafi orðið á örorku í tengslum við offitu á Íslandi. Hugsanlegt sé að aukin umræða um offituvandann á rannsóknar- tímabilinu hafi haft einhver áhrif á greiningarvenjur lækna og þar með á tíðni offitugreininga í örorkuvottorðum og örorkumati. Allar líkur séu þó á að fjöldi þeirra sem hafa mikla eða sjúk- lega offitu hér á landi fari vax- andi og þar með að offita sé vax- andi lýðfræðilegt vandamál sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. - elí Fleiri öryrkjar vegna offitu Körlum sem hafa offitu sem fyrsta örorku- mat fjölgar hlutfallslega hraðar en öryrkjum almennt. Bananar... eru sérstaklega góðir fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýstingi, því þeir innihalda mikið kalíum sem er blóðþrýst- ingslækkandi efni. Þeir geta þó ekki komið í staðinn fyrir blóðþrýst- ingslækkandi lyf. Sumartilboð Við kaup á 10 tíma korti færðu 2 ókeypis. Lille Collection Sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap ríl 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.