Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 54

Fréttablaðið - 10.08.2006, Page 54
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Svifflugfélag Íslands heldur upp á sjö- tugsafmælið í dag en það var stofnað 1936 af Agnari Kofoed Hansen sem var þá flugmálaráðunautur Ríkisstjórnar- innar. Sjötugsafmælinu verður fagnað í aðstöðu félagsins á Sandskeiði í dag og á laugardaginn verður flugsýning ef veður leyfir. „Við erum með hundrað félagsmenn, þar af um sextíu eða sjötíu sem fljúga. Það er mjög algengt að ungt fólk sem er með bakteríuna komi til okkar, læri svifflug fjórtán ára og fari svo í flugmanninn,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, formaður félagsins. Svifflugfélagið á nú tvö flugskýli, geymslu fyrir flugur, klúbbhús og í flota félagsins eru tíu flugur. „Við köll- um þær svifflugur, íslenskusérfræð- ingur sem við ráðfærðum okkur við mælti með því nafni,“ bætir Kristján við. Stór hluti starfseminnar er kennsla en hún fer fram í sjálfboðavinnu. Að námskeiði loknu fá nemendur svif- flugmannsréttindi hjá Flugmálastjórn. „Annars er starfsemi félagsins vax- andi, við keyptum okkur nýja svifflugu í vor og síðan er áætlað samstarf við Flugmálastjórn, en við gerðum sam- komulag við Flugmálastjórn í sumar. Svo ætluðum við í frekari uppbyggingu á flugskýlum en það hefur ekki náð fram að ganga enn,“ segir Kristján. Svifflugfélag Íslands á sér merki- lega sögu. „Þegar menn fóru fyrst að reyna að fljúga á Íslandi var engin þekking á landinu og allt gert af van- efnum. En Agnar Kofoed, íslenskur maður af dönskum ættum, sá að best væri að byggja upp áhugafélög og ódýrst væri að vera með svifflugfélög. Félagið varð mjög öflugt og byrjað var að smíða fyrstu fluguna 1931. Fyrsta svifflugan hrapaði á ísilögðu Rauða- vatni, en flugmaðurinn Bergur Gísla- son lifði það af og lifir reyndar enn,“ segir Kristján. Árið 1938 komu til landsins Þjóðverjar með nokkrar svif- flugur sem Svifflugfélagið hugðist kaupa. „Þegar þeir fóru ætlaði Svif- flugfélagið að kaupa vélarnar en þá skall stríðið á svo þær voru aldei borg- aðar. En þessar flugur voru grunnurinn að uppbyggingu félagsins,“ segir Kristján. En hvað er svona skemmtilegt við svifflugið? „Það er bara svo reglulega gaman að fljúga. Þetta er það sem menn hefur dreymt um í árþúsundir,“ segir Kristján Sveinbjörnsson að lokum. Afmælisfagnaðurinn verður á Sand- skeiði við Bláfjallaveg í dag kl. 20.00. Flughátíðin hefst á laugardag kl. 13.00 en þá munu tæki félagsins vera til sýnis og svifflugur munu fljúga um loftin. Einnig verður sýnt listflug. MERKISATBURÐIR 1792 Louis XVI Frakkakonungur er handtekinn ásamt konu sinni á meðan á frönsku byltingunni stóð. 1821 Missouri verður 24. ríki Bandaríkjanna. 1944 Bandarískar hersveitir sigra síðustu hersveitir Japana. 1948 Falin myndavél er sýnd í fyrsta sinn í sjónvarpi. 1984 Bjarni Friðriksson júdókappi hlýtur bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles í Bandaríkjunum. 2003 Hitamet er slegið í Bretlandi þegar hitinn mælist 38,5 gráður í Kent. 2003 Yuri Ivanovich Malenchenko verður fyrsti maðurinn til þess að gifta sig í geimn- um. SVIFFLUGFÉLAGIÐ 70 ÁRA: AFMÆLI Á SANDSKEIÐI Kenna flug í sjálfboðavinnu Þann 29. júlí árið 1976 var skotið á þær Donnu Lauria og Jody Valenti þar sem þær sátu í bíl í Bronx- hverfinu í New York. Donna lést en morðið vakti ekki mikla athygli enda eitt af tuttugu þúsund morðum sem framin voru í borginni. Í október og nóvember sama ár voru tvær skothríðir í viðbót, enginn lést en eitt fórnarlambanna lamaðist. Í janúar árið eftir var skotið á parið Christine Freund og John Diel þar sem þau sátu í bíl sínum og dó Freund af sárum sínum. Lögreglunni var nú farið að gruna að skotárásirnar tengdust og töldu þær beinast að ungum stúlkum með sítt dökkt hár eða ungum pörum. Í mars 1977 var hin 21 árs gamla Virginia Voskerichian skotin til bana í Queens-hverfinu í New York með sams konar byssu og notuð hafði verið í fyrstu skotárásinni. Í apríl fjölgaði fórnarlömbunum enn frekar þegar þau Alexander Esau og Valentina Suriani voru skotin til bana í Bronx. Morðinginn skyldi eftir sig bréf stílað á stjórnanda lögreglurannsóknarinnar, Joe Borelli, þar sem hann sagðist vera sonur vampírunnar Sáms. Sjötta fórnarlamb morðingjans var Stacy Moskowitz sem var myrt í lok júlí er hún sat í bíl með kærasta sínum. Morðinginn, David Berkowitz, hafði lagt bíl sínum fyrir framan brunahana á meðan hann framdi morðið og fengið sekt. Vitni sá hann rífa sektarmið- ann og tilkynnti lögreglunni það en hún aðhafðist ekkert fyrr en nokkrum dögum síðar. Þá fór hún að heimili Davids og handtók hann og stuttu síðar játaði hann á sig öll morðin sex ásamt fleiri skotárásum. Hann var dæmdur í 365 ára fangelsisvist. ÞETTA GERÐIST 10. ÁGÚST 1977 Sonur Sáms handtekinn ANTONIO BANDERAS FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1960 „Sumum myndum vildi ég helst gleyma en þrátt fyrir það þá kenna þær manni alltaf eitthvað.“ Antonio Banderas er spænskur leikari. AFMÆLI Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðis- ráðherra er 44 ára. ÚTFARIR 14.00 Guðrún Benediktsdóttir verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju. 15.00 Jón Aðalsteinn Jónsson fyrrverandi orðabókarstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Stefán Sigmundsson húsa- smíðameistari frá Norðfirði, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON Formaður Svifflugfélagsins segir að félagið sé sífellt að verða öflugra. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Bjargar Ágústsdóttur Espigerði 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 14G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaklega góða umönnun og vinarhug. Tryggvi Baldursson Guðrún Edda Pálsdóttir Valgerður Baldursdóttir Lárus H. Blöndal Stefán Baldursson Bára Baldursdóttir Haraldur Baldursson Sigríður Amalía Þórðardóttir Magnús Baldursson Guðný Jóna Einarsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi, Valgeir Matthíasson Vallarási 4, áður til heimilis í Tunguseli 10, Reykjavík, sem lést laugardaginn 29. júlí verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Georg Alexander Valgeirsson Tinna Halldórsdóttir Helena Dögg Valgeirsdóttir Ramóna Lísa Valgeirsdóttir Jóhanna Georgsdóttir Elísabet Viðarsdóttir systkini og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sæbjörn Jónsson Laugarnesvegi 89, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 7. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Valtýsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Gunnlaugsson íþróttakennari, Vogatungu 28, Kópavogi sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi fimmtudagsins 3. ágúst verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 11. ágúst kl. 13.00. G. Ríkey Einarsdóttir Kristjana Ríkey Magnúsdóttir Sigurgeir Höskuldsson Guðbjörg Magnúsdóttir Pétur Yngvi Yamagata Halla Magnúsdóttir Hlífar S. Rúnarsson Selma Líf, Erna Mist, Kári Steinn, Hildur, Ríkey, Katla og Magnús Máni. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Björns St. Hólmsteinssonar frá Raufarhöfn, Grandavegi 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda V4 og V3A á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund. Jónína Ósk Pétursdóttir Jóhanna Björnsdóttir Pétur Björnsson Margrét Þorvaldsdóttir Hólmsteinn Björnsson Þorgerður Ása Tryggvadóttir Guðrún R. Björnsdóttir Lilja V. Björnsdóttir Jón Ómar Finnsson Birna Björnsdóttir Ríkharður Reynisson og barnabörn. 90 ára afmæli 90 ára er í dag 10. ágúst Unnur Halldórsdóttir frá Kambi, Sóleyjargötu 6, Akranesi. Af því tilefni býður hún ættingjum vinum og samferðafólki að þiggja kaffi í Jónsbúð, Akranesi laugardaginn 12. ágúst kl. 15.00. 40 ára afmæli Hulda Guðrún Geirsdóttir söngkona og kennari er fertug í dag. Afmælið er haldið í Classic Rock Ármúla, annað kvöld kl. 20.00. Vinir og vandamenn velkomnir. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.