Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 56
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR Ég er veikur fyrir mót- mælum og mótmæl- endum og finnst að fólk ætti að gera miklu meira af því að taka afstöðu og sýna hana í verki með hrópum, köllum og mátulegum bægslagangi. Mótmæli eru í eðli sínu töff vegna þess að þau fela í sér andóf og engum mótmælanda ætti því að vera brugðið þó hann mæti mótstöðu þegar hann kemur til leiks, væntan- lega tilbúinn til þess að fórna lífi og limum fyrir sannfæringu sína. Íslendingar eru að vísu vanir friðsamlegum mótmælum enda er blóðhiti okkar við frostmark og sannfæringarkrafturinn oft ekki meiri en svo að veðrið getur haft veruleg áhrif á mótmælaáhugann. Maður gat því ekki annað en dáðst að fólkinu sem nennti að brölta að Kárahnjúkum til þess að mót- mæla virkjunarframkvæmdum þar og tefja þær um leið með því að hlekkja sig við vinnuvélar. Sjarminn fór hins vegar fljótt af þessu liði þegar skarst í odda með því og lögreglu og mótmælendurnir hlupu grenjandi í fjölmiðla, ein- hverjir með kúlu á hausnum og mar- bletti, og klöguðu lögguna fyrir harðræði. Þeir sem hafa verið með óspektir á almannafæri, fullir í miðbænum til dæmis, vita að lögreglan hefur víð- tæka heimild til þess að hafa afskipti af þeim og jafnvel fjarlægja. Þá eru flestir líka með það á tæru að þegar maður sýnir mótþróa við handtöku á lögreglan það til að bregðast við af nokkurri hörku. Núningur milli yfirvalda og andófsfólks er óhjákvæmilegur í almennilegum mótmælum og þeir sem treysta sér til þess að hlekkja sig við þungavinnuvélar verða einnig að vera undir það búnir að á þeim sé tekið. Annars er betur heima setið en af stað farið. Það er töff að mótmæla en í meira lagi aumingjalegt að væla síðan undan því að lögreglan hafi haft afskipti af manni enda segir það sig sjálft að ef heimurinn væri svo fallegur og góður að mótmælendur gætu fengið að vaða uppi hvar sem er hindrunarlaust þá þyrftum við ekki að mótmæla neinu. STUÐ MILLI STRÍÐA Mótmælendur með marbletti ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON MÓTMÆLIR MÓTMÆLUM MÓTMÆLENDA. ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Halló! Þú heitir... Achmed! Halló? Er þetta ekki... Ég gleypi ekki við þessu! Fínt! Ég reyndi þó! Mamma þín! Gafstu frú Öxi smákökurnar sem ég bakaði handa henni? Já. Og...? Hún rannsakaði dósina hægt og rólega, opnaði svo munninn upp á gát og gleypti smákökudósina í heilu lagi. Palli, ég held þú þurfir að breyta við- horfi þínu gagnvart þessari konu. Neinei, þetta var fínt. Hún gat sig hvergi hreyft í heila þrjá tíma. Mér finnst alltaf frekar skrýtið að kaupa þetta. LÍFRÆNN ÁBURÐUR Mér fannst „Róbert bangsi“ vera afskaplega rík af tilfinningum. Já, hún hafði mikil áhrif á mig, ég gat varla lagt bókina frá mér. Elsa Eiríksson er einn af mínum uppá- haldsrithöfundum. Hafið þið lesið „Skrýtnu ormana“? Leshringurinn minn. Kökur? Var mikið að gera hjá þér í dag? Ótrúlega! En börnin skemmtu sér þó vel. Það er gott! Fyrir sjö árum síðan hefði ég ekki haldið að þú myndir halda út heilan dag við að skemmta, fóðra og taka til eftir tvö börn, en sjáðu þig núna! Já. Ég gæti ekki verið þreyttari. Þú sendir SMS skeytið BT MBV á númerið 1900. Þú færð spurningu og þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið! SMSLEIKUR *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Fullt af aukavinningum! PANASONIC Myndvélar • GSM símar • PSP tölvur • SONY stafrænar myndavélar • Medion borðatölvur • PS2 tölvur • DENVER DVD spilarar • Gjafabréf á Tónlist.is • SONY MP3 spilarar • iPod • Fullt af af Pepsi, DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira Aðalvinningur C. Dregin út 18.ágúst 32” MEDION LCD TV 999159. Aðalvinningur A. Dregin út 8.sept. FujitsuSimens fartölva 999167. Aðalvinningur B. Dregin út 31.ágúst MEDION tölva + 19” flatskjár 999149.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.