Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 10.08.2006, Qupperneq 62
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR42 Hollywood leitar oft ekki langt yfir skammt þegar kemur að hugmyndum fyrir næstu kvikmynd. Stundum er bara farið beint í imba- kassann, náð í gamla sjón- varpsþætti og þeir gæddir nýju lífi á hvíta tjaldinu. Nýjasta kvikmynd Michael Mann, Miami Vice, er einmitt byggð á einhverjum vinsælustu sjónvarps- þáttum hins skrautlega níunda áratugar. Þeir Don Johnson og Philip Michael Thomas brunuðu um á glæsikerrum og leystu fíkni- efnamálin í Miami af stakri snilld og fágun. Nú eru þeir Jamie Foxx og Colin Farrell komnir í þetta „vandasama“ hlutverk og ef marka má orð gagnrýnenda hefur Mann tekist að færa þessa „tíma- lausu“ snilld uppá hvíta tjaldið. Slíkt er þó alls ekki venjan. Í undirbúningi Í framleiðslu eru nú þrjár kvik- myndir sem allar eru byggðar á heimsþekktum sjónvarpsþáttum. Matt Groening, skapari Simpson- fjölskyldunnar, hefur gefið grænt ljós á að gula fjölskyldan birtist aðdáendum sínum í kvikmynda- húsum. Á imdb.com kemur fram að auk hinna fastráðnu leikara sem skemmta íslenskum sjón- varpsáhorfendum vikulega hafa blaðakonan Erin Brockovich, Minnie Driver og Albert Brooks verið ráðin til verksins. Ekki er vitað um hvað myndin fjallar en ljóst er að flestar hinar þekktu persónur sjónvarpsþáttanna koma fyrir í myndinni. Efniviðurinn sem er fyrir hendi hjá Groening er vissulega safaríkur en spurn- ingin hlýtur að vera hvort kvik- myndahúsagestir þoli einn og hálf- an tíma af Simpson-fjölskyldunni. Jack Bauer og samstarfsmenn hans hjá CTU verða væntanlega einnig færðir upp á hvíta tjaldið en 24 hefur um árabil verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur heims. Kiefer Sutherland er sjálfur fram- leiðandi þáttanna og í viðtölum hefur hann lýst því yfir að Bauer sjálfur sé ekki aðalmálið heldur fyrirkomulag þáttanna en þeir gerast á 24 klukkustundum. Ef marka má fyrstu fréttir af gerð handritsins verður þessu fyrir- komulagi hent út á hafsauga og Bauer hafður miðpunktur alls. Þriðja og væntanlega sú kvik- mynd sem verður hvað erfiðust í vinnslu er án nokkurs vafa Dallas. Þættirnir spönnuðu þrettán ár í lífi Ewing-fjölskyldunnar þar sem atvik á borð við martröð Pamelu og skotárásina á J.R. lifa enn í fersku minni aðdáendanna sem geta brúað bilið með endurútgáfu þáttanna á DVD. Handritshöfund- arnir standa því frammi fyrir nokkuð erfiðu hlutskipti enda fáheyrt að sápur séu færðar í kvikmyndabúning. Talið er næsta víst að John Travolta feti í fótspor Larry Hagman en erfiðlega hefur gengið að ráða í önnur hlutverk. Meðalmyndirnar standa upp úr Sjónvarpsþættirnir sem hafa hing- að til ratað í kvikmyndahúsin skríða oftar en ekki rétt yfir meðal- mennskuna. Verst gekk með The Saint en Roger Moore hafði náð heimsfrægð með túlkun sinni á Simon Templar. Val Kilmer var valinn til að gera hlutverkinu skil í samnefndri kvikmynd en sú náði varla að narta í hæla sjónvarps- þáttarins. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig Tom Cruise hafi tek- ist til með því að færa Mission: Impossible þættina úr sjónvarpskassanum en flestir eru sammála um að fyrsta myndin hafi verið trú upphafi sínu enda var sjálfur Jim Phelps svikarinn í hópnum. Hinar tvær virka sem einhvers konar lofræður á ágæti Tom Cruise. Charlie’s Angels- myndirnar tvær með þeim Camer- on Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore þóttu ekki heldur merkilegur pappír en annar diskó- þáttur, Starsky & Hutch, fékk frekar fyndna útkomu með snill- ingunum Owen Wilson og Ben Stiller sem gerðu óspart grín að þessum glysgjarna tíma. Kevin Costner og Brian DePalma tókst hins vegar óvenju vel upp með kvikmyndina The Untouchables enda var efniviður- inn frekar einfaldur og hentaði vel fyrir hvíta tjaldið. Sérsveit lög- reglunnar í Chicaco eltist við Al Capone og hafði sigur að lokum. Sama reglan gilti fyrir The Fugitive sem naut mikilla vinsælda á sjö- unda áratugnum. Þar var læknir- inn Richard Kimble grunaður um morð á eiginkonu sinni, sleppur úr gæsluvarðhaldi og eltist við ein- henta manninn en er sjálfur hund- eltur af lögreglunni. Leikstjórinn Andrew Davis gerði engin mistök þegar hann fékk þá Harrison Ford og Tommy Lee Jones til að endur- lífga persónurnar. Listi þeirra sjónvarpsþátta sem hafa verið fluttir yfir til drauma- verksmiðjunnar er enn lengri en eins og sjá má er það frekar undan- tekningin en reglan að sjónvarps- stjörnur gangi í endurnýjun líf- daga á hvíta tjaldinu. - fgg VIRKAR 24? Kiefer Sutherland hefur lýst því yfir að það sé fyrirkomulag þáttanna sem sé stjarna seríunnar en í kvikmyndinni verður því væntanlega hent út í hafsauga. VINSÆLIR Á ÍSLANDI David Jansen þótti stórkostlegur í hlutverki Richard Kimble. Harrison Ford tók síðan við keflinu undir stjórn Andrew Davis með góðum árangri. STARSKY & HUTCH Fengu frekar fyndna útkomu þegar þeir Ben Stiller og Owen Wilson gerðu stólpagrín að dískótímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Eftirlætiskvikmynd: „Gone With the Wind, ekki spurning, auðvitað eru margar tilkallaðar en ef ég verð að nefna eina þá er það hún. Horfði fyrst á hana tólf ára og hef séð hana ansi oft síðan.” Eftirlætisatriði: „Holly- wood-endir á kvikmyndum er eitthvað fyrir mig og eitt eftirminnilegasta atriðið er úr kvikmyndinni Big Jake með John Wayne í aðalhlutverki. Þar bjargar hann sonarsyni sínum úr höndum hrikalegra mannræningja og þegar þeir hittast í lokin eru það þeirra fyrstu fundir. Wayne meiðist en sá litli hjúkrar afa sínum. Atriði að mínu skapi.” Uppáhaldsleikstjóri: „Ég fylgist voðalega lítið með leikstjórum en myndir Quentin Tarantino eru sérstakar og því nefni ég hann. Leikarar eru mér meira virði.” Mesta hetja hvíta tjaldsins: „Ég hef alltaf verið rosalega veik fyrir John Wayne en ein af hans bestu myndum er Chisum. Að sjálfsöðu er það vestri af bestu gerð og Wayne er mikil hetja sem bjargar heilum bæ frá því að lenda í klónum á svivirðilegum kapítalista.” Versti skúrkurinn: „Onatopp í Goldeneye og að sjálfsögðu Ernst Stavro Blofeld sem birtist í nokkr- um James Bond-myndum. Loksins giftir Bond sig og þá kemur Blofeld og skýtur hana.” Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? „Týpur á hvíta tjaldinu fara sjaldan í taugarnar á mér. Ég þoli hins vegar ekki Michael Mancini í Melrose Place enda algjörlega siðlaust kvikindi.” Ef þú fengir að velja þér mynd, leik- stjóra og mótleikara, um hvað yrði hún og hverjir væru hinir heppnu? „Söguþráðurinn yrði að sjálfsögðu sá að við myndum bjarga heiminum og forða honum frá hrikalegri tekjuskiptingu. Össur Skarp- héðinsson yrði leikstjóri og Ingibjörg Sólrún léki aðalhluverkið á móti mér. Auðvitað fjórir tímar á lengd með Hollywood- endi.” KVIKMYNDANJÖRÐURINN: KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ÞINGMAÐUR Veik fyrir Hollywood - endinum JOHN WAYNE Úr imbakassa í kvikmyndir SIMPSON-FJÖLSKYLDAN Loksins, loksins kemur hina gula fjölskylda frá Springfield í kvikmyndahúsin eftir langa bið aðdáenda sjónvarpsþáttanna. Ættingjar þeirra sem létust í árás- unum á Tvíburaturnanna eru æfir yfir því hvernig staðið var að frum- sýningu kvikmyndarinnar World Trade Center eftir Oliver Stone en Nicolas Cage leikur þar lögreglu- mann sem var einn þeirra síðustu sem björguðust úr rústunum. Myndin var nýverið frumsýnd í Bandaríkjunum og hefur fengið misjafna dóma. Tíu prósent af þeim ágóða sem kom inn í miðasöl- una fyrstu frumsýningarhelgina rann til góðgerðarmála en þetta finnst ættingjunum vera of lítið. Monika Iken missti eiginmann sinn þennan örlagaríka dag og er í forsvari fyrir góðgerðarsamtök sem vilja byggja minnisgarð um þá sem létust. Hún lýsti yfir miklum vonbrigðum með að jafn litlu skyldi varið til að halda í heiðri þeirra sem dóu. „Ég vil gjarnan biðla til þeirra sem að myndinni standa að ef hún skilar miklum gróða þá leggi þeir sitt af mörkum til þessa garðs,“ sagði Iken. Carie Lampack sagðist enn fremur vera mjög vonsvikin yfir því að hvorki Oliver Stone né dreif- ingarfyrirtækið Paramount væru tilbúin að sýna stuttmynd þar sem fólk er hvatt til að hafa samband við stjórnvöld og forvitnast hvað hafi verið gert til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt gerist aftur. „Það besta sem Oliver Stone eða Hollywood gætu gert væri að koma í veg fyrir að 9/11 gerist aftur,“ sagði Lampack en dóttir hennar var farþegi í annarri flug- vélinni sem flogið var á Tvíbura- turnana. Stone veldur deilum Brenda: How do you go from this tranquility to that violence? Crockett: I usually take the Ferrari. Don Johnson var með allt á hreinu þegar hann lék sólstrandargæj- ann og leynilögreglumanninn Sonny Crockett í Miami Vice en þessi prúðbúni harðjaxl gat sýnt á sér mjúkar og harðar hliðar á víxl án þess að blikka auga. Vandræðin hrannast upp hjá Mel Gibson eftir að hann var handtek- inn í Malibu. Ummæli hans um gyðinga hafa valdið miklum titr- ingi í kvikmyndaheiminum og nú er svo komið að stjórnmálamenn treysta sér ekki lengur að notast við nafn leikarans. Tom McClintock, sem sækist eftir kjöri ríkisstjóra í Kaliforníu, hefur lýst því yfir að hann muni ekki lengur að notast við stuðningsbréf sem Gibson skrifaði. Leikarinn hefur lýst því yfir að McClintock berjist fyrir hefbundnum bandarískum gildum en Gibson er mikill and- stæðingur núverandi ríkisstjóra, Arnold Schwarzenegger. Talsmaður stjórnmálamanns- ins sagði þingmanninn vera í öngum sínum yfir óförum Gibs- ons. „McClintock sá fréttirnar og ákvað að beina því til stuðnings- manna sinna að nota ekki bréfið,“ sagði Stan Devereaux af þessu til- efni en bréfið hefur verið sent til fjögurra aðila í von um að þeir myndu styrkja framboðið. Dever- eaux bætti því við að framboðið hefði ekki haft í hyggju að nota bréfið meira áður en til handtöku Mel Gibson kom. Gibson bíður þess nú að koma fyrir dómara og er reiknað með að það gerist 28. september. Hann verður væntanlega kærður fyrir ölvunarakstur en sleppur við kæru vegna hraðaksturs. Enn syrtir í álinn hjá Gibson MEL GIBSON Hans er nú ekki lengur óskað í kosningabaráttu í Kaliforníu. OLIVER STONE Er sakaður um að vilja ekki gefa meira en tíu prósent af ágóða fyrstu frum- sýningarhelgarinnar til góðgerðarsam- taka. ALLT Í LJÓSBLÁU Don Johson og Philip Michael Thomas voru feykilega vinsælir á níunda áratugnum í sjón- varpsþáttunum Miami bio@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.