Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 63

Fréttablaðið - 10.08.2006, Side 63
FIMMTUDAGUR 10. ágúst 2006 43 Erkitöffararnir Sonny Crockett og Ricardo Tubbs skipuðu einn sval- asta og eftiminnilegasta löggudú- ett sjónvarpssögunnar í Miami Vice-þáttunum sem sýndir voru á Íslandi í árdaga Stöðvar 2. Þættirnir hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi árið 1984. Þá máttu þeir keppa um hylli áhorf- enda við ekki ómerkari sápur en Dallas og Falcon Crest. Þrátt fyrir harða samkeppni festu þættirnir sig í sessi og aðdáendur þeirra héldu tryggð við tvíeykið allt þar til yfir lauk árið 1989. Don Johnson og Philip Michael Thomas léku félagana Crockett og Tubbs sem sigldu undir fölsku flaggi um undirheima Miami og flettu ofan af melludólgum og dópsmyglurum undir dulnefnun- um Burnett og Cooper. Leikstjórinn margrómaði Michael Mann var einn framleið- enda þáttanna og þykir eiga allan heiður af svölu útliti þeirra þó hann hafi ekki leikstýrt einum ein- asta. Hann hefur nú blásið lífi í þá Crockett og Tubbs með Miami Vice-bíómyndinni sem var frum- sýnd á Íslandi í vikunni. Johnson og Thomas eru þó fjarri góðu gamni enda komnir til ára sinna og hvergi nærri jafn flottir og þeir voru fyrir sautján árum. Óskarsverðlaunahafinn Jamie Foxx og írski ólátabelgur- inn Colin Farrell fylla skörð gömlu mannanna undir styrkri stjórn Mann, sem gætir þess vandlega að þeir séu ætíð ofursvalir. Crockett og Tubbs eru enn við sama heygarðshornið og fá að þessu sinni það verkefni að lauma sér inn í umfangsmikinn eitur- lyfjahring með það fyrir augum að stöðva óhóflegt flæði eiturlyfja yfir Miami. Það er þó ekki heiglum hent að leika glæpamenn allan sólarhring- inn vikum og mánuðum saman og báðir þurfa þeir að glíma við sið- ferðislegar spurningar, hvor á sinn hátt, þegar mörkin milli blekking- ar og raunveruleika leysast upp. Þeir félagarnir þurfa þó bless- unarlega ekki að standa einir í þessu stappi og þeir Farrell og Foxx njóta dyggilegrar aðstoðar glæsilegs liðs aukaleikara með Gong Li (Memoirs of a Geisha), Naomie Harris (Pirates of the Caribbean: Dead Man‘s Chest) og Ciarán Hinds (Júlíus Sesar í Rome) í broddi fylkingar. Sjónvarpstöffarar í bíó CROCKETT OG TUBBS Colin Farrell og Jamie Foxx halda uppi lögum og reglu á Miami í fjarveru Don Johnson og Philip Michael Thomas í nýju Miami Vice-bíómyndinni. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Svona litu Crockett og Tubbs út árið 1984 þegar Don Johnson og Philip Michael Thomas léku kempurnar. Félagarnir galvösku Ástríkur og Steinríkur eru mættir til leiks í teiknimyndinni Ástríkur og vík- ingarnir en þeir hafa ekki látið sjá sig í teiknimynd í fullri lengd í áratug. Þeir hafa þó skotið upp kollinum í bíó í leiknum myndum í tvígang á þessu tímabili við mátulegan fögnuð dyggra aðdá- enda sem voru lítt hrifnir af afbökunum á frumtexta Goscinn- ys. Franska tröllið Gérard Dep- ardieu leikur Steinrík í báðum þessum myndum og er um þess- ar mundir að leika í þriðju mynd- inni, sem fjallar um frægðarför Ástríks á Ólympíuleikana. Dyggir aðdáendur félaganna ættu því að taka þeim fagnandi þegar þeir mæta loks teiknaðir á ný en í nýju myndinni gefa þeir Rómverjum frí og taka rækilega í lurginn á herskáum víkingum. Víkingarnir taka land við Gaulverjabæ í leit sinni að óttan- um sem þeir trúa að gefi mönn- um vængi. Þetta reynist í fyrstu vera hin mesta fýluferð enda fer ekki mikið fyrir skræfum í Gaul- verjabæ þar sem fólk óttast það eitt að himnarnir falli í höfuðið á því. Víkingarnir komast þó í feitt þegar þeir hafa hendur í hári ungs frænda Aðalríks, æðstráð- anda í Gaulverjabæ. Pilturinn óttast bókstaflega allt og víkingarnir ræna honum því og sigla með hann til Noregs. Það er því ekki um annað að ræða en senda Ástrík og Steinrík á eftir þeim til þess að bjarga strák. Sjóðríkur seiðkarl mallar vænan slatta af töfraseyðinu sínu í nesti handa Ástríki og svo hefst eftirförin og þeir sem þekkja þá félaga vita upp á sína tíu fingur að þá eiga víkingarnir ekki von á góðu. Ástríkur í Noregi ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR Þessar gömlu kempur gerðu Rómaveldi marga skráveif- una í myndasögum Goscinny og Uderzo. Þeir lumbra nú hins vegar á víkingum í nýrri mynd um ævintýri þessa kjarnorku- knúna tvíeykis. ÞAÐ MÆLTI MÍN MÓÐIR Víkingarnir fá að kynnast því að það er eitt að standa uppi í stafni og stýra dýrum knerri en allt annað að standa uppi í hárinu á Gaulverjum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.