Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 10.08.2006, Qupperneq 74
 10. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR54 FÓTBOLTI Ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að enska liðið Manchester United ætluðu sér að gera risatil- boð í brasilíska sóknarmanninn Adriano sem arftaka Ruud van Nistelrooy sem seldur var til Real Madrid fyrir ekki alls löngu. Adriano er 24 ára og spilar með Ítalíumeisturum Inter. Forráða- menn Manchester United eru vænt- anlegir til Milan, samkvæmt fjöl- miðlum á Ítalíu. Talið er að Inter vilji halda í Adriano en leikmaðurinn hefur þó ekki sýnt sínar bestu hliðar undan- farið ár. Hernan Crespo gekk til liðs við félagið fyrr í vikunni og þá er Inter víst að reyna að fá Zlatan Ibrahimovic frá Juventus. Ef það tekst aukast líkurnar á því að félagið sé reiðubúið að selja Adriano. - egm Manchester United: Með risatilboð í Adriano? ADRIANO Náði sér ekki á strik síðasta tímabil. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Glenn Roeder, knatt- spyrnustjóri Newcastle, er enn að velta því fyrir sér hvort hann eigi að leggja fram tíu milljónir punda í sóknarmanninn Dirk Kuyt. Roeder fylgdist með þessum 25 ára leikmanni þegar hann lék með Feyenoord um síðustu helgi og lét hafa eftir sér við enska fjölmiðla að hann hefði verið hrifinn af frammistöðu hans. „Við erum að skoða sóknar- menn um þessar mundir og hann er einn af þeim sem til greina koma. Við ætlum þó að skoða hann aðeins betur,“ sagði Roeder en hár verðmiði gerir það að verkum að hann vill ekki ana út í neitt. Talið er að Obafemi Martins hjá Inter sé einnig undir smásjá hans. - egm Roeder skoðar markaðinn: Dirk Kuyt enn í myndinni TIL NEWCASTLE? Dirk Kuyt er undir smásjá Glenn Roeder. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Varnarmaðurinn John Pantsil, landsliðsmaður Gana, varð formlega leikmaður enska liðsins West Ham í gær þegar hann fékk atvinnuleyfi hjá félag- inu. Þessi 25 ára leikmaður var til reynslu hjá Hömrunum og heillaði knattspyrnustjórann Alan Pardew. Pantsil kemur frá Hapoel Tel Aviv og er honum ætlað að fylla skarðið sem Tomas Repka skildi eftir sig í hægri bakverðinum. Hann sagði á heimasíðu West Ham að það hefði lengi verið draumur sinn að spila á Englandi. - egm Ganamaðurinn John Pantsil: Kominn í raðir West Ham PANTSIL Nýjasti liðsmaður West Ham er hér í leik. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI „Það er frábært fyrir liðið að hafa fengið þessa tvo leik- menn, ég er sannfærður um að þeir munu báðir styrkja okkur töluvert,“ sagði Iain Dowie, knatt- spyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Charlton, eftir að tveir nýjustu leikmenn félagsins voru kynntir til leiks. Það eru miðjumaðurinn Amady Faye sem kemur frá New- castle og varnarmaðurinn Djimi Traore sem kemur frá Liverpool. Graeme Souness keypti Faye til Newcastle fyrir einu og hálfu ári, en þessi 29 ára leikmaður var ekki í áætlunum Glenn Roeder sem nú stýrir liðinu. Traore er 26 ára og er landsliðsmaður frá Malí en hann átti ekki fast sæti hjá Liverpool. - egm Iain Dowie hæstánægður: Báðir munu styrkja liðið TRAORE TIL CHARLTON Hér má sjá Djimi Traore í leik gegn Charlton á síðasta tíma- bili. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska úrvalsdeildarliðsins Gummers- bach, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Var þetta tilkynnt á heimasíðu liðsins í gær. Auk Guðjóns Vals leika tveir Íslendingar með liðinu, þeir Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson sem í sumar gekk til liðs við félagið frá Íslandsmeist- araliði Fram. Guðjón Valur er samningsbundinn Gummersbach til loka tímabilsins árið 2009. - esá Gummersbach: Guðjón Valur fyrirliði STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI: 1. FH 12 9 2 1 21-7 29 2. KEFLAVÍK 13 5 4 4 24-14 19 3. VALUR 12 5 4 3 20-13 19 4. FYLKIR 12 5 2 5 15-15 17 5. BREIÐABLIK 12 5 2 5 19-23 17 6. KR 13 5 2 6 14-25 17 7. VÍKINGUR 12 4 3 5 14-11 15 8. GRINDAVÍK 12 3 5 4 16-15 14 9. ÍA 12 4 0 8 15-21 12 10. ÍBV 12 3 2 7 11-25 11 MARKAHÆSTIR: MAREL BALDVINSSON, BREIÐABLIKI 9 JÓHANN ÞÓRHALLSSON, GRINDAVÍK 8 STEFÁN ÖRN ARNARSON, KEFLAVÍK 6 GUÐMUNDUR STEINARSSON, KEFLAVÍK 6 BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA, KR 6 GARÐAR GUNNLAUGSSON, VAL 5 TRYGGVI GUÐMUNDSSON, FH 5 SÆVAR ÞÓR GÍSLASON, FYLKI 5 CHRISTIAN CHRISTIANSEN, FYLKI 5 VIKTOR BJARKI ARNARSSON, VÍKINGI 5 KR-völlur, áhorf.: 1283 KR Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–11 (3–8) Varin skot Kristján 6 – Ómar 1 Horn 6–7 Aukaspyrnur fengnar 11–13 Rangstöður 5–1 KEFLAV. 4–3–3 Ómar 4 Guðjón Árni 5 Gustavsson 6 Hallgrímur 6 Milicevic 5 Jónas Guðni 7 Samuelsen 6 Hólmar Örn 8 Stefán Örn 4 (51. Þórarinn 7) Magnús Sverrir 6 Guðmundur 7 *Maður leiksins KR. 4–4–2 Kristján 6 Sigþór Júl. 7 Pauletic 4 Gunnlaugur 5 Vigfús Arnar 6 Skúli Jón 6 (84. Gunnar K. -) Cizmek 5 Kristinn 6 Sigmundur 8* Grétar Ólafur 7 Björgólfur 8 0-1 Guðmundur Steinarsson (11.) 1-1 Grétar Hjartarson (27.) 2-1 Björgólfur Takefusa (65.) 2-2 Þórarinn Kristjánsson (79.) 2-2 Garðar Örn Hinriksson (5) FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson lék í gær sinn annan deildarleik með sænska 1. deildarliðinu Norrköping og tókst honum að skora eina mark liðsins og tryggja sínum mönnum þannig annað stigið í leik gegn Jönköpings Södra. Það var svo félagi hans og annar Skagamaður, Stefán Þórð- arson, sem lagði upp markið fyrir Garðar. Norrköping er í fjórða sæti sænsku 1. deildarinnar. Garðar gekk til liðs við Norr- köping í síðasta mánuði frá Val, en hann skoraði í sumar fimm mörk fyrir liðið í Landsbanka- deildinni auk þess sem hann skoraði tvö mörk í bikarkeppn- inni og eitt gegn danska liðinu Bröndby í Evrópukeppni félags- liða í leik liðanna ytra. Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í gær og var Jóhann B. Guðmundsson í byrjunarliði GAIS sem gerði 2-2 jafntefli við Häcken. Jóhann var tekinn af velli á 66. mínútu en Ari Freyr Skúlason, nýr liðsmaður Häcken, var ekki í leikmanna- hópi liðsins í gær. - esá Íslensk samvinna í jöfnunarmarki Norrköping í gærkvöldi: Stefán lagði upp fyrsta mark Garðars FÓTBOLTI Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vand- ræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Macc- abi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöru- leik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálf- leik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumað- urinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liver- pool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðar- legt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur lið- anna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heima- leikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafn- tefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heima- velli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heima- velli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Aust- urríki á Valencia. - esá CRAIG BELLAMY Skoraði dýrmætt mark fyrir Liverpool í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í gær: Nýju mennirnir björguðu Liverpool FÓTBOLTI Þrettánda umferð Lands- bankadeildarinnar hófst með skemmtilegum leik KR og Kefla- víkur í gær en hann endaði með jafntefli, 2-2. Lykilmenn vantaði í lið Keflavíkur og var Hallgrímur Jónasson því kominn í miðvörðinn. Hjá KR var Sigþór Júlíusson kom- inn í byrjunarliðið en hann stóð sig vel í bakverðinum. Bæði lið hefðu líklega viljað fá öll stigin úr leikn- um en þegar allt kemur til alls geta þetta talist sanngjörn úrslit í kafla- skiptum leik. Fyrsta marktilraunin kom strax á fyrstu mínútu en þá áttu KR-ingar aukaspyrnu sem þeir útfærðu skemmtilega og Björgólfur Take- fusa skaut hárfínt framhjá mark- stönginni. Það voru þó Keflvíking- ar sem byrjuðu leikinn betur og komust yfir á elleftu mínútu en þá átti Jónas Guðni Sævarsson langa sendingu fram, Dalibor Pauletic gleymdi sér í vörninni og Guð- mundur Steinarsson var kominn einn á auðan sjó. Guðmundur gerði allt rétt og skot hans hafnaði í blá- horninu. Næstu mínútur þar á eftir voru eign Keflvíkinga og Jónas Guðni átti hörkuskot skömmu eftir mark- ið en Kristján Finnbogason náði að verja í horn. Kristján var aftur á ferðinni á tuttugustu mínútu en þá varði hann skot Magnúsar Þor- steinssonar í stöng. Gestirnir höfðu yfirhöndina á miðjunni á upphafs- kafla leiksins en þeir Mario Cizmek og Kristinn Jóhannes Magnússon náðu þó betur saman eftir því sem á hálfleikinn leið og KR-ingum óx ásmegin. Skúli Jón Friðgeirsson sýndi í nokkur skipti skemmtileg tilþrif hjá KR í fyrri hálfleiknum og hann skaut yfir úr mjög góðu færi á 25. mínútu en fram að þeim tíma höfðu KR-ingar verið heldur líflausir. Grétar Hjartarson átti sendinguna á Skúla en tveimur mínútum síðar snerist dæmið við og Grétar náði að skora með skalla eftir undirbún- ing Skúla. Markið var langt frá því að vera fallegt en telur eins og hin en Grétar hefur farið illa með hin ótrúlegustu færi í síðustu leikjum og gat því farið að anda léttar eftir að hafa séð þennan bolta í netinu. Þegar um tíu mínútur voru liðn- ar af seinni hálfleik féll Magnús Þorsteinsson innan teigs og fannst sterk lykt af vítaspyrnu en dómar- inn Garðar Örn Hinriksson virtist handviss og var ekki lengi að gefa Magnúsi gult spjald fyrir leikara- skap. KR komst svo yfir á 65. mín- útu og ekki var það af verri gerð- inni. Sigmundur Kristjánsson átti frábæra fyrirgjöf og Björgólfur var ákveðinn innan teigs og skall- aði í markið. Guðmundur Steinarsson átti hörkuskot rétt framhjá og hinum megin var Kristinn nálægt því að skora en skallaði naumlega fram- hjá. Það var svo bjargvætturinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson sem jafnaði í 2-2 beint úr aukaspyrnu og bjargaði stigi fyrir gestina en bolt- inn sveif yfir varnarvegginn og í nærhornið. Guðmundur Steinars- son var nálægt því að tryggja gest- unum öll stigin en Kristján varði skot hans úr aukaspyrnu glæsilega og úrslitin því 2-2. „Það er allt í lagi að fá stig á KR- vellinum en mér fannst þó að við áttum að klára þetta. Maggi vildi fá vítaspyrnu, var kominn framhjá manninum þegar hann er rifinn niður og fær gult spjald. Það er náttúrlega fáránlegt,“ sagði Þórar- inn Brynjar Kristjánsson Keflvík- ingur eftir leik. Hann var þó þokka- lega sáttur við stigið og sagðist ekki muna eftir því hvernig væri að tapa leik enda hefur Keflavík ekki tapað síðan í sjöundu umferð. „Við byrj- uðum mun betur í þessum leik, erum með fljóta leikmenn og fáir geta stöðvað okkur þegar við látum boltann ganga. Við eigum ekki að vera að þruma boltanum fram, það hentar okkur ekki.“ elvargeir@frettabladid.is GUÐMUNDUR STEINARSSON Í strangri gæslu KR-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jöfn skipti í Frostaskjólinu KR og Keflavík gerðu í gær 2-2 jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar Landsbanka- deildarkarla. Keflvíkingar voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir leik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.