Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 10.08.2006, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ���������� ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 33 62 07 /2 00 6 Viðskiptavinir í Og1 greiða ekkert fyrir takmarkalausa notkun milli allra heimasíma innanlands. Heimili sem eru með allt hjá Og Vodafone, GSM, Heimasíma og Internet geta skráð sig í Og1. Auðvelt að skipta. Það er ekkert mál að skipta um símafyrirtæki eða almennt að skrá sig í Og1. Hringdu núna í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is og skráðu þig og þína. Mánaðargjald heimasíma er 1.390 kr. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðnum og fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. Ómanngleggni Ég á það til að þekkja ekki í sjón fólk sem ég þekki. Ég er ákaf- lega ómannglöggur. Stundum heilsa ég ekki fólki sem þekkir mig. Ég hef lent í ótal óþægilegum atvikum út af þessari fötlun minni. Ég hef átt langar samræður við fólk sem ég vissi ekkert hvert var, sagt því fréttir af mér og beðið að heilsa. Fólk hefur jafnvel haldið að ég sé svona merkilegur með mig. Ég er það ekki. ÉG HEF alltaf verið svona. En eftir að ég varð frægur versnaði þetta til muna. Það er nefnilega þannig að það er ákveðin hefð fyrir því á Íslandi að frægt fólk heilsar frægu fólki, ekki vegna þess að það þekkist, heldur vegna þess að báðir eru frægir. Ómar Ragnarsson var til dæmis fyrsti frægi maðurinn til að heilsa mér á götu. Hann hafði séð mig í sjón- varpinu. Svo eru líka dæmi til þess að fólk, sem ég þekki ekki, heilsi mér af því að ég er ég. Það vinkar mér úr bílum eða hrópar eitthvað á eftir mér. ÉG ÞEKKI ekki frægt fólk þannig að oft hefur frægt fólk heilsað mér í þeirri trú að ég vissi hver það væri, sem ég hef oft ekki gert. Ég fylgist ekki vel með. Þannig hef ég stundum sært marga fræga Íslendinga. Fólk hefur jafnvel haldið að ég þættist vera frægari en það og yfir það hafinn. En það er ekki bara fræga fólkið sem gerir þessi mistök. Það eru nefni- lega margir eins og ég. Einu sinni heilsaði mér maður í Kringlunni. Ég heilsaði honum og svo stóðum við saman í smá stund þar til við áttuðum okkur á því að við þekkt- ums ekki neitt. Hann hélt að hann þekkti mig en hafði bara séð mig í sjónvarpinu. Ég vissi ekkert hver hann var en vildi bara ekki særa hann. ÞETTA HEFUR versnað mikið eftir því sem ég kynnist fleira fólki. Flestir ættingjar mínir eru löngu orðnir vanir þessu. Og flest- ir gamlir kunningjar virðast átta sig á því að þetta eru ekki merki- legheit heldur takmörkun mín. ÉG BIÐ alla afsökunar sem ég hef sært eða móðgað á þennan hátt. Þetta eru mín mistök. Nú er ég búinn að hitta svo mikið af fólki að ég er byrjaður að biðja fólk um að segja deili á sér ef ég þekki það ekki. Ég hef ekki gert það hingað til vegna þess að ég hef skammast mín svo mikið fyrir þetta og ekki viljað særa fólk. En það gengur ekki lengur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.