Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.03.1978, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 5. marz 1978 A Eyrarbakka áriö 1907 Gamall bær i Grimsev (1934) Um Grimsey sagði Einar Þveræingur aö þar mætti fæða her manns ef engin föng er þar fást væru flutt þaðan. Enn er mörg matarholan i og við Grimsey þegar sæmilega árar og hafis leggst ekki að landi. Hér er mynd af gömlum bæ i eynni: enskur náttúrufræöingur tók myndina sumarið 1934. Þarna risa rekaviðarbolir við vegg en siginn fiskur eða harð- fiskur hangir á rám uppi á þaki. Gaman væri að vita hvaða bær þetta er og fá myndir af fleiri gömlum bæjum i' Grimsey. Nú búa Grimseyingar í vönduðum nýti'zku húsum. Litum næst á mynd af Eyrar- bakka tekna árið 1907. Kunnugir kannast eflaust við margt þarna og geta borið saman við nú- tiðina. Þarna er búið upp á marga hestaibændur hafa verið i verzlunarferð en verzlunar- svæði Eyrarbakka var geysi- lega stórt fyrr á tið — og helzta verzlun lengi kennd við Lefolii danska kaupmannaætt. Hér er mynd af einni Lefolii- konu Ceciliu Elisabet aö nafni (1890). Hún ber hvitan skraut- kappa með slaufu á höfði og slifsi með gullnælu. Slikur búnaður tiðkaðist þá i Dan- mörku meðal roskinna kvenna. Eigið þið mynd af áþekkum búningi hér heima? Ég læt f ylg j-a mynd af gömlum bóndabæ frá Römey i Danmörku. Veggir eru hlaðnir úr rauðum tigulsteini, þakið stráþak auðsjáanlega gamalt þvi að gras og mosi vaxa á þvi. Fyrir dyrum sést brunnur og stór brunnvinda ómáluð en gluggaumgeröir grænar. Eru það baujur sem sjást t.v.? Rauðu múrsteinarnir minna mig á atvik austur i Gautavik fyrir svo sem 30 árum. Ég var að athuga þar jurtir á gömlum búðarústum (eða nauta-) og varð þá var við gamla múr- steina þó nokkra. Skyldu þeir vera frá tið Hansakaupmanna, Englendinga, Hollendinga eða hvað — og þá frá hvaða tima? Var ekki Gautavík gömul verzlunarhöfn? Myndina af Eyrarbakka og konumyndina sendi frá Dan- mörku kona af Lefoliiætt Agnete Kjær. Er það rennibraut sem sést i forgrunni á myndinni af Eyrarbakka? Kona af Lefoliiætt (1890) ■ . 1 W JBB Gamali bóndabær á Römey á Jótlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.