Tíminn - 05.03.1978, Side 22

Tíminn - 05.03.1978, Side 22
22 Sunnudagur 5. marz 1978 3Ó Ollffí!,* 30 i KRUHI i RKUflíl i I H’fiWL á»*> 93« ISlíMlu íaso -* 'fcggjgr" tf rW-m miKftK 3,0 Hinn margvislegi tilbúningur Hessheimer. Dýrar fjórblokkir ■« 1930 930 afbrigðum i prentun, enda þó að það hafi verið fullyrt hjer, að slik frimerki væru ekki til. En þegar mikið er um afbrigði á frimerkjum að ræða, spillir það sölu og áliti frimerkjanna. Sá sem sýndi þessi frimerki þarna á sýningunni i Berh'n var Lud- wig Hessheimer....” Þetta mun þó ekki vera rétt hjá Gisla, þvi að þann 12. september kom út frimerkja- blokk, sem innifól i verði sinu aðgangseyri að sýningunni, svo að álykta verður að slik blokk hafi ekki verið gefin út fyrr en sýningin var opnuð. En nú var bomban sprungin. 1933 á Alþingi sprengdi Héðinn Valdimarsson hana svo radci- lega, að nær þvi öll hneyksli i sambandi við þessa frimerkja- útgáfu komu i ljós. Þegar magn af hinum háu verðgildum frimerkjanna, þ.e.a.s 5 og 10 króna merkjum, kom i ljós i Vin 1933 var loks fyrirskipuð opinber lögreglu- rannsókn. Litið gagn varö af þessari rannsókn. nema hvað i ■ samstæðunni i. ótökkuð merki voru ekki til nema fölsuð. Engin örkhafði sloppið i gegnum skoð- un þannig, en þær hins vegar verið afhentar Hessheimer, ásamt litarpróförkum, ramma og miðjupróförkum o.s.frv. Lögreglurétturinn gat þvi að- eins slegið þvi föstu, að þarna hafi verið um stórfelldar blekk- ingar að ræða, bæði gagnvart fógetaembætti Vinarborgar og islenzku rikisstjórninni. Hvað skeði svo hér á heima- vigstöðvunum? Hinn 29. mai, á 86. fundi neðri deildar46. löggjafarþings mælir Héðinn Valdimarsson svo utan dagskrár.: ,,Ég vil nota þetta tækifæri til þess gera fyrirspurn til rikis- stjórnarinnar út af sögusögnum sem ganga um bæinn um sölu þeirrafrimerkja sem gefinvoru út i tilefni af alþingishátið- inni..” Spyr siðan hv. þjngmaður um samninginn um prentun merkj- anna, hvort sviksemi hafði átt Alþingishátíðarmerkin 1930 Flugmerki i teikningu Tryggva Magnússonar(komu út i júni 1970. Arið 1930 var stórt ár i sögu okkar. Það var 1000 ára afmæli Alþingis islendinga og nú skyldi efnt til veglegrar hátiðar, jafn- vel enn veglegri en 1874, er minnzt var 1000 ára afmælis Is- landsbyggðar. Einn var sá liður i hátiðahöldunum, að gefa út fri- merkjasamstæðu er minntist timamótanna á veglegan hátt. A árinu 1929 barst svo is- lenzku rikisstjórninni óvænt boð frá „Gesellschaft der Island- freunden in Wien” um að þeir skyldu sjá um þessa útgáfu og gefa landinu hana, aðeins þyrfti aö ganga frá samningi nánari atriða i Utgáfunni. íslenzkublöðin segja frá þess- ari merku gjöf i desember 1929, en um það leyti kom hingað öll stjórn islandsvinafélagsins og afhenti hana, enda hófst sala merkjanna strax eftir áramót. GertLuthlen frá Vin kom hing- að fyrst frá Vin og gekk frá sér- stökum samningi við Magnús Kjaran, formann þjóðhátiðar- nefndar, en honum hafði verið falið að annast málið af rikis- stjórninni, þar sem póstmála- stjórnin neitaðiað eiga nokkurn þátt að slikri frimerkjaútgáfu. Hljóðaði samningurinn upp á, aö gefin skyldu út frimerki að nafnverði 813,000,00 krónur. Is- landsvinafélagið ábyrgðist sölu merkja fyrir krónur 600,000,00, en mátti þá eiga afgang, eða fri- merki að nafnveröi 213,000,00. islenzkir listamenn skyldu teikna merkin, en þau grafin og prentuð í Vin. Skyldi Ludwig Hessheimer, sem var þekktur listamaður i Vin, sjá um hina tæknilegu hlið útgáfunnar. Sá hann svo rækilega um hana að fangamark hans er að finna á öllum merkjunum, sem orsak- aði að hann var almennt álitinn höfundur þeirra, auk þess sem áritun hans var á neðstu spás- siðu hverrar arkar. Gefið var nú út bréf til prent- smiðjunnar Elbemuhl, i Vin og þar greinilega tiltekið hvað prenta skyldi, hversu mikið, og hvernig fara með. Var heildar- nafnverð útgáfunnar tekið þar fram i islenzkum krónum. Sölu- umboðsmaður merkjanna i Vín var svo ákveðinn Friedrich Mandl, en hann átti að annast söluna erlendis yfirleitt. Þótti nú kyrfilega frá gengið, aö þjóð- hátíðarnefnd fengi 600,000,00 krónur upp i kostnaðinn við þjóðhátiðina. Upplýsinga hafði verið leitað frá aöilum i Vin um menn þá er voru i stjórn islandsvina- félagsins og reyndust þær allar jákvæöar. Kom nú öll stjórn félagsins I heimsókntil íslands i desember 1929 og afhenti landinu þessa veglegu gjöf. Höfðu þeir með- ferðis alla útgáfuna ásamt vott- orðum frá Notarius Publicus, eða borgarf óge taembætti Vinarborgar, um aö merkin væru prentuð undir hans eftir- liti, eins og um hafði verið beðið af islenzku rikisstjórninni. Allar prófarkir höfðuverið eyöilagðar ásamt afbrigðum, þ.e.a.s. brenndar öll þau myndamót eyðilögð, er ekki voru send tU íslands. Póstmálastjórnin tók viö út- gáfunni ásamt þessum vottorð- um og skyldi hún annast sölu og dreifingu merkjanna á venju- legan hátt. Hófst svo sala merkjanna, ber þar öllum heimildum saman, 1. janúar 1930. Var þó aðeins hluti upp- lagsins seldur þá, þar eð eftir- stöðvar skyldu geymdar til sölu á sjálfri hátiðinni, þegar sýnt þótti að annars yrðu merkin löngu uppseld er hátiðahöldin sjálf hæfust. Vorið 1930 fær svo Magnús Kjaran simskeyti frá Vin, þar em hann er beðinn um að koma út strax, þvi að komizt hafi upp um svik i sambandi við útgáf- una. Þetta var Magnúsi algjör- lega ókleift, þar sem undirbún- ingur undir hátiðina stóð þá hvað hæst, en i gegnum ráð- herra og dönsku sendisveitina i Vin var farið fram á aö rann- sókn yrði látin fara fram, en i kyrrþey, — svo að ekki kæmi blettur á útgáfuna opinberlega, sem skaðað gæti sölu merkj- anna. A þessu stigi málsins var of seint að eyðileggja útgáfuna og gefa út nýja, þvi að þegar hafði verið selt það mikið af merkjunum og notað hér heima. Þó tókst að koma hér á markað- inn nýrri samstæöu þann l.júni. Þetta var samstæða flug- merkja, 5 að tölu, teiknuð af Tryggva heitnum Magnússyni, og prentuð hjá Thomas de la Rue. Magnús Kjaran hélt svo til Vinar strax að hátiðahöldunum loknum og fylgdist með rann- sókninni. Segir hann, að við hana hafi aðeins fundizt „litið” af afbrigðum, en nokkur sett er búiðvarað selja, hafi ekki verið hægt að ná i aftur. Þegar kom að Ludwig Hessheimer, neitar hann algerlega að afhenda þau afbrigði og prófarkir, sem i hans vörzlu séu, þar sem Is- landsvinafélagið hafi ekki gert upp við hann ennþá og haldi hann merkjum þessum sem tryggingu. Hins vegar voru merkin öll tekin og sett i inn- siglaðan pakka, er siöar var sendur hingað heim. öll þau merki er náðust i þessari kyrr- iátu rannsókn og siðar voru send tilíslands,þ.e. pakkisá, er innsiglaður var hjá Hessheim- er, vorueyðilögð undir persónu- legri umsjá Magnúsar Kjaran, og gat hann þvi ekki búizt við öðru, en að þar meö væri þessu máli lokið og afskiptum hans af þvi. 1 ágústlok 1930 var svo haldin alþjóðleg frimerkjasýning i Berlin, IPOSTA og þar gaf nú heldur betur að lita. Lýsir GIsli Sigurbjörnsson hlutunum svo i grein er hann skrifar i Morgunblaðið 1933, þann 1. júni. ,,í ágústmánuði 1930 varhald- in ein hin stærsta frímerkjasýn- ing heims i Berlin. Fór ég þang- að. Tók ég þar eftir að islenzku hátiðarfrimerkin voru þar sýnd i allstórum sal. Voru þar mörg merki sem ég haföi ekki séð áð- ur, t.d. 45 aura frimerki. Þar að auki var þar mikið um frimerki meö alls konar prentvillum og ljós kom margs konar sviksemi i sambandi við útgáfuna. Bréfið til Elbemuhl prent- smiðjunnar hafði verið falsað. Frimerki að nafnverði 1,500,000,00 Islenzkar krónur voru prentuð, en ekki 813,000,00. Mismuninnhirtu svo þeir aðilar er merkin gáfu. Við starf sitt sem tæknilegur stjórnandi út- gáfunnar, hafði Hessheimer notað aðstöðu sina til að fá af- hentar prófarkirog hvers konar afbrigði tilmats.sem aldrei var skilað aftur. Verður ekki annað sé af gangi mála, en að hann hafi fengið afhent nær allt það sem kallað er „makulatur”, eða merki er skulu eyðileggjast. Það, sem afhent var 1930 og til náðist þá, hafði aldrei verið nema litið brot, enda öllu hinu þá þegar komið undan, þar sem rannsóknin fór fram i kyrrþey og þeir er að henni stóðu höfðu engin völd til að gera hlutina upptæka. Nú átti þetta allt að vera selt eða gefið, nema það sem væri i „dokumenter” safni um sögu útgáfunnar. 45 aura merkið, sem Gisli Sigurbjörns- son nefnir, hafði raunverulega komið út og var m.a. I öllum gjafabókum, sem alþingismenn rikisstjórn og gestir fengu með sér stað, og hvort það sé satt að islenzkir frimerkjakaupmenn hafi fengið að láni merki fyrir tug þúsunda, en siðan fengið að skila aftur. Magnús Guðmundsson dóms- málaráðherra verður vörum, og eru það vægast sagt loðin svör, en þarna rifust menn um keisarans skegg, þvi að mjög litið af viti, þ.e.a.s. frimerkja- fræðilega séð, kom fram I þess- um umræðum sem þekja nær 4 siður þingtiðinda. Asgeir As- geirsson forsætisráðherra dróst einnig inn i umræðurnar, en hann hafði verið i þjóðhátiðar- nefnd. Virtist málið vera þess- um visu mönnum svo gjörsam- lega gleymt, að engum ber sam- an og litið annað en ranghermi koma fram. Kemur þar fram sem oftar, að þingmenn hafa ékki haft tima til að vera fri- merkjasafnarar. Hins vegar birta Magnús Kjaran, fv. formaður þjóð- hátiðarnefndar, og Gisli Sigur- björnsson greinar um málið i Morgunblaðinu, sem einnig birti frétt frá umræðunum á Alþingi. Rakti Magnús Kjaran gang málsins allitarlega. Ber honum saman við forsætisráðherra, sem segir, að kæra hafi komið frá Vinarborg um að þjóðhátiðar merkinséu seldþar á grunsam- legalágu vérði. Hafi þess þegar verið óskað i gegnum utanrikis- ráðuneytið, að fram færi „kriminel”-rannsókn á máli þessu. Magnús er einnig svo hreinskilinn i grein sinni, aö segja beinlinis, að fyrri rann- sóknir hafi verið látnar fara fram í kyrrþey, til að forðast að setja blett á útgáfuna. Frétt Morgunblaðsins lýkur á eftirfarandi málsgreinum: „Rjett er að geta þess að lokum til þess að fyrirbyggja misskilning, að póstmála- stjórnin hjerhafði engin afskifti af hátiðarfrimerkjunum. Póst- málastjóri neitaði i upphafi að eiga nokkur viðskifti við "islandsvinina” i Vinarborg, en þá voru ráðin af honum tekin og öðrum falið að hafa fram- kvæmdir i þessu máli. Hvaðsem kannað upplýsast i þessu frimerkjamáli suður i Vinarborg, er það vist, að frimerkjaverzlunin islenzka hefir þegar beðiö stórhnekki viö þetta ”brask” ’Tslandsvin- anna” þarsyðra, þvi að það hef- ir vakið tortryggni gegn öllum islenzkum frimerkjum”. Svo mörg eru þau orð. Segja má, að þrátt fyrir öll þessi ósköp hafi þetta orðið ein meö betri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.