Tíminn - 16.04.1978, Page 13

Tíminn - 16.04.1978, Page 13
Sunnudagur 16. aprfl 1978 13 Risapöndurnar i dýragarði Peking-borgar leika sér á morgn- ana, þegar loftíð er svalt og milt. t útigirðingu, sem tengist pöndu- húsinu, veltast pöndudungarnir um og fljúgast á i hlýju sólskin- inu. Klunnalegar en fagrar hreyfingar þeirra, þegar þeir klifra upp mjóan stiga, koma börnunum til að hlæja og vekja aðdáun fullorðinna. Fullorðnu risapöndurnar þrjár og ungarnir þrir i dýragarðinum hafa mikið aðdráttarafl fyrir þær tugþúsundir gesta, sem garðinn sækja daglega. Feldur pöndunnar er silfurlitur, en hárin á eyrum hennar, fótum og herðakambi og umhverfis aug- un eru svört. Hún er holdug eins og bjarndýr, en þó fim eins og kettlingur. Kinverskar risapöndur eru mjög fáar, enda eru þær eitt af sjaldgæfustu stóru dýrum verald- ar. Þær eru ekki frjósamt dýr og hlutfall þeirra unga, sem lifa, er ekki hátt. Það er geysilega erfitt að fá ófrjálsa kvenpöndu til að eignast afkvæmi. Árið 1963 tókst þó i dýragarði Peking-borgar aðfá kvenpöndu tilað gjóta. Tvær af þeim þremurungpöndum, sem nú eru i dýragarðinum, fæddust eftir að mæðurþeirra höfðu verið fangaðar. Þær voru færðar frá mæðrum sinum við fimm mánaða aldur. í dag þrifast þessir tveir ungar vel á þeirri fæðu, sem starfsfólk dýragarðsins færir' þeim. Þeir eru nú annar 12 mán- aða en hinn 2 ára gamall. Kvenpöndur hafa sterka móðurhvöt. Þær taka nýfæddan unga sinn upp með kjaftinum og leggja hann við kvið sér. Unginn tekur að nærast á móðurmjólk- inni tveim stundumeftir fæðingu. Næstu fimm mánuði eða þar um bil er það algeng sjón að sjá móðurina reika um með unga sinn ikjaftinum eða halda honum i fangi sér til að hugga hann, ef hann grætur. Sé unginn siðan skilinn frá móðurinni kveinar hann og skriður með erfiðismun- um um, eins og barnsem leitar að móður sinni. Þótt hann lifi vel af eftir að hafa verið færður frá móður sinni, mundi hann þekkja hana aftur og hlaupa til hennar, ef hann sæi hana. Bæði fornleifafræðingar og dýrafræðingar álita, að á Pleis- tocene-skeiðinu fyrir 500.000 til 600.000 árum hafirisapandan ver- ið til á miklu stærra svæði en i dag, og þá á svæðum, sem ná yfir allan suðurhluta Kina. Siðar — þegar menning mannsins breiddi úr sér — voru gifurleg landflæmi bambusskóga felld og rudd. Við það minnkaðimjög næringarforði risapöndunnar. Þetta leiddi til þess að heimkynni hennar og fjöldi dróst verulega saman. Risapandan var mikið átvagl. Auk þess höfðu fremstu tennurn- ar i bæði efra og neðra gómi úr- kynjast, svo að hún hafði misst hæfni grimmra kjötæta til að rifa kjötið í lengjur. Liffæri hennar til að ráðast á og góma bráð sína höfðu einnig úrkynjast. Af þess- um sökum gat dýrið ekki lagað sig að breyttu umhverfi. Af- leiðingin varð sú, að nú á timum lifir pandan aðeins á mjög af- mörkuðum skógivöxnum svæðum i fylkjunum Szetsjúan, Kansú og Sénsi i Kina. Vanglang-svæði i Pingvú-sýslu i Szetsjúan-fylki, sem er eðúleg heimkynni risapöndunnar, hefur verið gert að verndarsvæði, sem fyrst ogfremst er ætlað að vernda þetta sjaldgæfa dýr. Risapanda sú i dýragarði Peking-borgar, sem nefnd er Vei Vei, var veidd þar, þegar hún var aðeins þriggja til f jögurra mánaða gömul. Svæði þetta er við austurjaðar Tsing- hæ-Tibet-hásléttunnar i 2.400 til 4.980 m hæð yfir sjávarmáli. Þar eru gnæfandi fjöll, þröng gil og striðar ár. Hitastigið er lágt, en helzt alljafnt allt árið um kring. Rakastígiðer hátt,endaer vöxtur bambussins blómlegur á þessum slóðum. Bambusskógarnir eru aðalheimkynni risapöndunnar. Þar finnur hún rikulega fæðu og ágæta felustaði. Risapöndur hafast við uppi við hálendið i skógum, þar sem vaxa bæði barrtré og lauftré. Oft finn- Risapanda i friðlandi i Wanglang i Kina. RISAPANDAN — vel verndað, sjaldgæft dýr 1 Kína eftir Húa Tsin ast leifar bambusgreina og taðs, sem pandan hefur skilið eftir sig i frumskógum eða fjallahellum. Oft drekkur hún úr ám. Nokkrir könnuðir sáu eitt sinn risapöndu sem mókti undir tré og bærði ekki á sér fyrr en hún vaknaði við könnuðina sem nálguðust. Hafi risapandan veður af hættu, þýtur hún burt og leitar skjóls, klifrar upp i hátt tré eða syndir jafnvel yfir straumharðar ár með mikl- um hraða og lipurð. Risapandan nærist aðallega á bambuslaufum og greinum auk bambussprota og barkar kin- versku furunnar. Hún neytir hvorki meira né minna en 20 kg nýrra bambuslaufa eða greina á sólarhring. Stundum étur hún smærri dýr. Til eru sögusagnir um það að risapöndur fari i næturránsferðir inn i bækistöðvar skógarhöggsmanna til að stela sér kjöti. . t dýragarði Peking-borgar fá risapöndurnar tvær máltiðir á dag af heilnæmri fæðu, sem samanstendur af mjólk, hrisgrjónum, hreinsuðum sykri, borðsalti, beinum og mais, sáldraðri baunaköku og eplum auk hæfilegs magns af nýju bambuslaufi og vatni. Pöndu- ungarnir hafa þyngzt að meðal- tah um tvö tíl þrjú kg á mánuði. Fullorðin panda vegur 100 til 130 kg. Risapandan er næm bæði fyrir miklum kulda og miklum hita. Henni litur best við 10 til 25 gráð- ur C. Á verndarsvæðunum úti i sjálfri náttúrunni skiptir risa- pandan um dvalarstöðvar eftir árstiðum. A sumrin og haustin hefst hún við á stöðum sem eru meira en 3.000 metra yfir sjávar- máli, en á veturna og vorin flytur hún sig i skjólgóð gil, sem liggja lægra, og þar sem minna er af snjó. Risapandan á sér ekkert fast bæli. Þegar kvendýrið er komið að goti, leitar hún að skógardæld eða helli, þar sem hún getur setzt að, gotið ungum sinum og annazt þá. Nýfæddur ungi er engu stærri enfullorðinhvit mús og vegur að- eins um 100 g. Hárið á skinni hans er gisið, hvitt á litinn og unginn getur ekki skriðið um fyrr en hann er orðinn þriggja mánaða gamall. Hann getur komizt af á eigin spýtur sex manaða gamall, og fjölgað sér að 6 til 7 árum liðn- um. Pandan sér fremur illa, en heyrn hennar og lyktarskyn er með ágætum. Hún situr upprétt og heldur jafnvægi á afturfótun- 'um, þegar hún hámar af góðri lyst af frjósömum bambusnum. Pandan er þekkt undir nafninu ,,lifandi steingervingur”. Sem fulltrúi fornra dýra hefur hún ákaflega mikið visindalegt gildi fyrir dýrafræðilegar rannsóknir. Steingervingar dýra frá Neolit- hic-skeiðinu, sem fundizt hafa i Læpi'ng-sýslu á sjálfstjórnar- svæðinu Kvangsi Tsjúang, sýna að stærð hinnar þáverandi risa- pöndu var svipað stærð hins núlif- andi afkomanda hennar. Risapöndunni, sem aðeins er til i Kina, hafði nærri verið útrýmt fyrir stofnun Alþýðulýðveldisins. Það var vegna vanrækslu hinna fyrrverandi afturhaldsstjórna. I stað þess að vernda þetta dýr- mæta dýr leyfðu þær ótak- markaðar veiðará þvi. Á árunum eftir frelsunina vandaði alþýðu- stjórnin vel til verka við verndun villtra dýrategunda og tók upp ýmis ráð þeim til verndar. Risa- pandan hefur verið sett hátt á listann yfir þau veiðidýr, sem ekki má veiða nema takmarkað af. Skóglendi þau, sem risapönd- ur hafast við á, eru afmörkuð sem náttúruverndarsvæði. Enga pöndu má veiða nema með heimild frá rikisstjórninni. Til að verndá viðkomu pöndunnar kunngerir rikisstjórnin viðs veg- ar mikilvægi þess að vernda sjaldgæf dýr og styðja stjórnar- stefnu rikisins varðandi þessa verndun. Þetta gerir hún meðal annarsmeðþviað senda sérstaka hópa tíl að sýna skuggamyndir um lif þeirra i þeim kommúnum sem næstar eru verndarsvæðun- um. Finni meðlimur staðar- kommúnu pönduunga af tilviljun, sendir hann ungana tíl viðkom- andi stofnunar, sem annast vel um hann. Eftir tilkomu náttúru- verndarsvæðanna njóta risa- pöndur nú hinna beztu skilyrða til að fjölga sér og viðhalda stofnin- um. Sííí ■ S : Gjörbylting í nýtingu TELEXTÆKJA Nú geta fyrirtæki og stofnanir sameinast um nýtingu telextækja á ódýran og hentugan hátt. Telecoder, nýja strimiltækið frá Skrifstofuvélum h.f., tengist beint við hvaða IBM kúlurafritvél sem er. Telecoder strimiltækið er algjörlega óháð telextækinu. Telecoder tryggir þér villulaust handrit af telex- skeytum þínum, — og fullfrágenginn telexstrimil, sem er tilbúinn til útsendingar þegar í stað. Telecoder er tilvalinn fyrir deildir stærri fyrir- tækja, — og þá ekki síður fyrir einstök fyrirtæki, sem geta þannig sþarað stórfé með því að sam- einast um leigugjald á einu telextæki. RITVEL TELECODER TELEX v.KUC^ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. 7* • • v •" vS? Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.