Tíminn - 16.04.1978, Qupperneq 14

Tíminn - 16.04.1978, Qupperneq 14
14 Sunnudagur 16. aprll 1978 Tíminn heimsækir Breiðdalsvík Atvinna meiri en heimamanna Oft hef ur maður fengið þær fréttir af Breiðdals- vík, að þar sé mikið um atvinnuleysi og þar sé engin uppbygging. En allt annað blasti við blaða- manni Tímans, þegar hann leit þar við á dögun- um. Þá var nýtt frystihús fyrir nokkru tekið til starfa og mikill hugur í mönnum að kaupa fleiri veiðiskipt til þess að tryggja atvinnuna. Þar er sláturhús í byggingu og mörg íbúðarhús, sé miðað við stærð staðarins. Og atvinnan var svo mikil að þangað höfðu fimm út- lendingar verið ráðnir í vinnu. Nú ræða menn um að koma einhvers konar iðnaði á fót til að skjóta fleiri stoðum undir at- vinriulíf ið. MÓ. Frá Brei&dalsvlk Bjartari tímar á Breiðdalsvík — en lengi hafa verið, segir Sigmar Pétursson oddviti kr. i fyrra og 80 millj. kr. árið Sigmar Pétursson Hér er nú bjartara framund- an, en lengi hefur verið, sagöi Sigmar Pétursson oddviti i Breiðdalshreppi i viðtali viö Timann nýlega. Frystihúsiö tók til starfa i febrúar og hingaö kom loðna litlu siðar og loðnu- bræðslan fór i gang. Hins vegar er þvi ekki að leyna aö nokkrar blikur eru á lofti varöandi hrá- efnisöflun.Togarinn var af okk- ur tekinn, og þótt um hafi veriö talaö, að við fengjum afla frá Fáskrúðsfirði, hefur svo ekki orðið, enda afli togaranna frem- ur litill enn sem komið er. Frambúðarlausn okkar er að fá hingað togskip, og trúi ég ekki ööru en stjórnvöld aðstoði okkur i þvi máli. Mikið hefur verið unniö aö hafnargerð hér hin siðari ár. Til að reka endahnút á það verk þarf að reka 60 m langt stálþil niður með nýjum hafnargarði, og er þá komin ágætis aðstaða fyrir báta og togskip. Verulegu fjármagni hefur verið varið til hafnarframkvæmdanna frá 1971, t.d. varunnið fyrir 20 millj. 1976. Nú þegar hafnarframkvæmd- ir eru komnar vel á veg og frystihúsið komið i notkun, von- umstviðtilað hjólin fari að snú- ast á réttan veg og atvinnuleysi heyri til liðinni tiö. Hugmynd okkar er að sameina undir einn hatt alla útgerð héðan og fisk- verkun og gera úr þessu sterkt fyrirtæki. Undanfarin ár hefur verið mikið um ibúðarhúsabyggingar hér á Breiðdalsvik. A sildarár- unum voru örfá hús hér i þorp- inu, en þau ár var hér mikið um byggingarframkvæmdir. Sið- ustu árin hafa menn á ný hafizt handa um byggingarfram- kvæmdir. 1 þorpinu eru nú um 50 þús. Arið 1973 var byrjað hér á varanlegri gatnagerð og höfum við unnið litillega aö þvi máli á hverju ári til þess að gera um- hverfið skemmtilegra. Aðal- áherzluna leggjum viö þó á aö koma hafnarmannvirkjunum i sem beztlag, enda er þaö undir- staða þess að hér eflist og blómgist bvpo* Þá erhugmyndin að byrja hér á skólabyggingu i vor, en nú fer öli kennsla fram i Staðarborg, sem er inni i sveitinni, skammt fyrir innan þorpið. Þangað er börnum ekið daglega. Ibúar i Breiðdalshreppi eru alls um 380. Þar af búa 220 i þorpinu en hinir i sveitinni. Byggð i sveitinni helzt nokkurn veginn, og litið er um að jarðir fari i eyðir. 1 fyrra var byrjað á byggingu sláturhússá Breiðdalsvik. Þar á að vera unnt að slátra 600 kind- um á dag. Vonazt er til að húsið komist i notkun fyrir haustið. Hugmyndin er siðan að nýta það fyrir iðnað úr landbúnaðarvör- um aðra tima árs en á haustin. Þannig mætti auka fjölbreytni i atvinnulifinu i Breiödal og gera það tryggara. Mó. Mörg nýleg hús eru á Breiödalsvlk Riðuveiki og garnaeitrun — alvarlegustu sjúkdómarnir hér, segir Hákon Hansson dýralæknir á Breiðdalsvík Alvarlegustu sjúkdómarnir hér eru riðuveiki og garnaeitrun ogeru þeir báðir að breiðast hér út, sagði Hákon Hansson dýra- læknir á Breiðdalsvik i samtali við Timann. Riðan fannst hér fyrst i fyrra, og er nú vitað með vissu um hana á þremur bæjum á svæðinu. Riðan er ólæknandi sjúkdómur. Gárna- eitrunin stingur sér niður viöa og gerir oft mikinn.skaða. Bólu- efni er tii gegn þessari veiki, en bólusetning kemur ekki alltaf aö gagni. Hákon er fyrsti dýralæknirinn i Austurlandsumdæmi syöra. Þaö umdæmi var stofnað i fyrra og nær f rá Lónsheiði að Reyðar- firði. Tvö hundruð km eru á milli endimarka svæðisins, þannig að oft þarf Hákon að taka á sig löng ferðalög. T.d. ekur hánn a.m.k. 260 km dag- lega i sláturtiðinni á haustin. A svæðinu eru um 90 bændur ogbúa þeir aðallega við fé. Þrjú sláturhús eru á svæðinu og var þar slátrað 32 þúsund fjár á siöastliðnu hausti. í umdæminu eru um 250 kýr. Hákon er Reykvikingur, en stundaði nám og störf i Þýzka- landi áöur en hann kom tii Breiðdalsvikur. Kvaö hann mikil umskipti að koma i jafn mikið fámenni og væri þar eystara, en sér likaöi afar vel og fólkið hefði tekið sér mjög vel. — Það kom mér jafnvel mest á óvart, sagði Hákon, hve fólk er hér ánægt og lifir heilbrigðu lifi. Það notar sér það sem upp á er boðið, t.d. sótti mikið fjölmenni dansnámskeið, sem hér var haldið. Ég sótti þetta námskeið og hefði af þvi mikið gaman. Hins vegar býst ég ekki við að ég hefði farið á slikt námskeið, ef ég hefði verið i Reykjavik. MÓ Hákon Hansson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.