Tíminn - 16.04.1978, Qupperneq 28

Tíminn - 16.04.1978, Qupperneq 28
28 Sunnudagur 16. aprfl 1978 Sjötugur: Indriði Indriðason rithöfundur i. Indriöi Indriöason frá Ytra-Fjalli i Aðaldal hefur viða komið við í félagsmálum á liðinni ævi og hvarvetna þótt ágætlega liötækur maður. Hér verður þó ekki um annað rætt en störf hans að bindindismálum. Þegar stúkan Andvari var stofnuð i Reykjavik árið 1948 var Indriði meðal stofnendanna, en hafði áður starfað allmörg ár i stúkunni Verðandi, elztu stúku á Suðurlandi. Hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum i stúku sinni á þessum 30 árum og jafn- framt verið þingtemplar i Reykjavik um skeið. Fyrir heildarsamtök templara hefur hann unnið trúnaðarstörf bæöi hér á landi og erlendis. Hann var kanzlari i Stórstúku tslands 1964-74, en stórkanzlari er vara- maður stórtemplars. Aður haföi hann skipað önnur embætti i framkvæmdanefnd Stórstúkunn- ar i þrjú ár. Siðastliðin tvöár hef- ur hann verið stórtemplar. ÖU þessi störf hefur Indriði rækt af árvekni og samvizkusemi, enda er þaö i samræmi viö alla gerð mannsins. Hannhefur oft skrifaö um bindindismál i blöð og þegar Reglan á tslandi var 75 ára, 1959, tók hann saman sögu hennar. Þaö erekkistórt rit en skipulega sam- ið og geymir furðumikinn fróð- leik. Þar er einnig i fáum orðum en skilmerkilegum gerð grein fyrir tilgangi Reglunnar og hvers vegna starfsemi hennar hefur verið og er eins mikilvæg og hún er. Þar kemst hann meöal annars svo að orði: „Afengisvandamálin verða ekki leyst fyrr en einstaklingar þjóðfélagsins finna og viðurkenna samábyrgð sina. Þjóðarviljinn einn, studdur vitsmunum og sam- ábyrgð þjóðhagslegra stað- reynda, hlýtur að marka þá stefnu, er ráöa skal I framtiðinni. Sú steftia gæti haftaö einkunnar- orðum: Allsgáðir menn i sam- ábyrgu og sjálfstæðu þjóðfélagi.” Þetta verður varla betur orðað. Og sannleikurinn i þessu veröur tæplega hrakinn með rökum. En miklu skiptir það fyrir islenzka þjóö að sem flestir átti sig á þess- um sannleika. Indriði er að mörgu vel fallinn til að vera forustumaöur I menn- ingarsamtökum eins og Reglan er. Hann er fróður i sögu henn- ar og skilur vel tilgang hennar og eðli. Hann er gætinn i ákvörðun- um og traustur i málflutningi. Ræður hans eru skipulegar og venjulega grafið að kjarna i hverju máli. Hann er vel að sér i fundarsköpum og þekkir lög, siði og skipulag Reglunnar út i æsar. Og trúnaður hans við málstaðinn er heill og óskiptur. Gott væri Reglunni að eiga sem flesta menn er vildu feta þar i fót- spor Indriða Indriðasonar, þótt ekki gætu nema fáir þeirra korm izt eins langt og hann hefur náð. II. Hér skal með fám orðum minnzt á þau ritstörf Indriða Ind- riðasonar sem sumir munu telja aö ekki þurfi mikla rithöfundar- hæfileika til að inna af hendi, en það eru ættfræðiiðkanir hans. Er það og rétt að til þeirra starfa þarf annað en til þess að semja snotrar smásögur eða skrifa læsi- lega ævisögu manns, en þetta hvort tveggja hefur Indriöi leyst af hendi eins og kunnugt er. En til þess að geta unnið afrek i ætt- fræöistörfum þarf gætni og var- færni — þvi að margur stafur er myrkur i þeim rúnum — og einnig þarf dómgreind að vera i góöu lagi. Þó má ekki vera skortur á hugkvæmni. Iöni og eljusemi er einnig nauösynleg ef nokkuð á að vinnast. Þá er þörf á að minni sé trútt, raunar helzt lika gott, en um fram allt trútt, þvi að á þessu sviði eins og raunar fleirum er betra að muna ekki og gera sér þess grein heldur en að muna rangt og vita ekki af þvi. Alla þessa kosti hefur Indriöi til að bera i rikum mæli. Allt þetta fyrir Til öryrkja 1.365.000 Station 1.930.000 Til öryrkja 1.510.000 — Hámarkshraði 155 km— Bensíneyðsla um 10 lítr- ar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum — Radial-dekk — Tvöföld framljós með stillingu— Læst bensínlok— Bakkljós— Rautt Ijós í öllum hurðum — Teppalagður — Loftræstikerfi — öryggisgler-2ja hraða miðstöð — 2ja hraða rúðu- þurrkur— Rafmagnsrúðusprauta — Hanzkahólf og hilla — Kveikjari — Litaður baksýnisspegill — Verkfærataska — Gljábrennt lakk — Ljós í farang- ursgeymslu — 2ja hólfa kaborator — Synkronester- aður gírkassi — Hituð afturrúða — Hallanleg sætis- bök — Höfuðpúðar. FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35 Símar 38845 — 38888 'Umboðsmaður okkar á Akureyri er VAGNINN S.F. Furuvöllum 9, sími (96) 1-14-67 * Ekki orkar það tvimælis að enginn maður jafnast á við Ind- riða um þekkingu á þingeysku fólki og þingeyskum ættum. Er með þessu á engan hátt verið að gera lítið úr þekkingu annarra þingeyskra manna á þvi sviði. En hér er þekking Indriða svo afburðamikil að menn geta verið ágætlegaaðsérí þeimefnum þótt þeir standi honum langt að baki. Og það sem meira er: þekking Indriða i ættfræðinni er traust, reist á öruggum heimildum þar sem þvi verður við komið en llkur studdar rökum og þá glögglega sýnt hvort þær séu svo sterkar aö stappi nærri sönnun eða hvort þær séu veikar. Heimtar þetta allt i senn — eins og áður var sagt —: varfærni, hugkvæmni og dóm- greind. Indriði Indriðason tók við góð- um arfi i ættaþekkingu þar sem var safn föður hans, Ind- riða Þorkelssonar á Fjalli. Þann arf hefur hann drjúg- um ávaxtað á mörgum undan- förnum árum. Tvö bindi eru þeg- ar komin út af Ættum Þingeyinga (1969 og 1976) en efni á hann I mörg fleiri. Væri vel að honum entist heilsa til aö ganga frá þeim og koma þeim fyrir almennings- sjónir. Ég hika ekki við að telja Ind- riða Indriðason einhvern allra færasta ættfræðing þeirra manna sem nú eru á lifi. Ólafur Þ. Kristjánsson Indriði Indriöason rithöfundur er sjötugur á morgun. Hann fæddist að Ytra-Fjalli i Aðaldal i Suður-Þingeyjarsýslu 17. april 1908, sonur hjónanna Indriða Þórkelssonar, bónda og skálds á Ytra-Fjalli, og Kristinar Sigur- laugar Friðlaugsdóttur. Indriði Indriðason stundaði nám I ungl- ingaskóla á Breiöumýri veturinn 1923-’24, en veturinn 1927-’28 stundaði hann nám i ensku og enskum bókmenntum við Mark Hopkins Polytechnic Highschool i San Fransisco. Hann dvaldist i Bandarikjunum (San Fransisco) frá 1926-’30 og vann þar við trésmfðar og fleira. Arin 1930-’32 var Indriði bóndi á Grenjaöar- stöðum i Aðaldal, og á Aðalbóli, sem er nýbýli, (1/5 hluti Grenjað- árstaða), frá l932-’35. Sumarið 1934 gerðist Indriði blaðamaður við Nýja dagblaðið og upp frá þvi hefur hann gegnt ýmsum störfum i Reykjavik, en þó langsamlega lengst á Skatt- stofu Reykjavikur, þar sem hann hefur unnið siðan árið 1944, og verið fulltrúi þar siðan 1955. Indriði Indriðason hefur mikið látið félagsmál til sin taka. Hann var um skeið i stjórn Félags ungra framsóknarmanna, og átti sæti i nefnd, sem stóð að stofnun Landssambands ungra fram- sóknarmanna 1939. Þá hefur hann setið i stjórn Félags Vestur-ís- lendinga, i stjórn Félags Þingey- inga I Reykjavik, Félags Islenzkra rithöfunda, i stjórn Rithöfundasambands Islands og stjórn Þjóðræknisfélags tslend- inga. Enn fremur hefur Indriði starfað mikið að bindindismál- um, hann hefur setið I fram- kvæmdanefnd Stórstúku Islands og i stjórn Reglu musterisriddara frá 1949, hann var fulltrúi Islands á aldarafmli Góðtemplararegl- unnar I New York, Chicago og Minneapolis 1951. Þá var hann og fulltrúi Reglu musterisriddara á móti i Stokkhólmi árið 1961. Indriði Indriðason hefur gerzt mikilvirkur rithöfundur. Smásagnasafn hans, örlög, kom út 1930, Dagur er liöinn (ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti), kom út 1946. Enn fremur liggja eftir hann ritin Menningin frá minningunni, Einstaklingurinn og áfengismálin, Góötemplara- reglan á íslandi 75 ára, Sigfús Bjarnason (sérpr.), Afmælisrit Jaöars ásamt öörum, og smá- sögur hafa birzt eftir hann I Ið- unni, Eimráðinni og viðar. Auk þessa alls liggur eftir hann mikið af þýðingum. Siðast en ekki sizt berað telja hið mikla rit Indriða, Ættir Þingeyinga, en af þvi eru nú komin tvö bindi, og hið þriðja er I prentun... Auk frumsaminna og þýddra rita Indriða Indriðasonar hefur hann séð um Utgáfu á eftirtöldum verkum: Jón Arnason áttræöur, 1955, Baugabrot, ljóðmæU Indriða Þórkelssonar, og Milli hafs og heiða, þjóöfræöaþættir eftir sama höfund. Hinn 17. júli 1931 gekk Indriði Indriðasonað eiga Sólveigu Jóns- dóttur Jónatanssonar ritstjóra og alþingismanns á Ásgautsstöðum. — VS Þakkarávarp Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu mig meö gjöfum, heillaóskum og heimsóknum á niutiuára afmæli minu lO.april 1978. Guö blessi ykkur öll. Helgi Gunnlaugsson frá Hafursstööum. Þakkarávarp Innilegar þakkir til skyldra og vandalausra fyrir hlýjar kveðjur og gjafir á 90ára afmæli mlnu þann 8. þ.m. Lifiö heil. Sigurður Guðmundsson frá Kolsstöðum. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Sigurður Jónasson skógarvörður, Laugabrekku, Varmahlið sem lézt þriðjudaginn 11. april,veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 19. aprii, ki. 10.30. Sigrún Jóhannsdóttir, Svanhildur Siguröardóttir, Hilmar Þór Bjarnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Adólf Guðjónsson, Jóhann Sigurösson, Margrét Valdimarsdóttir, Siguröur J. Sigurösson, Asdis Erla Kristjónsdóttir og barnabörn. Kveöjuathöfn vegna andláts Snorra Sigfússonar fyrrum námsstjóra fer fram i Dómkirkjunni föstudaginn 21. þ.m. kl. 10,30. Snorri verður jarösunginn frá Dalvlkurkirkju laugar- daginn 22. þ.m. kl. 13,30. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarnveig Bjarnadóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.