Tíminn - 25.05.1978, Qupperneq 24

Tíminn - 25.05.1978, Qupperneq 24
Sýrð eik er sígild eign £CiÖGN TRÉSMIDJAN MÉIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag IKWÍWtJ. Fimmtucla9ur 25- maí 1978 107. tölublað —62. árgangur. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 2598 manns í kj ör i Hó — Rcykjavlk. —1 bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum, sem fram eiga aö fara á sunnu- daginn, á að kjósa i kaupstööum landsins og hinum svokölluðu kauptúnahreppum. Kaupstað- irnir eru 22 og kauptúnahrepp- arnir 34. Alls á þá að kjósa stjórn i 56 sveitarfélögum. Listar hafa komið fram f 52 sveitarfélögum. A fjórum stöðum kom enginn listi fram og verður kosningin óhlutbundin á þeim stöðum. Geta menn þá valið úr öllum þeim, sem á kjör- skrá eru, jafnmarga menn eða færri og sitja eiga i hreppsnefnd á viðkomandi stað. Þessir staðir eru: Súðavik, Hvammstangi, Hrisey og Stöðvarfjöröur. A 2,2% kjósenda í framboði einum stað eru úrslit þegar kunn. Það er á Eyrarbakka, þar sem aöeins einn listi kom fram. Er hann þvi sjálfkjörinn. 1 hinni nýju hreppsnefnd á Eyrarbakka eiga sæti eftirtaldir menn: Kjartan Guðjónsson, Bjarn- finnur R. Jónsson, Þór Hagalín, Guðrún Thorarensen, Kristján Gislason, Magnús K. Hannesson og Valdimar Sigurjónsson. 1 kaupstöðunum 22 eru alls staðar listar f kjöri. A þessum listum eru samtals 1570 fram- bjóðendur, aðalmenn og vara- menn. 1 kauptúnahreppunum eru 1028 i framboði, aöalmenn og varamenn. Samtals eru þetta 2598 manns. Samkvæmt tölum Hag- stofunnar eru á kjörskrá á þeim stöðum sem kosið veröur á nk. sunnudag samtals 119.998, þar ‘af 106.154 i kaupstöðunum en 13.844 i kauptúnahreppunum. Taka verður tölur um kjörskrá meö varúð þar eð kjörnefnd á hverjum stað gengur endanlega frá kjörskránni. Geta orðið breytingar á henni af ýmsum ástæðum. Dauðsföll, flutningar fólks, vangá og misskiiningur hafa áhrif á kjörskrána. Samkvæmt þessum tölum eru 2,2 af hundraði kjósenda i fram- boði. Þetta hlutfall er þó langum hærra i hinum fámennari byggðarlögum. 1 kauptúna- hreppunum eru frambjóðendur alls 1028. en á kjörskrá þar eru 13.844. Þar er þvi 7,4 af hundraði kjósenda i framboöi. Sennilega eru hvergi fleiri frambjóðendur i hlutfaili við kjósendur en i Höfnum. Þar eru um 100 manns á kjörskrá, en tveir listar i framboði, með samtals 20 frambjóðendum. 20 af hundraði kjósenda eru þvi i framboði. Næstir koma Reyð- firðingar. Þar'eru fimm listar i kjöri. Á þeim eru samtals 70 frambjóðendur. A kjörskrá eru 403 og eru þvi 17,3 af hundraði kjósenda i framboði. Stokkseyringar eru lika •áhugamenn um kosningar. Þar eru fjórir listar og fram- bjóðendur 50. 15 af hundraði kjósenda eru á þessum listum. A Þingeyri eru lfka rúmlega 15 af hundraði kjósenda á fjórum listum. Myndir Svavars Guðnasonar falsaðar í Danmörku Svavar Guðnason. Löng biðröð myndaöist við miðasölu Listahátiðar i gær þegar aðgöngu- miðasala á atriði hátiðarinnar hófst. Timamynd G.E. Listahátíð 1978: Mestur áhugi á Oscar Peterson og Dubliners — miðasala hófst í gær Kás—Fyrir skömmu kom ungur Islendingur, nýkominn frá Dan- mörku, að máli við Svavar Guðnason listmálara, en hann mun þekktastur núlifandi islenzkra málara þarlendis, meö mynd sem hann haföi keypt þar ytra og merkt var Svavari á ramma og bað hann aö signera fyrir sig. I ljós kom við nánari athugun, að myndin var fölsuö, alls ekki gerð af Svavari. Verö myndarinnar var afar hagstætt, meira en helmingi lægra verð en myndir Svavars ganga á I Dan- Danmörku. 1 samtali við Timann sagði Svavar, að umrædd mynd hefði veriðmerkt honum á ramma meö bíokkstöfum. Sagði Svavar, að myndin væri alls ekki eftir hann, hann heföi aldrei framið neitt I þessu verki, enda merkti hann myndir sinar ekki með blokk- stöfum. Þá sagöi Svavar, að þessi Islendingur hefði séö a.m.k. eina aðra mynd eftir hann I þessu sama sölugallerii i Kaupmanna- höfn, aðeins merkta á ramma en ósigneraða. Einnig heföu veriö til sölu listaverk eftir fleiri höfunda, sem eins var háttað, þ.e. ósigneruö og merkt á ramma. Svavar sagðist ætla að láta athuga þetta nánar, og lfklega skýröust málin bráðlega. Um- rædd mynd hefði verið gjörólik hans verkum. Það væri auðvelt að ljúga svona löguðu inn á ungt fólk, sem gini viö þessu, þvl það heföi ekki þá þekkingu sem nauö- synleg væri i þessum efnum. ESE — Salan hefur gengið mjög vel og má segja að hér hafi veriö látlaus straumur fólks I allan dag, sagöi Guðriður Þórhallsdóttir hjá Listahátiðer blaöamaöur Timans hafði samband viö miðasölu Listahátiðar I Gimli I gær. Aberandi mestur áhugi viröist vera fyrir Oscar Peterson og Dubliners og einnig selst mjög vel á hljómleika brezku popphljóm- sveitarinnar Smokie svo og á hljómleika með þeim söngkonum sem veröa á Listahátið. Við seljum hér miöa á 23 atriði listahátiðar svo að segja má að miöaverð sé fjölbreytt að sama skapi. Hæstur er aðgangseyrinn á hljómleika Oscars Petersons og Smokie eða 4500 krónur, en ódýr- ast er á leikrit Jökuls Jakobsson- ar 800 krónur á ódýrasta stað sagði Guðriöur Þórhallsdóttir aö lokum. Lenti undir strætisvagni: Er vart hug- að líf ESE— Mjög alvarlegt umferðar- slys varð I Reykjavik i gærmorg- un um klukkan ellefu fyrir há- degi, þegar rúmlega sextugur maður lenti fyrir strætisvagni á gangbraut á Laugaveginum á móts við Mjólkursamsöluna. Maður þessi sem fæddur er áriö 1917 var á leið norður yfir götuna þegar óhappið átti sér stað og -virðist sem hann hafi ekki tekið eftir strætisvagninum sem var á leið austur Laugaveg og átti skamman spöl ófarinn að biðstöð sem er þarna skammt frá. Maðurinn hlaut mikil höfuð- meiðsli auk annarra áverka og er blaðið hafði samband við gjör- gæzludeild Borgarspitalans I gær þá var hann i mikilli lifshættu. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík heldur fund í Þórscafé, Brautarholti 20 í dag, fimmtudaginn 25. maí kl. 20,30. Fundarefni: Kosningarnar Olafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptaráðherra mætir á fundinum. Áríðandi er að bæði aðal- og varafulltrúar mæti. Stjórnin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.