Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 4
4 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR MENNINGARNÓTT Á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund manns voru í miðborg Reykjavíkur um klukkan 16 í gær. Hljómsveitin Jeff Who? gerir greinilega stormandi lukku þessa dagana hjá fólki á öllum aldri. Flestir þeir sem Fréttablað- ið ræddi við nefndu tónleika sveit- arinnar við Landsbankann sem mest spennandi atriðið í dag- skránni. Hjónin Dóra Pálsdóttir og Jens Tollefsen tóku því rólega í mið- borginni í gær. „Okkur finnst svo gaman að dást að litlu börnunum sem fá að hitta íþróttaálfinn. Því miður erum við ekki með barna- börnin hérna með okkur. Við miss- um auðvitað ekki af Jeff Who? og síðan ætlum við að fara á óperutón- leikana á Miklatúni,“ segja þau. „Okkur finnst þessi dagur alveg frábær og það var ótrúlegt að sjá hvað það var gífurlega mikill fjöldi af fólki sem tók þátt í hlaupunum.“ Þau Hildur, Þórdís, Alda, Nik- olas, Ríkey og Ragnheiður stóðu við Austurvöll og dreifðu auglýs- ingamiðum frá Hjálparstofnun kirkjunnar. „Við erum að kynna fyrir fólki að það getur keypt geit handa fátækum fjölskyldum í Mal- aví. Við erum búin að hlusta á Bogomil Font á Laugaveginum og svo ætlum við á Jeff Who?,“ segja þau öll í kór. „Svo ætlum við að sjá Hairdoctor, Baggalút, Benna Hemm Hemm og svo auðvitað flugeldasýninguna í kvöld. Svo er Nikolas að spila sjálfur með nokkr- um hljómsveitum á bak við Mál og menningu og við ætlum auðvitað að hlusta á hann.“ Austurvöllur var þéttsetinn líkt og vanalega þegar sólin lætur sjá sig. Þau Gunnar Steinn Aðalsteinn- son, Erna Einarsdóttir og Guð- laugur Ingason höfðu tekið því rólega þegar blaðamaður hitti þau að máli. „Við erum nú bara búin að vera að slappa af og drekka í okkur menninguna og smá bjór í leiðinni. Við kíktum á tónleika á Laugaveg- inum og svo er ætlunin bara að kíkja út á lífið.“ Vegna mannfjöldans í miðborg- inni notaðist lögreglan við reiðhjól til þess að komast á milli staða. Að sögn vakthafandi reiðhjólalög- reglumanns fór dagskráin um miðjan dag vel fram en talsverður erill hafði þó verið hjá þeim. valgeir@frettabladid.is ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� �������������� ������������� �������������� ������������� ����������� ����������� ����������� ����������� ����������� �������������� ������������� �������������� �������������� �������������� ������������ � �� ����� ��������������������� ���������������� ����� ���� ������������������ �� ���� ��������������� ����������� �������� ���������� �� ������� ���� ������������� ����� � ������������������������� ����������������� ����� ���������������������� ����������������� ����� ������������������������ ��� ������������� ����� ������������������� ����� ����������������� ��� ���� � � ����������� ������ ��� ������ ���������� ������������� �������������� ��������������� ������ �������� ������� ������ �� �������������� ������� ���� ������������������������������ ��������������������� ��������������������������������������� ������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � � � � �� � � �� �� �� �� �� �� �� �������������������������������������������������������� BANDARÍKIN Mexíkómaður sem handtekinn hefur verið í Denver í Bandaríkjunum er grunaður um að tengjast þrettán ára langri bylgju nauðgana og morða á yfir þrjú hundruð ungum konum í mexíkóskri landamæraborg og nágrenni henn- ar, að því er kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Sjálf- ur er Edgar Alvarez Cruz talinn bera ábyrgð á dauða minnst tíu kvenna á aldrinum 15 til 21 árs í Ciu- dad Juarez í Mexíkó, rétt við Texas. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins sagði að Alvarez Cruz gæti hafa verið meðlimur í gengi karlmanna sem talið er bera ábyrgð á dauða margra kvennanna. Konunum var rænt, nauðgað og þær síðan myrtar, en mörg líkin fundust í eyðimörkinni. Margar kvennanna voru fátækar og ein- stæðar mæður sem unnu í verk- smiðjum. Þótt einhverjar handtökur hafi verið gerðar á síðasta áratug vegna morðanna á konunum, hefur yfir- völdum ekki tekist að stöðva ofbeld- ið. Mannréttindasamtökin Amnesty International kvörtuðu í fyrra yfir því að ríkisstjórn Mexíkó tæki málið ekki alvarlega. Alvarez Cruz var handtekinn fyrir meint brot á innflytjendalög- um og verður honum vísað úr landi. Fer hann með lögreglufylgd til Mex- íkó, þar sem yfirvöld þar munu taka við honum. Hann mun hafa legið undir grun í Mexíkó áður en hann flutti til Bandaríkjanna. - smk Mexíkómaður handtekinn í Bandaríkjunum talinn tengjast fjöldamorðingjagengi: 300 konur myrtar á 13 árum GRUNAÐUR FJÖLDAMORÐINGI Edgar Alvar- ez Cruz er grunaður um að hafa myrt fjölda kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKAMSÁRÁS Maður hlaut sprung- ur í kinnbein, augnbotn og höfuð- kúpu þegar hann var sleginn í andlitið í fyrrinótt. Maðurinn, sem er 24 ára, var í heimahúsi í Skerjafirði þegar árásin átti sér stað. Hann var fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild en komst fljótlega til meðvitundar eftir að þangað var komið. Árásarmaðurinn, 27 ára karl- maður, var handtekinn og færður í fangageymslur. Skýrsla var tekin af honum í gær. Lögregla veit ekki hvað lá að baki árásinni en grunar að áfengi hafi verið með í spilinu. - sþs Hlaut sprungur í höfuðkúpu: Maður sleginn í Skerjafirði MARAÞON „Þetta gekk alveg sér- staklega vel. Bæði var frábært að sjá hversu margir tóku þátt og að finna þennan öfluga stuðning frá borgarbúum og öðrum samkepp- endum á leiðinni,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, eftir að hafa hlaupið heilt maraþ- on í Reykjavíkurmaraþoni í gær. „Ég náði að bæta minn tíma um rúman hálftíma og hljóp á þremur og hálfum tíma.“ Samtals tóku tæplega tíu þús- und manns þátt í Reykjavíkur- maraþoni í gær, þar af um fimm hundruð sem hlupu heilt maraþon. Langflestir hlupu í eins og hálfs kílómetra Latabæjarhlaupi, eða rúmlega fjögur þúsund krakkar. Fjöldi þátttakenda í Reykjavíkur- maraþoni hefur rúmlega tvöfald- ast frá því í fyrra. Þá tóku samtals um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu. - sþs Forstjóri Glitnis hljóp í gær: Bætti met sitt um hálftíma SIGRI FAGNAÐ Eitt einkunnarorða Reykja- víkurmaraþons er „Allir sigra“. Metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoni í ár og var fjöldi sigurvegara um tíu þúsund. DREKKA Í SIG MENNINGUNA Gunnar Steinn Aðalsteinsson, Erna Einarsdóttir og Guðlaugur Ingason. VINNA GÓÐGERÐASTARF Þau Ragnheiður, Ríkey, Nikolas, Alda, Þórdís og Hildur dreifðu kynningarmiðum fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Fjölmenni naut veðurblíð- unnar í miðbæ Reykjavíkur Mikil stemning var í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær enda veður með besta móti. Tónleikar og myndlistarsýningar voru víða og sjálfur íþróttaálfurinn var mættur til þess að gleðja börnin. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins gerðu sér ferð í miðbæinn og ræddu við fólkið sem varð á vegi þeirra. Á AUSTURVELLI Fjölmenni var á Austurvelli í blíðunni. LÖGREGLAN Á REIÐHJÓLUM Vegna mannmergðar ferðuðust lögreglumenn um miðborgina á reiðhjólum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Fullur flugmaður Norsk yfirvöld handtóku pakistanskan flugmann skömmu fyrir flugtak á laugardag í Ósló því áfengismagn í blóði hans reyndist yfir leyfilegum mörkum. Farþegavél- inni sem maðurinn átti að stjórna var seinkað um hálftíma vegna atviksins, en flugmaðurinn var færður í fangageymsl- ur lögreglu. NOREGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 18.8.2006 Bandaríkjadalur 69,47 69,81 Sterlingspund 130,85 131,49 Evra 89,07 89,57 Dönsk króna 11,937 12,007 Norsk króna 11,014 11,078 Sænsk króna 9,681 9,737 Japanskt jen 0,6006 0,6042 SDR 103,25 103,87 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 122,9028 Gengisvísitala krónunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.