Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 12
 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangiðtimamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MREKISATBURÐIR 1000 Ungverska ríkið er stofnað af Stephan I. 1889 Verkamenn loka höfninni í London. 1898 Valhöll á Þingvöllum er vígð og er nafnið dregið af búð Snorra Sturlusonar sem stóð þar skammt frá. 1914 Þýski herinn nær Brussel á sitt vald í fyrri heimsstyrj- öldinni. 1960 Senegal lýsir yfir sjálfstæði. 1973 Forseti Íslands fær afhentan tunglstein sem kom með geimferjunni Apollo 17 árið áður. 1975 Viking 1 geimskutlunni er skotið af stað til Mars og lendir þar tæpu ári síðar. 1982 Halldóra Filippusdóttir klífur Eldey fyrst kvenna en alls klifu átján manns eyjuna þennan dag. RAJIV GANDHI (1944-1991) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Hún var ekki bara móðir mín heldur móðir allrar þjóðarinnar. Hún þjónaði indversku þjóðinni allt til síðasta blóðdropa.“ Rajiv Gandhi tók við af móður sinni, Indiru Gandhi, sem forsætisráðherra Indlands. Byltingamaðurinn Lev Davidovich Bronshtein fæddist árið 1879 í Úkraínu sem þá tilheyrði Rússneska keisara- dæminu. Hann kynntist marxisma ungur að aldri og starfaði við neðan- jarðarhreyfingar. Tæplega tvítugur að aldri var hann handtekinn fyrir að vinna fyrir byltingarmenn og var sendur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og útlegð til Síberíu. Hann flúði fjórum árum síðar með falsað vegabréf undir nafninu Trot- sky og fór til London þar sem hann gekk til liðs við hreyfingu sem vildi koma á fót lýðræðislegum sósí- alisma. Trotsky var aftur sendur í fangavist árið 1906 og tókst á nýjan leik að flýja frá útlegð í Síberíu. Hann ferðaðist þá víða um heim en sneri síðan aftur til Rússlands árið 1917 og gekk til liðs við bolsévika. Trotsky stjórnaði byltingarmönnum í októberbyltingunni árið 1917 í Rússlandi þar sem bolsévikar náðu völdum. Eftir byltinguna varð borgarastyrjöld í landinu milli rauðliða og hvítliða sem lauk með sigri rauðliða undir forystu Leníns og Trotskys þremur árum síðar. Í maí árið 1922 fékk Lenín heilablóðfall sem dró mjög úr starfsgetu hans og var hann að mestu rúmfastur til dauðadags, 21. janúar 1924. Við veikindi Leníns komu upp deilur um hver ætti að verða eftirmað- ur hans en valið stóð á milli Trotskys og Stalíns. Það var síðan Stalín sem tók við völdum eftir dauða Leníns og Trotsky missti smátt og smátt völd sín og var að lokum sendur í útlegð árið 1928. Á næstu árum bjó Trotsky meðal annars í Tyrklandi, Frakklandi og Noregi en flutti svo til Mexíkó árið 1936 þar sem hann var myrtur af útsendurum Stalíns fjórum árum síðar. ÞETTA GERÐIST 20. ÁGÚST 1940 Leon Trotsky er tekinn af lífi Elísabet Sveinsdóttir er nýr formaður Ímark, Félags íslensks markaðsfólks, en félagið á tuttugu ára afmæli í ár. Elísabet er forstöðu- maður á markaðs- og sölu- sviði hjá Glitni. „Gömul saga segir frá forstjóra Coke í Bandaríkjunum sem var spurður hvers vegna fyrir- tækið þyrfti að auglýsa, það væri jú alltaf nóg keypt af kókinu. En forstjórinn svar- aði þá; hvers vegna að slökkva á hreyflunum á flugvélinni þegar hún er búin að ná fullri lofthæð? Fyrirtæki þurfa sífellt að minna á sig,“ segir Elísabet. „Ímark er ekki stéttarfé- lag. Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og ráð- stefnum til að hvetja og hjálpa markaðsfólki til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í markaðsmál- um. Svo reynum við að fá fyr- irtæki til að viðurkenna að markaðsmálin eru svo stór og nauðsynlegur hluti af starfi fyrirtækja,“ segir Elísabet. Haldið var upp á afmæli félagsins með mikilli hátíð í vor en það sem eftir er árs verða fleiri glæsilegar uppákomur á vegum félags- ins. „Í Ímarki er fólk sem hefur áhuga á að starfa við markaðsmál, bæði fólk í markaðsstjórn fyrirtækja eins og ég, en einnig fólk á auglýsingastofum og þeir sem hafa almennt áhuga á markaðsmálum,“ segir Elísa- bet, en stjórnin samanstend- ur af mjög breiðum hópi fólks. Hún hefur starfað hjá Glitni í sex ár og hefur- Reykjavíkurmaraþonið sem fram fór í gær ekki farið fram hjá henni, en það er kostað af Glitni. „Innan mark- aðsdeildar Glitnis hafa nán- ast allir komið að þessari vinnu og lagt hönd á plóginn til þess að gera þetta sem glæsilegast því þetta er gríð- arlega umfangsmikið verk- efni. Að því er ég best veit hefur þetta ekki verið gert áður, það er að segja að fyrir- tæki styrki ekki bara viðburð heldur kynni hann jafn ítar- lega og nú er gert,“ segir Elísabet. Elísabet lærði markaðs- fræði í háskóla í Bandaríkj- unum en hefur einnig lagt stund á fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og stundar nú MBA-nám í Háskóla Íslands. En hvað er það sem er svona heillandi við mark- aðsstörfin? „Þetta er svo lif- andi og gefandi og býður upp á svo mikið, þú færð að láta sköpunarkrafinn njóta sín. Svo er ákveðin spenna í starf- inu líka, það er ákveðið „kikk“ í því að vera alltaf í kappi við tímann,“ segir Elísabet. „Ég var einu sinni fréttamaður en þá hreinsaði maður alltaf borðið. Í þessu starfi hangir alltaf eitthvað yfir þér,“ segir hún að lokum. rosag@frettabladid. Sköpunargleði í markaðsstarfinu ELÍSABET SVEINSDÓTTIR „Félagið er alltaf að eflast og það er gaman að taka þátt í þessu starfi,“ segir formaður Ímark. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Guðrún Sigurðardóttir menntaskólakennari, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Bryndís Björnsdóttir Jónas Páll Björnsson Soumia Islami Sofia Sóley Jónasdóttir Elías Andri Jónasson Sigrún Erla Sigurðardóttir Páll Ásmundsson Svanhildur Ása Sigurðardóttir Björn Björnsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarki Magnússon læknir, Laugarnesvegi 87, sem lést á Landspítalanum v/ Hringbraut sunnudaginn 13. ágúst verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Birna Friðgeirsdóttir Magnús K. Bjarkason Guðlaug Pálmadóttir Hólmfríður Bjarkadóttir Páll E. Ólason Anna Elín Bjarkadóttir Nanna Snorradóttir Herleifur Halldórsson Rósbjörg Jónsdóttir Valgerður G. Bjarkadóttir Orri Jóhannsson barnabörn og barnabarnabarn. Bróðir okkar, mágur og frændi, Logi Jónsson bókbindari, sem lést 11. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Bragi Jónsson Ásta Hartmannsdóttir Unnur Jónsdóttir og systkinabörn. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, Njarðar Svanssonar Fellsmúla 15, 108 Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og heimahjúkrun Karitas. Helga Magnúsdóttir Elín Margrét Anil Thapa Andri Snær Elías Orri og Helgi Alex Thapa LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Afi okkar, Kristófer Vilhjámsson Sniðgötu 3, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst, verður jarðsunginn frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal mánudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Hildur Friðleifsdóttir Kristófer Arnar Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.