Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 74
 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR34 VARNARLIÐSSALA GEYMSLUSVÆÐISINS Sunnudaginn 20. ágúst kl. 15:00 verður hadið uppboð á ýmsum munum frá Varnarliðinu. Öllum er heimil þátttaka stólar - innrammaðar landslagsljósmyndir - sófar stálskápar - gólfmottur - skrifborð - sjónvarpsskápar kommóður - innrömmuð plagöt - speglar ný rúm með innbyggðum skúffum auk þess ýmislegt óvænt og spennandi Greiðsla við hamarshögg - tökum öll helstu kreditkort og beinharða peninga Opið: Fimmtudaga: 12:00 - 21:00Föstudaga og laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudaga: 12:00 - 18:00 UPPBOÐ Komið og gerið góð kaup Varnarliðssalan Sigtúni 40 Meðal þess sem boðið verður upp er: Margar gerðir af ónotuðum og lítið notuðum stólum, fyrir stofnanir, stofuna, skrifstofuna eða unglingaherbergið Glæsileg rúm með innbyggðum skúffum, tilvalin í unglinga- eða barnaherbergið • • NÝKOMIÐ: Nýjar vörur í hverri viku - alltaf eitthvað nýtt og spennandi FÓTBOLTI Jafntefli 1-1 varð niður- staðan þegar Sheffield United og Liverpool mættust í gær í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvals- deildinni. Lið Sheffield komst upp úr 1. deildinni á síðasta tímabili og geta leikmenn þess verið sáttir við frammistöðu sína í fyrsta leik félagsins í efstu deild í þrettán ár. Heimamenn voru meira með bolt- ann í fyrri hálfleik en gestirnir komust næst því að skora þegar markvörðurinn Paddy Kenny varði aukaspyrnu frá Fabio Aurelio. Eftir markalausan fyrri hálf- leik náði Sheffield United forystu í upphafi þess síðari þegar Rob Hulse skoraði fyrsta markið á tímabilinu. Markið skoraði hann með skalla eftir aukaspyrnu, en áðurnefndur Aurelio gleymdi sér í vörninni og Hulse var einn á auðum sjó. Vörn Sheffield virkaði ansi traust og gekk þeim vel að halda sóknarmönnum Liverpool í skefjum en athygli vakti að Craig Bellamy og Robbie Fowler voru í fremstu víglínu á meðan Peter Crouch var geymdur á bekknum. Fowler jafnaði metin með marki úr öruggri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Steven Gerrard var hindraður. Engin snerting átti sér stað þar sem Gerrard hoppaði upp úr tæklingunni og skaut síðan slöku skoti að marki. „Að mínu mati var þetta klárlega réttur dómur,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um vítaspyrnudóminn. „Við lékum illa í fyrri hálfleik en vorum betra liðið í þeim síðari. Þetta er ekki óskabyrjun á tímabilinu en þessi keppni er maraþon.“ Varnarmennirnir Jamie Carrag- her og John Arne Riise hjá Liver- pool fóru báðir meiddir af velli í fyrri hálfleiknum. Meiðsli þeirra eru ekki alvarleg en óvíst er með þátttöku þeirra í mikilvægum Evrópuleik gegn Maccabi Haifa á þriðjudag. Nokkuð ljóst er að Carragher verður ekki með þá og mjög ólíklegt er að Riise verði með. - egm Enska úrvalsdeildin hófst í hádeginu í gær með leik Sheffield United og Liverpool: Nýliðar gerðu jafntefli við Liverpool ROB HULSE Fagnar hér marki sínu í gær ásamt Danny Webber en markið var það fyrsta á tímabilinu. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson og félagar í Reading unnu glæsilegan 3-2 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en þeir höfðu lent 2-0 undir snemma leiks. Tvö mörk undir lok hálfleiksins, það síðara eftir undirbúning Ívars og eitt mark í þeim síðari, tryggðu liðinu sín fyrstu stig í efstu deild á Englandi. Það var mikið um hátíðarhöld áður en leikurinn hófst enda Reading aldrei áður leikið í efstu deild á Englandi, hvað þá úrvals- deildinni. Byrjunarlið Reading var þar að auki einungis skipað leikmönnum sem höfðu aldrei áður leikið í úrvalsdeildinni með öðrum liðum en meðal þeirra var Ívar Ingimarsson. Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekk liðsins en kom inn á undir lok leiksins. Stuart Downing og Yakubu komu Middlesbrough yfir á 9. og 13. mínútu en þeir Dave Kitson, Steve Sidwell og Leroy Lita björg- uðu deginum fyrir stuðningsmenn Reading. „Knattspyrnustjórar beggja liða geta gagnrýnt ákveðin atriði í leiknum en hvað okkur varðar var það frábært að ná að snúa leiknum okkur í hag,“ sagði Steve Coppell, stjóri Reading eftir leikinn. Tímabilið hjá Blackburn byrj- aði hins vegar skelfilega en tveir leikmenn liðsins voru reknir af velli í 3-0 tapi fyrir Portsmouth þar sem nýji maðurinn, Kanu, skoraði tvívegis. Á Emirates Stadium bjargaði Gilberto Silva andliti sinna manna í Arsenal með jöfnunarmarki seint í leiknum gegn Aston Villa. Var þetta fyrsti deildarleikur Arsenal á nýjum og glæsilegum leikvangi. - esá Nýliðar Reading hófu úrvalsdeildarferilinn vel: Ívar lagði upp mark í glæsilegum sigri STEVE SIDWELL Skoraði laglegt mark eftir undirbúning Ívars Ingimarssonar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Kevin Davies og Ivan Campo sáu um markaskorun þegar Bolton vann Tottenham 2-0 á heimavelli sínum í lokaleik gærdagsins á Englandi. Bolton tók forystuna eftir tæpar tíu mínútur þegar Davies skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Gary Speed. Svo virtist sem sóknarbrot hefði átt sér stað í horninu en dómari leiksins dæmdi markið löglegt. Campo tvöfaldaði forystuna með skoti af löngu færi sem flaug framhjá enska landsliðs- markverðinum Paul Robinson. Lið Tottenham var langt frá sínu besta og getur þakkað Robinson fyrir að tapið var ekki stærra. „Bolton hefur líkamlega sterka leikmenn sem lögðu sig alla fram í þessum leik. Hvað okkur varðar þá get ég varla séð neitt jákvætt við þennan leik,“ sagði Martin Jol, knattspyrnu- stjóri Tottenham. - egm Tottenham byrjar tímabilið á afturfótunum: Öruggur sigur Bolton KÖRFUBOLTI Bandaríkin spiluðu í gær sinn fyrsta leik á heims- meistaramótinu í körfubolta sem er nýhafið í Japan. Bandaríska liðið vann þá Puertó Ríkó 111-100 en það var í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lenti þá undir í leiknum. Þegar upp var staðið var sigurinn þó sanngjarn en Carmelo Anthony var stigahæstur með 21 stig og þá skoruðu þeir LeBron James og Kirk Hinrich fimmtán stig hvor. Chris Paul skoraði ellefu stig, gaf níu stoðsendingar og stal fimm boltum. Meðal annarra úrslita í gær má nefna að Ítalía vann Kína, 84-69. - egm Heimsmeistaramótið í Japan: Bandaríkin unnu í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.