Fréttablaðið - 20.08.2006, Page 6

Fréttablaðið - 20.08.2006, Page 6
6 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttu- maður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin,“ sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu.“ Jón sagði stefnu Framsóknar- flokksins setta á oddinn í sinni for- mannstíð en hún sé í meginatrið- um að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekk- ingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dag- skrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn.“ Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum.“ Siv sagð- ist ennfremur telja að Framsókn- arflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í for- ystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokks- ins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknar- flokkinn.“ bjorn@frettabladid.is Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk lofsorði á Halldór Ás- grímsson í ræðu á flokksþinginu í gær og þakkaði honum árangursrík störf fyr- ir land og þjóð. Siv Friðleifsdóttir segir stöðu sína innan flokksins hafa styrkst. FRAMSÓKN Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, segist ætla að halda ótrauð áfram að starfa í for- ystu Framsóknarflokksins þrátt fyrir ósigurinn í varaformanns- kjörinu. Hún sagði Guðna njóta góðs af því að hafa starfað lengi í forystu flokksins og þekkja flokks- menn vel. „Annaðhvort sigrar maður eða tapar í kosningum eins og þessum. Guðni hefur gegnt stöðu varaformanns í Framsókn- arflokknum um árabil og hafði hug á því að gegna þeirri stöðu áfram. Hann hefur starfað lengi í flokknum og þekkir vel til þeirra sem starfa í flokknum. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að kosningarn- ar gætu farið á þennan veg, en ég held áfram að vera í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða mig fram í næstu alþingis- kosningum.“ Jónína sagðist í ræðu sinni hafa í tvígang tapað fyrir Guðna í kosn- ingum um varaformannsembætt- ið, en sagðist, meira í gamni en alvöru, treysta sér í þriðju kosn- ingarnar. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði Jónína og brosti. Hún sagðist ætla sér að starfa af miklum krafti með nýrri for- ystu. „Það er spennandi vinna framundan og ég ætla svo sannar- lega að leggja mitt af mörkum á komandi kosningavetri, og hlakka til samstarfsins við forystusveit flokksins.“ - mh Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, segist hlakka til samstarfs við nýja forystu: Telur bjarta tíma framundan STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson kvaðst hrærður og þakklátur eftir vara- formannskjörið. Hann sló á létta strengi í ræðu sinni og þakkaði Jónínu Bjartmarz fyrir að hann hefði þurft að hafa fyrir sigrinum. Þá sagði hann Jónínu sterkari stjórnmálamann eftir glímuna við hann. Guðni beindi svo orðum sínum að Margréti Hauksdóttur eiginkonu sinni og sagði hana hafa dreymt fyrir úrslitunum nákvæm- lega eins og tölurnar féllu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Guðni að einhverjar breytingar yrðu á flokknum með breyttri for- ystu. „Með nýjum mönnum koma alltaf einhverjir nýir vindar og hér er flokksþing sem er gríðar- lega sterkt og leggur mikla áherslu á samstöðuna. Við horfum núna til framtíðarinnar og það sem er að baki er að baki. Ég trúi því að hér sé sterkur flokkur á ferð sem mun endurheimta fylgi sitt.“ Guðni sagði Framsóknarflokk- inn hafa áorkað miklu í níutíu ára langri sögu sinni og gefið þjóðinni mikið. Nú þurfi flokksmenn að gefa flokknum sínum einingu og samstöðu. Þá þakkaði Guðni Halldóri Ásgrímssyni farsæl störf um langa hríð og sterka forystu í flokknum. -bþs Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins með rúmlega 60% atkvæða: Eiginkonu Guðna dreymdi úrslitin STJÓRNMÁL „Ég er fyrst og fremst þakklát þingfulltrúum fyrir þetta mikla traust sem mér var sýnt. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um betra kjör en þetta miðað við að tveir voru í framboði,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft konur í forystu flokks- ins og það verður engin breyting á því núna. Ég á ekki von á að ég hafi einungis verið kosin kynferð- is míns vegna heldur líka vegna þess sem ég stend fyrir og hef upp á að bjóða.“ - sþs Sæunn Stefánsdóttir: Gat ekki beðið um betra kjör BREYTT FORYSTA Jón Sigurðsson segir meginatriðin í stefnu Framsóknarflokksins í hans formannstíð vera að ná jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram að efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. Siv Friðleifsdóttir segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í kosningunni. GUÐNI ÁGÚSTSSON Hann segir nýja forystu hafa í för með sér breytingar í flokknum. Horft sé til framtíðar og það sem sé að baki sé að baki. ÚRSLIT KOSNINGA FORMANNSKJÖR Jón Sigurðsson 417 atkv. 54,8% Siv Friðleifsdóttir 336 atkv. 44,15% Aðrir* 8 atkv. 1,05% Á kjörskrá 841 Greidd atkvæði 761 - 90,5% VARAFORMANNSKJÖR Guðni Ágústsson 437 atkv. 60,95% Jónína Bjartmarz 262 atkv. 36,54% Aðrir** 18 atkv. 2,51% Á kjörskrá 841 Greidd atkvæði 718 - 85,4% * Guðni Ágústsson (3 atkv.) Jón Kristjánsson (2) Jónína Bjartmarz (1) Ómar Stefánsson (1) Haukur Haraldsson (1) ** Siv Friðleifsdóttir (17 atkv.) Ísólfur Gylfi Pálmason (1) JÓNÍNA BJARTMARZ Sætti sig við úrslitin í kosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Var rétt ákvörðun að skipta upp menntaráði Reykjavíkurborgar? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG: Mun Jón Sigurðsson auka fylgi Framsóknarflokksins? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.