Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 10
 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Kr. 1100 fyrir fullorðna Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla og safi Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Vöfflur og Viðey Uppgötvaðu Viðey Kaffisala kl. 13 – 17 Skólar landsins taka flestir til starfa á næstu dögum. Eins og gengur er tilhlökkunin mismikil hjá krökkunum en mest er spenn- an örugglega hjá þeim sem eru að koma í fyrsta sinn í skólann. Öll eigum við minningar frá fyrstu skóladögunum okkar. Framandi umhverfi, ókunnugir krakkar og kennarinn, ókunnug fullorðin manneskja sem allt í einu var orðin hluti af lífinu manns. Ég varð fyrir því óláni að besta vinkona mín, sem var árinu eldri en ég, hóf skólagöngu sína með hinum sex ára börnunum á Siglufirði. Ég gat engan veginn sætt mig við það óréttlæti að fimm ára mættu ekki fara í skóla og til að losna við tuðið í mér ákváðu foreldrar mínir að senda mig í tónlistarskólann. Ég var himinlifandi, þangað til mér var sagt að fyrst þyrfti að innrita mig. Einhverra hluta vegna hélt ég að innrita hlyti að vera það sama og að hárreita, en það var eitt það versta óþokkabragð sem ég þekkti. Eftir því sem innritunardagurinn færðist nær, því áhyggjufyllri varð ég en um leið ákveðnari í því að láta þetta ekki yfir ganga þegj- andi og hljóðalaust. Ég lofaði sjálf- um mér að þegar skólastjórinn myndi byrja á að hárreita mig, þá myndi ég bíta karlinn – fast. Ég mætti með mömmu sem kynnti mig fyrir skólastjóranum, vinaleg- um manni með rólyndislegt yfir- bragð. Ég stífnaði allur upp þegar hann lagði höndina á kollinn á mér og sagði; velkominn Illugi minn. Ég er ekki viss um að ég hefði fengið inngöngu í Tónlistarskóla Siglufjarðar ef ég hefði ákveðið að vera fyrri til og bitið manninn þegar hann klappaði mér svo góð- lega á kollinn. Sennilega hefði mér ekki verðið hleypt í nokkurn skóla næstu árin. Mikilvægasta skólastigið Gríðarlega mikið er undir því komið að það takist að nýta vel tíma grunnskólabarnanna, allt frá fyrsta degi. Það þarf ekki að fjöl- yrða um hversu menntun barnanna skiptir miklu máli. Á undanförnum árum hafa Íslendingar komist í hóp þeirra þjóða þar sem lífsgæði eru mest. Það er mikið afrek að kom- ast úr því að vera ein fátækasta þjóðin og í það að verða ein sú rík- asta. En til þess að halda þessari stöðu og til þess að gera enn betur þurfum við að halda áfram að bæta menntakerfið okkar. Grunnskól- inn er hvað mikilvægastur því þar er lagður sá grunnur sem allt hitt byggir á. Það verður að játast að það eru vonbrigði að grunnskól- arnir á Íslandi skuli ekki koma betur út úr alþóðlegum samanburði en raun ber vitni. Besti grunnskólinn Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að komast í hóp 100 bestu háskóla heims. Það er metn- aðarfullt markmið og gott í sjálfu sér en ég er ekki viss um að HÍ geti náð því. Háskóla- og vísinda- samfélag heimsins er margbrotið og flókið og margt sem þarf að breytast í HÍ til að þetta markmið geti orðið annað en metnaðarfullt viðmið. En við eigum að spyrja okkur: Hví skyldum við ekki setja okkur það markmið að íslenski grunnskólinn verði sá besti í heimi. Hvað kemur í veg fyrir að svo sé? Við eigum nefnilega alveg möguleika á að gera það. Við höfum efnahagslega getu til þess og íslensk börn eru jafn vel gefin og önnur börn í öðrum löndum. Það er auðvitað margt sem við þurfum að laga til að hægt sé að ná þessu markmiði. Við þurfum meðal annars að auka virðinguna fyrir starfi kennara, bæta mennt- un þeirra, lengja hana og dýpka. Við þurfum líka að auka fjöl- breytni og samkeppni til þess að laða fram það besta í skólastarf- inu og mörg önnur verkefni bíða. En það eru engar óyfirstíganlegar hindranir á veginum. Við eigum að hugsa stórt, stefna hátt og gera miklar kröfur um árangur. Menntun skapar jöfnuð Það samfélag sem hefur þróast hér á landi undanfarinn áratug og hálfan er samfélag tækifæranna. Aukið frelsi á öllum sviðum mann- lífsins hefur breytt svo þjóðlífinu að fá dæmi eru um svo snögg umskipti í sögu þjóðarinnar. Ein afleiðingin er sú að nú sjást launa- tölur sem hingað til hafa verið óþekktar hér á landi. Menntun skilar, á ákveðnum sviðum, mjög miklum afrakstri. Þar með eykst bilið á milli þeirra sem hafa há laun og þeirra sem hafa lág laun, undan því verður vart komist. Þetta veldur mörgum áhyggjum. En það versta sem við gætum gert er að reyna að hækka skattana á þeim sem hafa hærri laun, þar með minnkum við hvatann hjá öllum launþegum til að grípa tæki- færin og skapa auð. Það besta sem við getum gert er að skapa þjóðfé- lag sem býður upp á jöfn tæki- færi. Það gerum við fyrst og fremst með því að búa til afburða- gott menntakerfi. Við eigum að stefna að því að krakkarnir sem nú hefja nám í grunnskóla útskrif- ist úr besta grunnskóla í heimi. Þannig búum við til þjóðfélag jafnra tækifæra og velmegunar. Góður skóli – jöfn tækifæri Í DAG GRUNNSKÓLINN ILLUGI GUNNARSSON Tólf fyrrverandi Í það minnsta tólf fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins voru á flokksþing- inu í gær og á föstudag en flokkurinn hefur á að skipa sex ráðherrum í ríkisstjórninni. Ráðherrarnir fyrrverandi voru Árni Magnús- son, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Páll Pétursson, Jón Helgason, Tómas Árnason, Ingvar Gíslason, Vilhjálmur Hjálmarsson, Finnur Ingólfsson, Guðmundur Bjarnason, Stein- grímur Hermannsson og vitaskuld Halldór Ásgrímsson. Skrapp og skokkaði Árni Magnús- son þurfti að gera að hlé á þingsetu sinni í gær. Hann kom til fundar og kaus til embættis formanns en þusti svo á braut því vitaskuld þurfti hann, eins og aðrir starfsmenn Glitnis, að taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu. Að hlaupi loknu kom Árni aftur til þings og tók þátt í varaformannskjörinu. Þess má geta að hann blés vart úr nös eftir sprettinn enda vel á sig kominn líkam- lega. Þökulagði garðinn Guðni Ágústsson rifjaði upp gömul kynni þeirra Jóns Sigurðssonar í ræðu eftir að úrslit í varaformannskjörinu voru ljós. Þeir eru gamlir samstarfs- menn úr ungliðahreyfingu Fram- sóknarflokksins og rifjaði Guðni upp að einn góðan veðurdag hefði Jón borið að garði þar sem Guðni og Margrét kona hans voru að byggja sér hús á Selfossi. Ekki þótti Guðna gott að horfa upp á Jón verkefnalausan og lét hann því þökuleggja garð- inn. Hafði Jón vit á því að snúa þökunum rétt, með græna litinn upp, sagði Guðni og uppskar hlátur viðstaddra. bjorn@frettabladid.is Jarðskjálftar eru þeirrar náttúru að leiða út spennu sem hleðst upp í skorpu jarðar. Flokksþing Framsóknarflokks-ins megnaði hins vegar ekki að leysa út þá spennu sem hlað- ist hefur upp á yfirborði flokksstarfseminnar á liðnum misser- um. Halldór Ásgrímsson gerði flokkinn að frjálslyndum stjórn- málaflokki í evrópskum stíl. Stór hluti flokksmanna sýnist á hinn bóginn aldrei hafa sætt sig við nýtt hlutskipti. Spenna milli nýs tíma og rómantíkur horfinnar aldar hlaut því að byggjast upp. Gamli Þverárhlíðarhreppurinn í Borgarfirði var dæmigerður sveitahreppur þar sem framsóknarmenn höfðu sterk pólitísk tök. Nú segja kunnugir að flokkurinn sæki þangað varla fleiri atkvæði en fjögur. En þessi gróskumikla en fámenna sveit hefur á undanförnum árum alið af sér ekki færri en fimm doktora til starfa í þekkingarsamfélagi nútímans. Þessi smáa tölfræði lýsir þeim umskiptum sem orðið hafa í íslensku samfélagi. Gamli Framsóknarflokkurinn sem átti stærð sína og áhrif að þakka samhentu fjölmennu bændasamfélagi og sterkum samvinnufyrirtækjum framleiðslusamfélagsins kemur ekki aftur. Héðan af verður hann aðeins rómantísk ímynd þeirra sem henni unna. Hitt er annað að ugglaust er unnt að breyta Framsóknar- flokknum aftur í þá veru að hann vinni til skiptis til hægri og vinstri og láti af öllum metnaði um fastmótaða pólitíska sýn á framtíðina. En það er hins vegar ekki jafn auðvelt þegar aflið sem fyrrum stóð að baki er ekki lengur til. Það sá Halldór Ásgrímsson. Með kjöri Jóns Sigurðssonar sýnast framsóknarmenn hafa valið til forystu pólitíska framlengingu fráfarandi formanns. Keppinautur hans fór fram sem fulltrúi nýrrar kynslóðar en sótti helst fylgi í raðir gamla rómantíska hluta flokksmanna. Og varaformaðurinn var endurkjörinn með glæsibrag úr þeirra véum. Í þessu ljósi verður ekki séð að flokksþingið hafi breytt miklu. Engin spenna var leyst úr læðingi. Svar fékkst ekki við þeirri spurningu hvers konar flokkur framsóknarmenn vilja vera til þess að mæta viðfangsefnum nýrrar aldar. Sú breyting er helst fyrirsjáanleg í kjölfar flokksþingsins að nýr formaður muni leggja meiri rækt en áður var gert við að halda hæfilegum raka á rótum gömlu flokksrómantíkurinnar. Þannig má búast við meiri málamiðlunum. Fyrstu merkin þar um felast í því að báðir armar flokksins lýstu því yfir að leggja ætti Evrópuumræðuna til hliðar um sinn. Þetta gerist þó að við blasi að einmitt á næsta kjörtímabili geti spurningar þar að lútandi í fyrsta sinn orðið raunhæf álitaefni. Trúlega hefur það verið innanflokkspólitísk nauðsyn að ná fram samhljómi um þetta viðfangsefni. Þar hafa stundar hygg- indi legið að baki. Það léttir tímabundið á spennunni. En mála sannast er að allar líkur eru á að sú stóra spurning verði sett á dagskrá af öðrum öflum í samfélaginu en stjórn- málaflokkunum. Vera má fyrir þá sök að skemmra sé til þess en menn ætluðu að Framsóknarflokkurinn eins og aðrir flokkar komist ekki hjá því að taka afstöðu í þessum efnum. Að öllu virtu má segja að Framsóknarflokkurinn hafi valið að vísu lítt þekktan en trúverðugan og traustan formann án þess að svara spurningum kjósenda um það á hvaða vegferð flokkurinn er. Til hvers var Halldór Ásgrímsson að hætta á þessu sumri? SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Framsóknarflokkurinn: Hefur eitthvað breyst? Við eigum að stefna að því að krakkarnir sem nú hefja nám í grunnskóla útskrifist úr besta grunnskóla í heimi. Þannig búum við til þjóðfélag jafnra tækifæra og velmegunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.