Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 8
 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR �������������������������� ������������������������� ����������������������������������������������� ������������� ��� ���������������������������������� ��������������������������������������� ���������������������������������������� ���������������� ������������������������������� ������������������������������������� �������������������������� ��������������� �������������������������������������������� ������������������������������� �������������������������������������� ���������� ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS IC E 3 3 8 2 3 0 8 /2 0 0 6 STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6-16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 80 börnum og fjölskyldum þeirra kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Landsbankinn annast fjárhald sjóðsins. Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is Umsóknarfrestur er til 1. september 2006. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag, 21. október 2006. UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND REYKJAVÍK GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFNOSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON STJÓRNMÁL „Mér finnst umræðan hafa verið einsleit, okkar rök hafa ekki komist upp á borðið,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, um umræðu vegna stofnunar nýs leik- skólaráðs. „Rök okkar eru fyrst og fremst þau að þjónusta við yngstu börnin í borginni hefur ekki verið nógu góð. Það var ákveðið að kljúfa menntaráð til þess að koma þess- um mikilvægu verkefnum hraðar og öruggar í framkvæmd.“ Hún segist harma að Kennarasamband- ið skuli ekki líta á þetta sem fag- leg rök. „Við verðum að lokum dæmd af verkum okkar en ekki stjórnskipulagi.“ - sþs Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Segir umræðu vera einsleita HAVANA, AP Raúl Castro, starfandi forseti og varnarmálaráðherra Kúbu, lét þau orð falla í viðtali við kúbverska dagblaðið Granma að hann vildi koma á „eðlilegu sam- bandi“ við Bandaríkin. Raúl tók þó fram að Bandaríkjunum yrði ekk- ert ágengt í viðskiptum sínum við Kúbu með áframhaldandi „hroka- fullri og afskiptasamri“ utanríkis- pólitík. Varnarmálaráðherrann sagðist einnig hafa sett lið tugþúsunda hermanna í viðbragðsstöðu vegna þess að Bandaríkjaþing veitti kúb- verskum útlögum á Miami 80 milljóna dollara fjárveitingu „til þess að stuðla að lýðræði“ á Kúbu, eftir að upp komst um veikindi Fidels Castro. - kóþ Raúl Castro í viðtali á Kúbu: Betri samskipti við Bandaríkin RAÚL CASTRO Býður Bandaríkjunum til vin- samlegra viðræðna „á jafnréttisgrundvelli“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÖNNUN Hlutfall þeirra sem trúa á þróunarkenninguna er hæst á Íslandi samkvæmt skoðanakönnun sem kannaði viðhorf fólks í 32 Evr- ópulöndum ásamt Bandaríkjunum og Japan. Fólkið var beðið um að játa eða neita fullyrðingunni „Menn, eins og við þekkjum þá, þróuðust út frá eldri dýrategund“. 85 prósent Íslendinga sem svör- uðu sögðu já en íbúar Bandaríkj- anna trúa næstminnst þjóðanna á þróunarkenninguna því þriðjung- ur Bandaríkjamanna svaraði full- yrðingunni neitandi. Aðeins Tyrk- ir voru meiri efasemdamenn um kenninguna. Norðurlöndin, Frakk- land, Japan og Bretland komu næst á eftir Íslandi en Kýpur og lönd Austur-Evrópu komu í kjöl- far Bandaríkjamanna. Könnunin birtist í tímaritinu Science 11. ágúst síðastliðinn. -rsg Þróunarkenningin: Trúum mest ÞORBJÖRG HELGA DANMÖRK Framtíð Nyhedsavisen, fríblaðs Dagsbrúnar í Danmörku er ekki björt ef marka má fullyrð- ingar danskra sérfræðinga um framtíð blaðsins í dönskum fjöl- miðlum. En fréttir af stofnun sér- staks sjóðs um fjármögnun blaðs- ins og slæmri afkomu Dagsbrúnar voru áberandi í dönskum fjölmiðl- um í gær. Viðmælendur dagblaðsins Pol- itiken telja fullvíst að blaðið muni aldrei koma út og annar segir fjár- hagsstöðu Dagsbrúnar mjög slæma. Eins kemur fram að traust auglýsenda á blaðið hafi beðið hnekki. Forsvarsmenn Nyhedsa- visen gera hins vegar lítið úr mál- inu og segja forsendur þær sömu og áður og nægt fjármagn fáist til að reka blaðið. Ritstjóri blaðsins viðurkennir þó að hann hefði kosið að segja frá stofnun sjóðsins á annan hátt. Hann telur að umfjöllun annarra dagblaða sé blaðinu ekki hliðholl eins og búast mátti við. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnar- formaður Dagsbrúnar, greindi frá því að Baugur myndi ábyrgjast fjármögnun sjóðsins ef nægt fjár- magn fengist ekki hjá öðrum fjár- festum. -ks Efast um framtíð Nyhedsavisen í dönskum fjölmiðlum: Traust á Nyhedsavisen sagt hafa beðið hnekki KAUPMANNAHÖFN Starfsfólk Nyhedsavis- en að setja saman skrifborð sín á skrifstof- um blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/KS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.