Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 20
 20. ágúst 2006 SUNNUDAGUR20 Grófir söngtextar tvíeykisins Dr. Mister and Mr. Handsome hafa vakið nokkra athygli en lög þeirra hafa átt góðu gengi að fagna á vin- sældalistum útvarpsstöðvanna undanfarið ár. Dr. Mister and Mr. Handsome sendu frá sér plötuna Dirty, slutty hooker money fyrr í sumar en þar syngja þeir helst um kókaínneyslu í textum sem eru hlaðnir kvenfyr- irlitningu. Flest lögin hafa eitt- hvað með „coke“, „coka“, „crack“, „dirty sluts“ eða „crackho“ að gera og plötuumslagið skreytt myndum af dufti sem líkist kóka- íni, byssum og konum í vafasömu ástandi. Allt í plati? Þeir Ívar Örn Kolbeinsson (Dr. Mister) og Guðni Rúnar Gunnars- son (Mr. Handsome) hafa í blaða- viðtölum borið því við að Dr. Mist- er og Mr. Handsome séu bara skáldaðar persónur sem er ekki síst ætlað að gera grín að „scoot- er“ klúbbamenningu, en Scooter er nafn á tónlistarmanni sem spil- ar elektróníska danstónlist. „Þetta er bara konseptið á plöt- unni, við erum að leika karaktera og þeir eru svona djöfulli harðir,“ sagði Ívar í viðtali við Fréttablað- ið í júlí. „Þetta er bara list, það er flottur glans á þessu og þetta kemur bara mjög vel út, bara útúr- gott klúbbastöff,“ bætti hann við. Ívar hefur þó en ýjað að því að ein- hver sannindi séu fólgin í Dr. Mist- er og Mr. Handsome. „Það er ein- hver sannleikur í þessu. Það eru ekki alltaf villt kókaínpartí, bara stundum,“ sagði hann í Reykjavík- Mag. Ritskoðun kom ekki til greina Helgi Pjetur Jóhannsson er útgáfustjóri Cod music sem gefur út diskinn. Hann segir að ekki hafi komið til tals að hafa áhrif á disk- inn eða umgjörð hans enda virði hann málfrelsið þó hann geti ekki tekið undir það sem Ívar og Guðni syngja um. „En eins og þetta horf- ir við fyrir mér eru þessir strákar náttúrulega bara að setja sig í kar- aktera. Það er mikið í tísku að not- ast við karaktera og svo er þetta svipað og hjá amerísku rappsveit- unum sem rappa um alls konar viðbjóð,“ segir Helgi. „Ég veit það fyrir víst að það átti vera húmor í kringum þessa plötu, bara partí og skemmtileg tónlist.“ Grípandi en varasöm tónlist Tónlistin er vissulega skemmtileg, ef marka má vinsældalistanút- varpsstöðvanna FM957, XFM og X-ið 977. „Tónlistin er mjög góð, hún er grípandi,“ segir Ösp Árnadóttir, framkvæmdastjóri Jafningja- fræðslunnar og starfsmaður Hins hússins. „En ég vinn mikið innan um ungt fólk og þetta er ekkert rosalega heitt hjá krökkunum. Þetta er meira fyrir tvítuga og eldri,“ segir Ösp og bætir því við að það sé ætíð varasamt að draga upp þá mynd af eiturlyfjum að þau séu hipp og kúl. Ösp segist verða þess vör í Jafningjafræðslunni að kókaín- neysla sé að aukast hjá krökkum á aldrinum sextán til átján ára og bendir á að hætt sé við því að ein- hverjir taki persónurnar sér til fyrirmyndar og líti svo á að lífs- stíllinn sem þær syngja um sé æskilegur. Ekki í lagi Kókaínneyslu er gerð góð skil í textum Ívars og Guðna en sam- kvæmt þeim fara Dr. Mister og Mr. Handsome sem stormsveipir á dansgólfum bæjarins og gefa konum kókaín í skiptum fyrir gróft kynlíf. „Ég sá í einhverjum dómi um þá að þetta væri ferskasta tónlist- in í dag og að þetta væri bara grín hjá þeim. En mér finnst þetta ekki í lagi og mér finnst þetta ekki fyndið. Ég held að þetta hafi áhrif og einhverjum krökkum mun eflaust finnast þetta kúl,“ segir Valgerður Pálmadóttir, nemi í kynjafræði í Háskóla Íslands, en hún vinnur nú að nýsköpunarverk- efni um íslenskar hljómsveitir frá sjónarhorni kynjafræðinnar. „Það merkilega er að þeir halda að þeir séu að ögra en það tekst ekkert alltof vel því svona húmor þykir normal. Þú er á móti straumnum ef þú bendir á að þetta er kvenfyr- irlitning, færð fleiri upp á móti þér ef þú mótmælir þessu,“ segir Valgerður. Valgerður gefur ekki mikið fyrir þær skýringar að Dr. Mister og Mr. Handsome séu óraunveru- legar persónur sem eigi að vera fyndnar. „Það er ekkert sem gefur til kynna að þetta sé grín og þetta er greinilega ekki ádeila. Mér finnst þetta svipað og Snoop Dog, hann var alltaf með örgustu kven- fyrirlitningu í texta og fólki fannst það bara fyndið og kúl. Svo var hann kærður fyrir hópnauðgun fyrir stuttu síðan. Þetta er greini- lega meira en húmor,“ segir Val- gerður. rosag@frettabladid.is Er allt leyfilegt í popptónlist? DIRTY SLUTTY HOOKER MONEY Á forsíðunni er mynd af ungri konu í gervi dópaðrar hóru. HELGI PJETUR JÓHANNSSON „Þetta er bara partí og skemmtileg tónlist,“ segir útgáfu- stjóri Cod Music, Helgi Pjetur Jóhannsson. VALGERÐUR PÁLMADÓTTIR Valgerði, nema í kynjafræði, finnst Dr. Mister og Mr. Hand- some hvorki fyndnir né kúl. ������� ����� ��� ���� ���������� ���� ����� ��� ������� ����� ������� ���� �������� ������ ���� �������� ��� ��������� ����� �������� ����� ����� ���� ������ ���� ����� ���� ������� ����� ����� �������� ���� ������� ������� ��������� ����� ����� ������ ���� ������ ������ ����� �������� ����� ����� ������ ���� ����� ���� ������ ���� ������ ���� ���� ������ ������� ��� ���� ���� �������� ������ ���� ������� �� �� ����� ���� ������ ������ �������� ������� ����� ������ ������ ������ ���� ������� ���� ������ ���� ���� �������� ����� ������� ���� �� ����� ������ ���� ������ ����� �������� ����� ������ ���� ������� ������� ������������������������������������������������������������������� �� � �� � ����� � � � � � ���������������������������������������������� ��������� �� �� �� �� �� �� ������������������� ����������������������� ������������������� �������������������� ������������������������ ��������������������� ����������������������� ��������������� �������������������������������������������� �������������������������������������� Dirty slut ... She‘s a dirty slut, take advantage of here dirty butt drag her to the toilet and I coke her up now I really got her dancing crazy and then later on, I´ll have my way with her that little slut, yeah dirty slut ... I´m a dirty slut, I like to lick a lot for some coka, in my nosejob I´m a dirty slut, I like to lick a lot for some coka, I´ll give a blowjob you can have my ass, for just a little cash or some coka in my nose-a you can own my ass, and keep all your cash or some coka in my nose-a you can own my ass, and keep all your cash I want some coka, give me some coka ... ÖSP ÁRNADÓTTIR Formaður Jafn- ingjafræðslunnar segir að kókaín- neysla hafi aukist á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.