Tíminn - 30.07.1978, Page 10

Tíminn - 30.07.1978, Page 10
10 Sunnudagur 30. júli 1978 hinstu og lengstu lotunni 25 sinnum varði Joe Louis titil sinn sem heimsmeistari í hnefa- leikum í þungavigtar- flokki. Á fjórða ára- tugnum vann hann 52 sinnum með rothöggi og hann varð eigandi auð- æva, sem námu meira en 1.3 milljarði króna. Nú eru auðævin löngu á þrotum, en Joe Louis stendur í ströngu sem fyrr. 1 nóvembermánuöi fékk hann hjartaáfall. Fyrstu fjóra mánuöina varö aö hafa á honum stööugar gætur, þvi skipta varö um hluta af aöal- slagæö. Þessa dýru læknisaö- gerð framkvæmdi hinn frægi skurölæknir, dr. Bakey, og helminginn af kostnaöinum greiddi gamall vinur hans, Frank Sinatra. Dóttir Joe Louis lagöi svo til þaö sem á vantaöi, en hún hefur tekjur af aö láta ljósmynda sig nakta. Um hriö leitsvo út sem þessi 65 ára gamli hnefaleikakappi mundi ekki risa upp aö nýju. En hann reis upp, þótt ekki væri þar sama heljarmennið á ferö og fyrr. A hátindi frægöarinnar vó hann 100 kiló, þegar hann gekk inn i hring- inn. Þegar hann var útskrifað- ur af spitalanum vó hann 65 kiló. Joe Louis í 1978: Joe Louis á nokkra vini eftir, þótt ekki sé hann auðngur sem fyrr. Og vinirnir eru honum mikils viröi, þvi nú vegur hann aðeins 65 kiló og er orðinn öryrki. 1937: Hinn 160 kllóa þungi þungavigtarmeistari, Joe Louis, herst hér við einn þeirra mórgu, sem máttu lúta i lægra haldi fyrir honum, Tommy Farr. Hann er ekki einfær um aö ganga óstuddur og er bundinn við hjólastól, sem hann losnar ef til vill aldrei viö. Læknar fylgjast daglega meö honum og f jórum sinnum i viku heim- sækir hann kona, sem reynir aö styrkja vööva hans meö æf- ingum. Siöustu árin, áður en hann fékk hjartaáfalliö, vann Joe Louis sem dyravöröur á einu stóruhótelanna i Las Vegas og hann á til að koma endrum og eins á hóteliö, þar sem allir gömlu vinir hans heilsa upp á hann. En það er ekki hinn gamli og góði Joe Louis, sem þeir hitta fyrir, heldur gamall maður meö gráa og skorpna húö og svartan Stetson-hatt, sem er allt of stór. En vinir hans eru æ hinir sömu og þeir styðja hann i þessari hinstu og lengstu lotu. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AKA Á DIESEL smmmrn* ARGERÐ 1970-DIESEL peir sem tyigjast meö, vita að Land Rover er bíllinn sem menn nota hér á landi. Hann sést alls staðar, í bænum, við vinnustaði, við sveitastörf, eða inni á afréttum, vaðandi yfir ár og urðir. Þeir sem þurfa traust farartæki, sem stenst mikið álag, misjöfn veður og fer vegi sem vegleysur, velja Land Rover. Enda þótt Land Rover breytist ekki á ytra borði er sífellt verið aó endurbæta hann. Viö kappkostum að veita góða viðgerða og vara hlutaþjónustu. Yfirbyggingin er úr áli og ryðgar því ekki, Land Rover er klæddur að innan og tilbúinn til skráningar. Land Rover - fjölhæfasta farartækið á ísiandi. P. STEFANSSON HF. HVERFISGOTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.