Tíminn - 30.07.1978, Side 26

Tíminn - 30.07.1978, Side 26
26 Sunnudagur 30. júli 1978 Nútíminn ★ ★ ★ V — úti í kulda yfirvaldanna Það er engin sæla að vera kyrkjari í Lundúnum þessa dagana, það hafa þeir vinir okkar og vandamenn i hljómsveitinni Stranglers fengið að reyna að undanförnu, því að það er sama þó að þeir rembist eins og rjúpan við staurinn í leit að leyfi til aö fá að halda hljómleika i þessari höfuðborg breska ,,/heimsveldisins", ekkert geng- ur. Það sem veldur þessum skorti á leyfum til handa kyrkjurunum til hljómleika- halds er einkum það að litlir kærleikar munu vera á milli þeirra og GLC (Greater London Council), sem eftir fréttum að dæma virðast hafa með útdeilingu skemmtanaleyfa í þessari Forsagan aö þessu máli á sér nokkuö langan aödraganda, en þó sauö fyrst upp úr i fyrra þeg- ar kyrkjararnir slógu öll fyrri met i ótuktarskap á hljómleik- um og fóru háöulegum orðum um viðkvæmar sálir GLC- manna, auk þess sem á þessum hljómleikum keyrðu ólæti áhorfenda um þverbak, þannig aö húsnæði þaö sem hljómleik- arnir voru haldnir i hefur ekki beðið þess bætur siðan. Af með- limum hljómsveitarinnar þótti Hugh Cornwell haga sér lang verst, og sagt er að GLC menn sjái rautt þegar á hann er minnst i þeirra viðurvist. Það sem af er þessu ári hafa Stranglers sem sagt gert árangurslausar tilraunir til þess að fá að troða upp i Lundúnum, og m.a. áttu þeir að koma fram á hljómleikum i Alexandra Palace (Ally Pally) að lokinni hljómleikaferð þeirra um mætu borg að gera. Norðurlönd á dögunum, en þeim hljómleikum var aflýst á siö- ustu stundu aö undirlagi GLC. Næsta tilraun sem Stranglers gerðu var á hljómleikum sem átti að halda á knattspyrnuvelli QPR, en allt sat við það sama, engin leyfi fengust. Kyrkjararn- ir voru þó ekki af baki dottnir og hugðust reyna að fá að koma fram á öðrum útihljómleikum sem halda á i Hyde Park i næsta mánuði, en áður en til þess kom aö GLC neitaði Stranglers um að koma fram, þá gaf Virgin hljómplötufyrirtækið, sem hef- ur einkarétt á hljómleikahaldi i Hyde Park, út þá yfirlýsingu að Stranglers fengju ekki að vera með, þvi að þaö þýddi ekkert vegna fjandsamlegrar afstöðu yfirvalda til hljómsveitarinn- ar. Þvi er það hald manna að Stranglers muni gripa til þess ráðs á næstunni að koma fram á einhverju laumuspili (secret gig), undir fölsku nafni, t.d. Johnny Sox (upprunalega nafn Stranglers) og hlunnfara þannig vini sina i GLC. Annars gera Stranglers það gott þessa dag- ana þ.e. utan Lundúna og á hljómleikum fyrir skömmu tróð fatafella upp með þeim i laginu Nice an’Sleazy og gerði það stormandi lukku a.m'.k. hjá þeim sem ekki lokuðu augunum fullir vandlætingar og heilagrar reiði yfir þessari „svivirðu”. Sem sagt Stranglers láta sér ekki segjast, þrátt fyrir fjand- semi yfirvalda og „velvak- enda” skrif i bresk blöð um fyrrnefnt stripl. —ESE Það er kreppt að Stranglers þessa dagana af yfirvöldum og velvakendum. Segja má að þeir séu úti I kuldanum I popp lffi Lundúna, en ef maður þekkir Hugh Cornwell rétt (sá i fötunum) þá hefur hann einhver ráð með aö hlýja sér.. Bowie-haust David Hemmings heitir maður sem nú vinnur að gerð 90 mínútna langrar kvikmyndar sem byggð er á hljóm- leikahaldi Davie Bowie í Earls Court Stadium í Lun- dúnum fyrr í þessum mánuði. Inn i myndina verður síð- an fléttað svipmyndum af Bowie utan sviðslífsins. Reyndar er Hemmings ekki ókunnugur Bowie, því að hann hefur nýlokið við að leikstýra nýjustu kvikmynd Bowie's „Just a Gigolo", en hún verður væntanlega tekin til sýninga um leið og hljómleikamyndin þ.e. í haust. Eins og þeir sem sáu „The man who fell to earth" rekur minni til, þá er Bowie ágætis leikari og nýja myndin er sögð engu síðari hinni fyrri, sem Nicol- as Roeg leikstýrði. Þá er og væntanleg tvöföld hljómleikaplata frá Bowie í haust sem bera mun heitið „Stage" eða Sviðið. Bowie, sem nú er sagður á hátindi frægöar sinnar hefur nýlokiö hljómleikaferðalagi um Bretland þar sem hann fékk mjög góðar viðtökur að sögn kunnugra. Úr MM. Hæfileikamestir i Bretlandi — „Tapararnir unnu alla sina leiki I útslitunum og stóðu uppi sem sigurvegarar”. Losers stóðu uppi sem ciffiiritDffQrQi* í 7. hæfileikakeppni ðig U1V Cgdi di Melody Maker Árlega heldur breska popp tímaritið Melody Maker mikla hæfileikakeppni þar sem rjóminn af hæfileika- fólki því, sem ekki er þegar orðið heimsfrægt leiðir saman hesta sína. Að þessu sinni bar hljomsveitin Los- ers sigur úr býtum í hljómsveitakeppninni, en Keith Pearson 27 ára gamall gítarleikari frá Ramsgate í Kent, sigraði í einstaklingskeppninni. Lokaúrslitin að þessu sinni fóru fram í Roundhouse hljóm- leikahöllinni f Lundúnum og var dómnefndin sem skar úr um hæfileika keppenda skipuð þeim Bob Geldof, söngvara Boomtown Rats, Justin Hayward úr Moody Blues, Ray Coleman, aöalrit- stjóra MM, og Brian Sheperd, forstjóra A & R hjá EMI hljóm- plötufyrirtækinu. Verðlaunin voru ekki slorleg frekar en endranær m.a. fengu Losers þúsund sterlingspund i reiðufé, ókeypis stúdiótíma hjá EMI (þar sem þeir byrja að taka upp plötu i september) og boð um að taka þátt í popp hátiðinni i Reading. Losers, sem aö vonum voru kampakátir eftir sigurinn, voru sagðir vel að honum komnir, en hljómsveitin er sögð leika rokk sem er undir áhrifum frá bandariskum hljómsveitum m.a. Eagles og einnig er hljóm- sveitin sáluga C S N& Y sögð vera einn áhrifavalda þeirra, en þess ber þó að geta að Losers eru sagðir leika mun kröftugri tónlist en fyrrnefndar hljóm- sveitir. Annars segjast Losers einfaldlega vera „nútimarokk hljómsveit”. Af framangreindu má sjá aö það er full ástæöa fyrir þá sem vilja fylgjast með hræringunum i breska poppheiminum að leggja nafnið Losers á minnið, þvi að þeim er ekki i kot visað sem komnir eru á jötuna hjá Melody Maker og EMI CrMM. Keith Pearson. Stranglers stríplast

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.