Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. ágúst 1978 9 um áhrif innrásarinnar í Tékkóslóvakíu Hvað segja þau H.R.— A miðnættiinótteru tiu ár liöin siðan rússneskir skriðdrekar tóku að skrölta yfir landamærin inn I Tékkóslóvakiu. Skröltið I skriðdrekabeltunum var hávært og heyröist langar leiöir, en enn- þá háværara varð þó það póli- tiska brölt sem Rússar hófu með þessum aðgeröum og bergmál þess var lengur að deyja út. Guðrún Helgadóttir: „Sovét ekki draumalandið sem menn höf ðu vonað” Matthias Jóhannessen: „Moggalygin reyndist sannleikur.” 1. Innrásin var staöfesting á þvi, að marxismi þrifst ekki nema þar sem alræöishyggja er allsráöandi. RUssar réöust ekki inn I Tékkóslóvakiu vegna þess, aö Dubcek ætlaöi aö breyta efna- hagsstefnu landsins i frjálsræöis- átt — Rússar hafa t.d. séö i gegn- um fingur viö Kadar i Ungverja- landi i þeim efnum — heldur af þeim sökum, aö Dubcek og félag- ar hans hugöust leyfa starfsemi fleiri flokka en Kommilnista- flokksins i Tékkóslóvakiu, auka prent- og málfrelsi og þar meö svigrtim fyrir skoöanaskipti. Þetta þoldu Rússar ekki né rikis- stjórnir annarra A-Evrópulanda. Þærvissu sem var, aö þá hryndi kommúnisminn til grunna í þess- um löndum. Hann þolir ekki spor i frjálsræöisátt. Hann þrifst aöeins i alræöisskipulagi. í Ungverja- landi réö þaö aftur á móti úrslit- um um innrás Rússa i landiö, aö Nagy-stjórnin hugöist ganga úr Varsjárbandalaginu og taka upp hlutleysisstef nu. Þá misstu heimsvaldasinnarnir I Moskvu þolinmæöina. Innrásin I Tékkóslóvakiu var enn ein staöfesting þess, hve lýö- Framhald á bls. 25 1. I fyrsta lagi batt hún enda á stórmerkilega tilraun tékkneskra kommúnista til aö brjótast út úr viöjum stalinismans og beina stjórnarfarilandsins inn á opnari og frjálsari brautir. I ööru lagi staöfesti hún þá skiptingu I yfirráöasvæöi sem stórveldin i austri og vestri hafa gert sin á milli og samkomulag þeirra um aö hlutast ekki til um aögeröir hvors annars á eigin yfirráöasvæöi, sbr. þá staöreynd aö Brésnjef hringdi i Johnson til aö fá grænt ljós áöur en hann fyrirskipaöi innrásina. 2. Vissulega. Hún geröi þeim is- lenskum sósialistum, sem ekki sáu endanlega i gegnum eöli hins sovéska stórveldis viö innrásina i Ungverjaland, ljóst aö Sovétrikin voru ekki þaö draumaland sem þeir höföu vonaö. Drottnunar- girni Sovétrikjanna og rótgróinn fjandskapur viö frelsi og mann- réttindi á litiö skylt viö hugsjón sósialismans og minnir óþyrmi- lega á aöfarir kapitalisku rikj- anna. Þaö sorglega viö alla um- ræöu um þessi efni er, aö henni er skipt I tvennt eftir þvi, hvort ósóminn er framinn austan hafs eöa vestan, og er þvi fullkomlega ósiöleg. En sem betur fór ollu at- buröirnir Tékkóslóvakiu sósial- istum um allan heim miklu hugarangri og einnig hér heima, og ég vona aö viö veröum aldrei svo langt leidd aö viö reynum aö réttlæta glæpi, þó aö þeir séu framdir i nafni sósialismans. 3. örlög Dubcekstefnunnar i Tékkóslóvakiu, svo og örlög stefnu Allendes i Chile (og hér mætti bæta viö löngum lista á báöa bóga) taka af öll tvimæli um aö bæöi Sovétrikin og Bandarikin eru tilbúin að ganga mjög langt til þess aö koma i veg fyrir fram- kvæmd sér óhagstæörar stefnu. Siöan Stalin, Churchill og Roose- velt skiptu heiminum á milli sin Framhald á bls. 25 Eiður Guðnason: „Fólk sá stefnu Sovétrikjanna grímulausa 1. Miklar vonir voru bundnar viö „voriö I Prag”. Þær uröu aö engu viö innrás Rauða hersins i Tékkóslóvakiu. Pólitiskt haföi innrásin auövitaö þau áhrif aö spenna jókst i samskiptum austurs og vesturs. Mörg riki mótmæltu meö því aö draga úr menningarlegum og viöskipta- legum samskiptum viö Sovétrik- in. Innrásin staöfesti ósjálfstæöi Austur-Evrópu rikjanna gagn- vart Sovétrikjunum og jafnframt þaö ógnardjúp sem staöfest er milli stjórnarhátta I kommún- istarlkjunum og lýöræöisrikjum I veröldinni. 2. Innrásin var auövitaö for- dæmd hér á landi, eins og hvar- vetna annars staöar utan kommúnistarikjanna. Meira segja gat Þjóöviljinn ekki lagt blessun sina yfir verk valdhaf- anna I Moskvu i þetta skiptiö, til þess var fordæmingin hér of al- menn. Ég hygg aö helstu áhrifin hér á landi af innrásinni hafi ver- ið þau, aö þarna sá fólk stefnu Sovétríkjanna grimulausa, og menn skildu betur eftir en áöur eðli hins alþjóölega kommúnisma eins og honum er stjórnaö úr hallarsölum Kremlar. Varanleg- ust áhrif innrásarinnar ættu aö vera þau á okkur Islendinga, aö Framhald á bls. 25 Margrét R. Bjarnason: „Vinstri mönnum var illa brugðið”. 1. Innrásin I Tékkóslóvakiu haföi, aö minu mati, mikil og margþætt áhrif, auövitaö fyrst og fremst I landinu sjálfu, en einnig i Evrópu allri og raunar viöa um heim. Ahrifin I Tékkóslóvakiu voru, frá minum bæjardyrum séð, verst aö þvi leyti, aö þaö and- lega frdsi, sem var byrjaö aö blómstra i stjórnartiö Dubceks og félaga hans.var kæft og ýmis þau mannréttindi, sem viö teljum sjálfsögö og ómissandi, voru fót- um troöin. Og á þessu viröist ekk- ert lát. Látum vera þó aö breyting hafi orðið á högum þeirra, sem fyrir innrásina voru „ofan á”, eins og sagt er. Ég tel þaö ekki skeröa viröingu manna, þó þeir veröi aö vikja úr svokölluöum „viröingar- stööum” vegna pólitiskra hrær- inga og jafnvel búa viö litil efni. En að fá ekki aö vinna fyrir sér meö þeim hætti, sem maöur kýs, að fá ekki friö i einkalifi sinu fyrir simahlerunum og njósnum, eiga yfir höföi sér húsleit lögreglu hve- nærsem er, aö geta ekki sinnt rit- störfum, hitt félaga sina eðlilega og eiga von á fangelsunum fyrir aö halda skoöunum sinum fram, mér óar viö slikum þjóöfélögum, hvar sem er, og þessi hafa orðið Framhald á bls. 26 Þaö bergmál barst hingaö upp til tslands og kallaöi fram ýmis viöbrögö i hugum manna þennan ágústmánuö fyrir tiu árum. Sum- ir fordæmdu aögeröir Rússa vægöarlaust, en aörir reyndu jafnvel aö bera i bætifláka fyrir þá. Nú, aö tiu árum liönum, er kannski betra aö meta þau áhrif sem innrásin haföi en þá er at- buröurinn átti sér staö. Viö báö- um því nokkra menn aö svara þremur spurningum varöandi þennan atburö. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvaða pólitisk áhrif hafði inn- rásin i Tékkóslóvakiu 1968? 2. Telur þú að hún hafi haft ein- hver áhrif hér á landi? 3. Ráða stórveldin hve langt riki, sem þau telja á áhrifasvæði sinu, geta gengið i framkvæmd stefnu, er brýtur I bága við hagsmuni stórveldanna? Guðrdn Helgadóttir „Nei, ekki hugmynd” Birgir Eövarðsson ólafur Finsen Ester óskarsdóttir Fólk á förnum vegi spurt um innrásina í Tékkóslóvakíu Sigriður ólafsdóttir Þórður Harðarson HR — Man fólk eftir atburðunum í Tékkóslóvakfu fyrir réttum tíu árum? Þekkir ungt fólk til þess sem þar gerðist? Til að grennslast fyrir um það brugðum við Tryggvi Ijósmyndari okkur niður í bæ og tókum fólk í Austurstræti tali. Við spurðum hvort það myndi eftir atburðunum í Tékkóslóvakíu 1968/ hver hefði gert innrásina og hvað hann hét sem var forvígis- maður „vorsins í Prag." Fyrstur varð á vegi okkar ungur maður og atvinnulaus, Birgir Eðvarðsson: ,,Jú, ég man eftir þessum atburðum,. mest af þvi sem ég las i blöðunum. Þeir höfðu þó ósköp litil áhrif á mig. — Þaö voru Rússar sem geröu innrásina og þaö var Dubcek sem var aðal- maöurinn i Tékkóslóvakiu.” Næstan hittum við mann, ólaf Finsen að nafni: ,,Jú, jú, eðlilega man ég eftir þessum atburðum og þeir höföu mikil áhrif á mig sem fleiri. Hverjir gerðu innrásina? Það voru Rússarnir og Alexander Dubcek hét hann, sem mest barö- ist fyrir umbótunum i Tékkóslóvakiu”. Húsmóðir meö börnin sin I bæjar- ferö varð á vegi okkar og viö gáf- um okkur á tal við hana. Hún sagöist heita Ester óskarsdóttir og kvaöst muna vel eftir innrásinn i Tékkóslóvakiu: „Þetta á ekki aö eiga sér staö” sagði hún. Viö spurðum hana hver heföi gert innrásina: „Þaö var Stalin — nei annars, var þaö ekki Krusjeff? Þetta er allt sama tóbakiö en hann hét Dubcek, sem var forvigismaður umbótanna i Tékkóslóvákiu.” Okkur langaöi nú aö athuga hvort þeir, sem voru á barnsaldri fyrir tiu árum, vissu eitthvaö um þessa atburöi. og bárum upp erindi okkar við unglingsstúlku i Austurstræti, Sigriði ólafsdóttur að nafni: „Ég man ekki neitt svoleiöis. Ég var bara krakki, 7 ára gömul, og ég man ekki heldur hver það var sem réöst inn i Tékkóslóvakiu” Vondaufir spurðum viö um for- vigismann aö „manneskulegum sósialisma”: „Nei ég man þaö ekki — réttara sagt ég veit þaö ekki — eins og ég segi, ég var bara krakki! ” sagöi hún aö lokum og var ekki laust viö aö hún væri oröin þreytt á okkur. Strákur var að hagræöa hjóli og reyndist hann vera fjórtán ára sendill, Þórður Haröarson aö nafni. Viö bárum upp spúrningar okkar meö efahreim: „Nei.” „Nei, ekki hugmynd.” „Nei, ég er svo neikvæöur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.