Tíminn - 20.08.1978, Page 33

Tíminn - 20.08.1978, Page 33
Hítíi iaiimk .OS iu%ttliuiiitu<í Sunnudagur 20. ágúst 1978 Vió hringveginn Vetrarmynd úr Fljótum Frábær RallvegurlO Frá Akureyri er haldiö i brak- andi þurrki eftir aö hafa fengiö vatnshosu f Vauxhallinn hjá Véladeild KEA. Oliumölin teygir sig suöur undir Dalvikurvegamót frá Akureyri og tveir félagar þeyta mótorhljól eftir veginum, en snúa við áöur en komiö er á mölina. Vegurinn til Dalvikur hefur verið stórbættur undanfarin ár en enn er hann grófur ofan og utan Hjalteyrar. Þar vantar bindiefnið sem gerir gæfumun- inn. A Dalvik eru áberandi alls konar nýbyggingar ibúöarhúsa og stofnana og má nefna apótekiö, sem er i sérkennilegri og fagurri nýbyggingu. Frá Dalvik til ölafsfjarðar er ekið um ólafsfjaröarmúlann, sólfagran sumarveg sem á vetr- um er einn versti vegur lands- ins. 1 ólafsfirði liggur strandaöi Færeyingurinn og heitiö er stór- féhverjum sem fjarlægir flakiö. Björgun H/F mun hafa máliö I athugun, enda færastir manna viö slik verk. Frá Olafsfiröi liggur vegurinn um Lágheiöi i Fljótin. Vegurinn um heiöina er frábær rallvegur, krókóttur, hæöóttur og niöur- grafinn, — ekki slæmur sumar- feröamönnum en ófær á vetr- um. Fljótin eru fögur sveit, en meö snjóþyngstu byggöum landsins. Sauðkræklingur sagöi mér, að þar gætu menn tyllt sér á simastauratoppana mestallan veturinn. Vegna vegageröar lenti gamla kaupfélagið i Haganes- vik utan „hringvegarins”. Nú hefur Kaupfélag Skagfiröinga, Fljótum byggt sér nýtt verslunarhús við vegamótin hjá Ketilási. Þar er ágætis aöstaöa til áningar fyrir feröamenn. I Fljótum og langleiöina til Siglufjarðar er gnægö góöra tjaldstæöa. Þar er tjaldaö til einnar nætur i sól og logni undir Illviörahnjúki. Siglufjöröur er skoöaöur i skyndi. Þar er húsa- einingaverksmiðjan, sem bygg- ir ein fallegustu timburhús landsins. Þau eru send i kassa meö slaufuhvertá land sem er, og prýöa nú byggöirnar. Til baka er aftur ekiö um skriöurnar vestan viö Dalatá, illvigan vetrarveg inn á jarösig- iö þar fyrir vestan. Þar sigur landiö á breiðu b'elti stöðugt fram, svo að á stundum slitnar vegurinn sundur við jaörana beggja vegna og vegageröin verður aö skunda á vettvang til aö jafna útstallinn sem mynd- ast. Það fylgir þvi viss óhugnaö- ur aö aka þennan kafla, þvi aö hvenær fer hann á fulla ferö niö- ur í djúpiö framundan sem er þekkt jaröskjálftasvæöi. Sólin bakar Skagafjörö og logniö er farið aö flýta sér, þaö er komið rok. Viö Sauöárkrók rennur nú Sauöá i öfuga átt, inn hjá Esso- stööinni um þaösvæöi, sem áöur voru hornsilapollar til yndis strákunum á Sauöá. Þeir veiddu hornsili þegar jafnaldrar þeirra á Króknum veiddu stórufsa viö bryggjurnar. Þetta var sumarið 1942. Gistihúsiö iVarmahliö er orð- iö aö þorpi. Þar byggöi Ragnar Arnalds, þvi aö auövitaö verða þingmenn aö eiga heima i kjör- dæminu, þó aö þeir vinni þvi mest gagn meö aö starfa fyrir sunnan. Þaö er alltaf munur aö vera heimamaöur! Vatnsskarö er ekiö fram á Bólstaöarhlið. Svartá og Blanda mynda síkvikan silfurlæk um Langadalinn I kvöldsólinni. Til Skagastrandar er ekið móti hvassviöri og sól, þar eru byggðir plastfiskibátar, allt að 9 tonn, og næst veröur ráöist i 15 tonna plastbát. A Skagaströnd hafa oröið stórkostleg umskipti slöari árin. Nú er þar fullatvinna. Unniðviö fisk, rækju, skipasmiöar, og loönubræösla er i byggingu. Oliumöl er aö koma á allar göt- ur og mikiö er byggt. Þaö eina sem vantar eru fastar feröir 1 sambandi viö Vængjaflugiö viö Blönduós.Um kvöldiö varleitaö hælis I Kvennaskólanum á Blönduósi. K.Sn. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla l t 'Iili. 1* í£ 33 Nv samstæða Skrifborð og hljóm- flutningstækjaskápur í tekk-lit og dökklitaðir Hægt er að renna skápnum saman og hafa hann mismunandi útdreginn SENDUM í PÓSTKRÖFU Föt Saumum eftir máli. Fjölbreytt efni, úrval. Öll snið. Þekk tir úrvals klæðskerar. Zlltima Kjörgarði II. hæð ! vJaBðÍre ' ^ Til viðskiptavina Nú tek ég á móti viðskiptavinum minum á saumastofu tíltimu og Austurgarðs i Kjörgarði. Mikið efnaúrval. Verið velkomin. Guðm. B. Sveinbjarnarson klæðskerameistari (áður að Garðastræti 2)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.