Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. ágúst 1978 21 „Þannig fór sú tilraun til að taka sér frí” segir Svavar Gestsson ritstjóri og alþingismaður — Éghef gert eina tilraun til að fara i fri i sumar, sagði Svavar Gestsson ritstjóri og þingmaður. Svavar, ásamt joninu Konu sinni og börnum Svavar Gestsson: „Ég hef engin áhugamál lengur — Þaö var um verslunar- mannahelgina. Viö hjónin ókum upp aö Reykholti og keyptum okkur inn á hóteli llklega i fyrsta sinni á ævinni og ætluöum aö eiga skemmtilega helgi. Viö vorum búin aö senda strákana noröur á Akureyri og stelpuna náttúrulega á Rauöhettu. A laugardagsmorgun var hringt. Þaö var ekki Alþýöu- flokkurinn heldur Fjóröungs- sjúkrahúsiö á Akureyri, annar strákurinn var kominn meö botnlangabólgu svo sá dagur fór i akstur. Þannig fór sú tilraun til aö taka sér fri i hundana. — Þiö hjónin eigiö heima viö Holtsgötu, á þeim slóöum búa ýmsir listamenn og aörir „sér- vitringar”? — Já.en viö erum ekki i elli- húsavináfélaginu eins og ég kalla þaö. Viö búum i einu skipulags- slysinu, um þaö bil 25 ára gamalli sambýlishúsaröö. Fluttum þangaö fyrir nokkrum árum raunar úr 50 ára gömlu húsi. En vel á minnst,eftir kosning- arnar kom til min maöur einn og spuröi.hvort ég ætlaöi ekki aö fara aö flytja. Það er viðurstyggi- legt,en það viröist vera rikjandi viöhorf hér á landi aö alþingis- menn og ritstjórar skuli búa viö svipaðan lifsstil og Albert Guö- mundsson eöa slikir menn,og eiga heima i þessum geymslum fyrir heldri menn i nágrenni borgar- innar. ' — Þú hefur þá hvorki staöiö i einbýlishússbyggingu eöa endur- nýjun ellihúss? — Ég get þaö hreinlega ekki. Astæöan fyrir þvi aö ég var sendur i skóla var einfaldlega sú aö ég var svo mikill klaufi i höndunum. Reyndar málaöi ég þessa ibúö þegar viö fluttum i hana. Og mér finnst út af fyrir sig gaman aö vinna likamleg störf. Ahugamál þin, Svavar? — Ég hef engin áhugamál lengur, ég er kominn á þann aldur. Eftirmáli: Meö tilliti til lesenda sem eru bókstafstrúar, skal þaö tekiö fram aö ritstjórinn og þing- maöurinn viröist af viöræöum viö hann aö dæma ekki hafa neitt færri eða ómerkari hugöarefni en gengur og gerist. I heimsókn Frásögn Sólveig Jónsdóttir Myndir Tryggvi Þormóðsson og Róbert Ágústsson Sigrún Stefánsdóttir: „Þaö er merkilegt hvaö þetta iitla dýr hefur skapaö mikiö lif I kringum okkur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.