Tíminn - 20.08.1978, Síða 28

Tíminn - 20.08.1978, Síða 28
28 Sunnudagur 20. ágúst 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku þrælahaldið var afnum- ið með lögum um 1830, og þá vildu svertingj- arnir ekki vinna hérna hina erfiðu vinnu á syk- urökrunum og við as- faltvatnið. Þeir kærðu sig ekki um að vinna meira en það, að þeir aðeins gætu dregið fram lifið, en þeir gerðu held- ur ekki miklar kröfur um lifskjörin. Þá datt stóreignamönnunum i hug að flytja inn verka- fólk frá Indlandi. Þetta voru afbragðs verka- menn, og þeir kunnu þarna svo vel við sig, að þeir settust flestir að á Trinidad, þegar hinn samningsbundni timi var útrunninn. Þess vegna eru hér nú um einn þriðji af ibúum eyj- arinnar Indverjar.” 5. Þau komu að as- falt-vatninuum hádegið. Það er i gýgmyndaðri ar, að skipið var á 48 gráðu vestlægrar lengd- ar. — „Á fertugustu og áttundu gráðu”, hugsaði Árni. Titanic hafði farist fyrir rúmum þremur ár- um á 50. gráðu vestlægr- ar lengdar. Þau höfðu þá á þessum þremur árum farið kringum hnöttinn frá vestri til austurs, en Titanic hafði farist á 41. gráðu norðlægrar breiddar, en hér voru þau rétt um miðbaug. Já, vissulega höfðu þau farið umhverfis hnöttinn á þessu þriggja ára ferðalagi. Þetta hafði verið löng og erfið ferð og Arna langaði ekkert að leggja strax upp i aðra slika. Með auknum hraða sigldi skipið i norðvesturátt meðfram strönd Guay- ama, og hinn 4. ágúst lagðist það fyrir utan Port of Spain — sem er höfuðborg á Trinidad. Hér var dvalið i 24 tima til að taka kol. Grainger stakk upp á að þau notuðu timann til að skoða hið merkilega „Asfaltvatn”, (Asfalt = jarðbik), sem er þarna á ströndinni um 70 km. frá höfuðborginni. Trinidad er frjðsöm eyja. Ferðini bifreiðinni eftir ströndinni með- fram viðáttumiklum ökrum, þar sem rækt- aður var bæði sykurreyr og kakótré, var þvi bæði fræðandi og skemmti- leg. Arni tók eftir þvi, að næstum þvi annar hver maður, sem þau mættu var Indverji. Þau óku lika i gegnum stór þorp, sem virtust eingöngu byggð af Indverjum. Þar voru indversk must- eri og Brahma-prestar og heilagar kýr á götun- um. Hann skildi þetta ekki. — Jú, hann vissi það, að Trinidad var meðal eyja, sem nefnd- ar eru Vestur-Indiur, en hann vissi lika, að þetta nafn snerti ekkert Ind- löndin. Hann sneri sér þvi til Wilsons, sem allt vissi og spurði: ,,Hvers vegna er hér svo mikið af Indverj- um?” ,,Þú manst það Árni,” tók Wilson til máls, ,,að skál örskammt frá ströndinni. 1 nágrenninu er mikið um oliulindir. Vatnið sjálft er um 0.4 ferkm. Afrennsli hefur það ekkert. Út i vatninu „synda” smá eyjar úr biki. Hitinn er hér óþol- andi.Trinidad liggur um 10 gráðum fyrir norðan miðbaug. Asfaltið (jarðbikið) bullar þarna stöðugt upp úr jörðinni og litur út eins og þykk, seig leðja. Aldrei tæmist „vatnið” þótt hundruð manna vinni þar daglega að ausa upp asfaltinu. Viða er yfirborð þessarar leðju svo þykkt og hart að vel má ganga á þvi, en hættulegt er það. Skánin getur allt i einu látið undan, og það væru ekki girnileg örlög að sogast ofan i þessa sjóð- heitu leðju. En merkilegast af öllu er það, að hér og þar i þessu svonefnda „vatni” finnast reglu- legir vatnspyttir. í þess- um pyttum er einkenni- leg fisktegund, sem lifir þarna i 40 gráðu heitu vatni og enginn veit á hverju þessi fisktegund lifir eða hvernig hún er þarna komin. Margt er fleira sér- kennilegt þarna. Landið umhverfis er eins og eldbrunnið og sjást þar hálfbrunnir trjástofnar. „Vel gæti ég trúað, að við stæðum hér á gýg- barni”, sagði Wilson, „og asfalt bulli upp um gýginn. Efnið i asfaltinu er raunar hið sama og i oliunni, en hvernig það getur streymt stöðugt út úr gýgholu, það er mér hulin gáta”. Berit hugsaði litið um þessi vandamál visind- anna. Hún var svo þjáð af hita, að hún gat ekki beitt huganum að öðru. Henni fannst sem hún gengi á eldsglóðum. Vesalings Linda eyði- lagði lika skóna sina, er hún steig óvart út á s jóð- andi bleytuna. „Að nokkur skuli geta unnið hér, það undrar mig stórum”, sagði Ber- it. Ég get vel skilið það, að svertingjarnir neit- uðu að vinna hér, þegar þrælastriðið var afnum- ið. Undravert að Ind- verjar skyldu fást hingað. Liklega eru þeir vondu vanir að heiman, en varla getur verið þar jafn ægilegt og hér, þvi að hér getur enginn haldið út til lengdar. 6. Er þau komu aftur um kvöldið til Port of Spain höfðu skipsmenn lokið við að taka kolin. Eftir klukkutima voru þau aftur komin út á hafið. Hinn 9. ágúst komu þau til Colon, en sú borg er við austurmynnið á Panamaskurðinum. Fyrir nokkrum mánuð- um hafði skurðurinn verið opnaður fyrir al- mennri skipaumferð. Ferðin gegnum skurð- inn er ætið hrifandi. Sumstaðar er uppgröft- urinn svo gifurlegur, að ótrúlegt er að það sé framkvæmt af manna völdum. Skipstjórinn sagði, að uppgröfturinn úr Cule- bra-hálsinum hefði sama rúmtak og 63 Ceops-pýramidar. — Flóðlokumar eru lika stórkostlegar. Hver þeirra er um 300 m löng og 33 metra breið. Eiga þær að geta fleytt stærstu herskipum. Árna þótti mikið til þessa mannvirkis koma, en bæði voru þau syst- kinin svo þreytt eftir ferðalagið, að jafnvel þetta áttunda furðuverk veraldar hafði litil áhrif á þau. Þeim var orðið mál á að komast i kyrrð og næði góðs heimilis. Þetta stöðuga ferða- lag gat haft þau áhrif, að þau glötuðu hæfileikan- um til að lifa heilbrigðu, kyrrlátu lifi. Ferðin gegnum skurð- inn tók átta klukku- stundir. Þá voru þau komin að Kyrrahafinu aftur. 1 Panama borginni við vesturmynni skurðar- ins, skildu leiðir. Þar sneru þeir Wilson og Clay aftur til heimila sinna i Lima. Skilnaður- inn var öllum sár, en það bætti úr skák, að báðir gerðu ráð fyrir að skreppa til Hawaii næsta sumar. Árni sendi simskeyti til Kristjáns frænda um það, hvar þau væru nú stödd. Bjóst skipstjórinn við, að hann myndi ná Honululu á 14. degi. Annars höfðu skipin stöðugt samband við land, þegar þau nálguð- ust eyjarnar og þá gæti frændi þeirra alltaf frétt um komu þeirra. 7. Þá var lagt út á Kyrrahafið og stefnt i norðvesturátt á leið til Hawaii. Vonandi var nú komið að leiðarlokum. Nú var nóg komið af æfintýrum og erfiðleik- um. Nú eða aldrei kæm- ust þau á áfangastað. Á þrettánda degi eftir að lagt var upp frá Pan- ama stóðu Árni og Berit á stjórnpalli um kvöldið og störðu i norð-vestur- átt. Skipstjórinn hafði sagt þeim, að brátt myndi hinn mikli viti á Hawaii verða sýnilegur. Þau störðu lengi út i dimmuna án þess að sjá nokkuð, en allt i einu virtist Árna hann sjá dauft ljós i vesturátt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.