Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. ágúst 1978 17 I n lí ta ,1 Q i C hristi ] Sft irb reyi tn li 1 R ri ÍStl S — eftirmáli i man sem sýndi okkur fólkið, hana. Þau voru bæði gráhærð og bæði mjög falleg. Og í fasi þeirra var virðuleiki og kyrrlátur friður, sem ég aldrei fyrr hafði séð hjá nokkurri mannsekju. Þau sýndu okkur myndina og bækurnar sínar. Þau áttu tvær bæk- ur prentaðar með fallegu kúrsívletri sautjándu aldarinnar á óforgengi- legan pappír og bundnar í pergament. Bækurnar tvær lágu á borðinu hjá háa messinglampanum. Við Fransesco opnuðum þær og lásum á þær. önnur var bænabók, hin var Eftirbreytni Krists eftir Thomas a Kempis. Ár er liðið siðan ég heimsótti gamla fólkið í litla afskekkta þorpinu niðri í Umbriu. Ég man ekki einu sinni hvað það hét, — var það Ripa, Civitella eða hvað? Við fórum um mörg þorp og staði á daglangri för um Fremri er auðmjúkur bóndi, sem þjónar guði en hrokafullur heimspekingur. — Eftirbreytni Krists, 1,2. í gömlu smáþorpunum skýrar man ég gamla á Italíu, sem hanga eins og grá svöluhreiður í fjallahlíðunum, er víða að finna leifar af máðum kaíkmyndum. Stundum er það Madonnuhöfuð sem lýtur blíðlega niður að hinu guðdómlega barni við götuhorn, eða þá mynd af heilögum Frans, sem þekkist á sárunum á fótunum. Stundum eru það tvö augu sem stara á mann út um ryðbrunna járnrimla. En framan við þessar myndir, sem regn ald- anna hefur veðrað, stendur á múrbrúninni gamall skörðóttur vasi, sem frómar hendur fylla við og við angandi blóm- um. Það var síðdegis í haust að við Fransesco fórum heiman að frá okkur í litla fjallaþorpinu La Rocca og héldum út á hina breiðu umbrísku sléttu. I tæru haustloftinu bar f jarlægð þorp greini- lega við himin á hæðunum, sem um- kringdu hina breiðu sléttu og lokkuðu okkur æ lengra. Við gengum inn í hvert þorpið af öðru, all- ar þessar fornu riddara- borgir, sem nú voru friðsæl svietaþrop, en þó stóðu þar enn hringmúrar og turnar. Alls staðar saf naði§,t að okkur fólk. Stundum leiddi það okkur til hrör legrar kirkju til að við gætum undrast gamla mýnd, og grænar plöntur greru milli fjalanna í gólfi skrúðhússins. Ann- ars staðar vorum við leiddir til veitingahússins og fólkið horfði á okkur borða og drekka, — hveitibrauð og ost með sætu, óhreinu víni. En í einu þessara litlu þorpa, þorpa, sem voru eins og Kapernaum og Kana á dögum Krists, var okkur vísað á gamalt kalkmálverk, sem gömul hjón áttu. Við gengum gegnum stóra smiðju þar sem allt var fullt af gamaldags verkfærum og merkilegum amboðum, og svo lausan stiga upp á aðra hæð. Gömlu hjónin sátu í herbergi þar sem eini glugginn vissi út að víðri sléttunni. Herbergið var hvítkalkað og þar voru engin húsgögn nema rúm, litið borð við rúmið og tveir þessara algengu ítölsku tágastóla. Trékross hékk yfir rúm- inu, og á vegg, sem Ijósið féll á skáhallt frá glugg- anum var myndin. Ég man lítið eftir myndinni. En þeim mun sléttuna. En oft hendir það mig — á miðri götu þar sem sporvagnarnir hringja og glamra, eða mitt i dag- legri önn og asa, — oft hendir það að ég minnist þessa dags og þessarar stundar. Ég sé fyrir mér litlar hvítkalkaða her- bergið, öldruðu, alvar- legu og fallegu hjónin — rúmið, tágastólana og borðið með bókunúm, bókunum tveimur sem voru allt þeirra bókasafn og sem þau lesa aftur og aftur. Ég finn á ný skuggsælan svalann i litlu stofunni og út um opinnn gluggann sé ég sólvafða Umbríu. Og þessi minning er mér eins og að hverfa f rá mjög forgengilegri þekk- ingutil tærrar, einfaldrar visku, og frá ringluðu glamri strætisins til unaðsríkrar rósemi heimilisins. Og að skrifa þessar lín- ur, sem standa hér á blaðinu, er eins og að setja blóm í gamlan vasa fyrir framan hálfmáða mynd, sem horfir djúp- um augum út úr vegg- skoti. Johannes Jörgensen fæddist i Svendborg áriö 1866 og lést 1956. Hann ákvað ungur að ár- um að helga sig ritstörfum og var bæði ágætt ljóðskáld og höfundur rita i lausu máli. Þekktastur er hann þó fyrir afskipti sin af trúmálum. Hann var kaþólskur og skrif- aði margt um trúmál og heim- speki, auk þess, sem hann skrifaði um ýmsa dýrlinga og framámenn kirkjunnar. Meöal annars skrifaði hann mikið rit um heilaga Birgittu. Ferðaþættir hans meö heim- spekilegu og bókmenntalegu ivafi eru snilldarverk, og ævi- saga hans, Mit Livs Legende, er allt i senn menningarsaga, heimspekirit og trúarjátning. Þátturinn, sem hér birtist, er úr safni Jörgensens af smáskissum, aðallega um trúarleg efni. Kallaði hann þessi verk sin Lignelser. y,^TTER TQyx Kiddicraft 'o G/?OW UP NÍ'G ÞR OSKALEIKFÖNG Eigum mjög gott úrval af þessum margviðurkenndu þroskaleikföngum fyrir börn á ýmsum aldri INGVAR HELGASON Vonorlandi v/Sogoveg — Simar 84510 og 8451 1 njuTn. M j'.iSíí É cT^> o o — Það er enginn heima — Ég er bara sfmsvarinn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.