Tíminn - 20.08.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 20.08.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 20. ágúst 1978 15 Kirsten og Hella frá Vestur-Jótlandi: Hér eru samskiptin milli karla og kvenna öOru visi en heima. Háti'ðisdagur, þegar fólk skynj- ar þann fagnaöarblæ.sem fylgir þvi aö komast heim úr herþjón- ustu. Eftir margra mánaöa ein- angrun er dagurinn loksins runninn upp, þegar ferðataskan er látin aftur, þvi frfið er aö hefjast. Útvarp stöövarinnar flytur án afláts kveöjur og heillaóskir til þeirra, sem ætla heim. útvarpiö segir einnig meö jöfnu millibili frá þvi hvar flug- vélin er stödd. Nú er aöeins einn klukkutimi, hálftími, kortér, fimm míniltur, þar til SAS flug- vélin lendir. Ogmargir „Thule- borgarar” standa i flugstöðinni, til þess að taka á móti gömlum kunningjum, sem eru að koma til baka og til þess að kveöja þá, sem fara. Hanna Lindberg fer með næstu flugvél til Danmerkur. HUn hefur veriö á Thule f um það bil eitt ár. HUn er vanfær og mun fæöa á RikissjUkrahUsinu i lok ágUst. Hanna Lindberg vill ekki gift ast föður barnsins, enhUn ætlar aftur til Thule og vinna þar áfram, þar til hún hefur unniö þar i tvö ár. — Ég fer til baka, þegarég hef fætt og barnið mitt á að fara i fóstur i Danmörku. Það verður okkur báðum fyrir bestu, þegar frá liður. Ég varð undanþegin skatti, þegar ég fór til 'Iöule. Fari ég heim nú, áður en tvö ár eru liðin, mun ég skyndilega standa uppi með 50 þúsund króna skattabyrði. Það verður ekki góð byrjun á tilverunni i Danmörku fyrir mig eða barnið. Og þaö er Utilokaö að ég geti tekiö barniö með hingað. Þess vegna læt ég þaö i fóstur þar til ég get farið heim, eftir tvö ár. Þegar ég svo kem heim til Dan- merkur, áriö 1979, mun ég hafa svo mikla peninga, að mér mun nægja aövinna hálfan daginn og þar með fæ ég tlma til að vera samvistum við barnið. Peningar Thule Viðhorf Hönnu eru mjög sér- kennandi fyrir fólkið á Thule. Það er þarna fyrst og fremst til þess að þéna peninga. Auk doll- ara er ekki margt mjög aðlað- andi við þessa amerisku her- stöð. Meðallaunin eru 8000 til 12000 danskar krónur (368 til 552 þús. isl. krónur). Um þaö bil 800 krónur eru greiddar Ut I hönd. Afgangurinn er langður inn i banka i Danmörku. Fæði og hUsnæði er ókeypis og 800 krón- ur hrökkva langt, sé ekki annað fyrir þær keypt, en vin, tóbakog smálegar nauðsynjar) Þótt þessi laun virðist góð, verður að minnast þess að i Thule er ekki unnin 40 tfma vinnuvika, heldur 50 til 60 tlma vinnuvika. En frltiminn getur lika orðið mikinum vandamál. 12 þúsund krónurnar er góð laun aðeins vegna þess að þær eru skattfriar og vegna þess að þeg- ar menn eyða svo litlu, er hægt að spara verulegar upphæðir. En það er einnig margs að sakna. Það er engin óhófsævi að búa i skálum ásamt tiu eða tólf öðrum mönnum og að vera sviptur aö mestu möguleikan- um til einkalifs. Menn verða að sætta sig við að bUa mánuðum saman, einangraðir frá fjöl- skylduog vinum, I snjó, stormi, kulda og mykri i þessum skál- um, þar sem barir, kvikmynda- hús, klúbbar, bókasafn, Iþrótta- salur, sjónvarp og bækur eru einu möguleikarrjir til þess að lifga upp á tilveruna. En konurnar hafa náð þarna jafn- réttisstöðu og fengið brotið nið- ur ýmsa fordóma, — sannað að þær geta spjarað sig við örðugar aðstæður, ekki siður en karl- mennirnir. Annette Gerding segist ekki hafa fyrrhaft þörf fyrir jafn marga samkvæmiskjóla og þarna á hjara heims. , MJOG HAGSTÆTT VERÐ Verio velkomm! LSI^afi SMIÐJUVEGI6 SIMl 44544 Nýkomin furusett Þriggja sæta sófi Tveir stólar og borð GARÐHÚSGÖGN Höfum fengið takmarkað magn af SÓL: SÓFUM STÓLUM OG BORÐUM Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.