Tíminn - 20.08.1978, Síða 40

Tíminn - 20.08.1978, Síða 40
Gagnkvæmt tryggingafélag Sunnudagur 20. ágúst 1978 — 180. tölublað —62. árgangur Moskva, Reuter. — Fyrir skömmu uröu sovéskir fiski- menn á veiðum i norður Kyrrahafi vitni að merkileg- um atburði, eftir þvi sem sovéska fréttastofan Tass hermdi i gær. Fiskimennirnir sáu hvar nokkrir tannhvalir lögðu til atlögu við sæljón, sem virtist eitt sins liðs. Atti sæljóniö i vök að verjast enda við ofur- efli að etja. En fyrr en varöi þusti hópur höfrunga á vett- vang og mynduðu hring um- hverfis sæljónið til að verja það tannhvölunum. Þetta bar árangur — hvalirnir hurfu á braut og höfrungarriir leystu upp hringinn. En nokkrum minútum seinna sneru hval- irnir við til nýrrar atlögu við sæljónið. Hið sama gerðist og i fyrra skiptið. Höfrungarnir þustu fram fyrir sæljónið en gerðu sig nú liklega til að ráð- ast á hvalina. Tannhvalirnir lögðu á flótta og sáust ekki meir. Sýrð eik er sfgild eign &GÖCiIf TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Kás — 1 Seljahverfi i Breiðholti byggir Byggingarsamvinufélagiö Vinnan 14 ibúðarhús i byggingar- reit sem félaginu hefur veriö út- hlutað, en fyrir nokkrum dögum voru reistar sperrur i fyrsta hús- inu. Framkvæmdir hófust i mars sl., og áætlað er aö öll húsin veröi orðin fokheld fyrir árslok. 011 eru húsin einbýlishús, skipulögð i éttri byggð, meö litl- um eigin loðum og bilskúr, en stórri sameiginlegri lóð. Meö þessum hætti hefur tekist aö nýta landiö i svipuðu hlutfalli og al- gengt er viö byggingu fjölbýlis- húsa,en skipulag húsa og lóöar er unniö i' samstarfi ibúöareigenda og arkitekts, ásamt fulltrúum borgaryfirvalda. Ekki liggja enn fyrir kostn- aðartölur um framkvæmdirnar, en stefnt er að þvi aö skilaverð húsanna verði fyllilega sam- keppnisfært við verð blokkari- búða af sömu stærð, byggðum á frjálsum markaði. Vart hefur orðið við mikinn áhuga meðal almennings á starfi félagsins, einkum meðal ungs fólks. Þess vegna hefur nú veriö ákveöið að boöa til fundar mánu- daginn 21. ágúst kl. 20.30 i Hamragörðum, þar sem mark- miö félagsins verða kynnt, svo og framkvæmdir þess i Seljahverfi, jafnframt þvi sem boðað er til stofnunar nýs byggingarhóps. Fundurinn er öllum opinn og allir sem áhuga hafa hvattir til aö koma. Höfrungar ekki aðeins vitrir — heldur líka hugrakkir Byggingarframkvæmdir Byggingarsamvinnufélagsins Vinnan f Seljahverfi í Breiðholti TIL UMHUGSUNAR Byggingasamvinnufélagið Vinnan: Ætla að byggja einbýlishús fyrir verð blokkaríbúða — skipulag unmð í samstarfi Um réttláta stjórn ,,begar konungurinn ríkir með réttlæti og höf ðingjarnir stjórna með réttvísi, þá verður hver þeirra sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúr- um, sem vatnslækir í ör- æfum, sem skuggi af stórum hamri í vatns- lausu landi. Þá eru augu hinna sjáandi eigi aftur- lukt og þá hlusta eyru þeirra, sem heyrandi eru, hjörtu hinna gálausu læra hyggindi og tunga hinna mállausu talar liðugt og skýrt. Þá er heimsking- inn eigi framar kallaður göfugmenni og hinn undirföruli eigi sagður veglyndur. Því heimskinginn talar heimsku og hjarta hans býr mönnum ógæfu, með því hann breytir óguðlega og talar villu gegn Drottni, lætur hinn hungraða vera svangan og gefur eigi þyrstum manni vatnsdrykk. Vopn hins undirförula eru skaðvænleg, hann hugsar upp pretti til þess að koma hinum umkomu- lausa á kné með lygaræð- um, og það jafnvel þótt hinn fátæki sanni rétt sinn. En göfugmennið hefir göfugleg áform og stendur stöðugur í því, sem göfuglegt er". (Jesaja) Fréttnæmt Káðherranel’nd Efnahags- bandalagsins helur ákveðið að hækka verulega framlög til annarrar fintm ára rann- sóknaráætlunar á sviði unt- hverfisntála. Verður hálfum áttunda milljarði króna varið til þeirra næstu árin. Er lögð áhersla á að kanna áhrif skað- legra efna á heilsu manna og umhverfi. Kannsakað verður hvernig unnt er að bæta gæði vatns, og auk þess verður reynt að kanna ntinnkun óson- lagsins í lofthjúpnum og áhrif- in af sivaxandi koltvísýringi i andrúmslofti. (Frankfurter Allgemeine Zeitung) Klóttamenn frá Kambódiu flytja þær fregnir, að Angkar- Samtökin, þ.e. kommúnista- flokkurinn hafi gefiö út til- skipun, sein kveði á unt hvaða daga ársins ungt fólk megi liafa kynmök eða sýna hvert öðru bliðu. Þeir, sent ekki fylgja þessunt fyririnælum eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Fylgir það fréttinni, að nokkrir slikir dauðadómar hafi þegar verið kveðnir upp. Margar alræðisstjórnir hafa verið siðavandar i hæsta máta fyrir hönd þegna sinna en þetta mun i fyrsta sinn aö svo nákvæmar reglur eru settar um kynlif fólks. (L’Express) Japanska stjórnin hefur i liyggju að verja 250 milljörð- um króna til þess að koma upp fiskbúskap við strendur lands- ins. Meira en helmingur af þeirri eggjahvitu sem Japan- ir neyta er úr fiski. Varla nokkur þjóö i heimi er svo háð fiskineti sem Japanir. Japanski togaraflotinn veiddi á siðasta ári um tiu milljón tonn og var þess nær alls neytt innanlands. Til að tryggja nægilegan fisk telja þeir, aö ekki komi annaö til greina en aia upp fisk á grunnvatni og ausa lionum þaðan á land i stað þess að verja miklum tima og fyrirhöfn i úthafs- veiðar. (Spiegel)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.