Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 31

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 31
Sunnudagur 20. ágdst 1978 31 16 ára stúlka synti yfir Ermasund Næst syndi ég báðar leiðir segir Ghrístine Flfleet frá Devon í Englandi ,,Ég geri ráö fyrir aB mér hafi veriö i blóö boriö aö synda,” segir Christine Fifleet. „Frænka mln var góö sundkona og var eitt sinn fulltrili fyrir Plymouth á sundmóti.” Sem sex ára hnáta læröi Ghristine fyrst aö synda, og hún hefur aldrei á ævinni fundiö til vatnshræöslu. Henni þótti gam- an aö synda frá þvi fyrsta og henni fór svo hratt fram, aö eftir tvö ár tók hún þátt i sundkeppni sem fulltrúi skóla sins, — og vann. „Þaö var stórkostlegt. Mér fannst bara aö ég yrði aö halda áfram aö vinna, en þaö geröi ég ekki næstu sex mánuði.” Næstu tvö árin vann Christine svo mörg sundafrek, aö tiu ára gömul var hún kosin fulltrúi i sinu skiri. „Ég ætlaöi ekki aö trúa þvi þá, — mér fannst þaö of gott, til aö geta verið satt. Loks þá fannst mér ég vera aö byrja aö klifra upp brattann. Christine tók að heillast af hugsuninni um að synda lengri vegalengdir, þegar hún hitti Owen Christie, sem synti yfir Ermasund fyrir nokkrum árum. „Þegar hann bauöst til aö hjálpa mér að æfa fyrir lang- sund, varð ég mjög upp meö mér. Við fórum vanalega niöur aö strönd við Torquay, svo ég gæti æft mig að synda i sjó. Þaö var erfitt i fyrstu, en þaö gaf mér þá hugmynd að reyna nokkuö, sem aldrei heföi verið gert áður, — að synda yfir Ermasund fram og til baka án hvildar. „Ég man eftir þvi, þegar ég kom heim einn daginn og sagöi foreldrum minum aö ég vildi synda yfir Ermasund. Þau skellihlógu, þar til þeim varð ljóst aö mér var alvara. Upp frá þvi hafa þau verið ágæt og hvatt mig áfram.” Þjálfari Christine, Tom Watch, fékk henni mjög strangt þjálfunarkerfi að æfa eftir. „Þaö er þaö versta, — ég verð svo löt , þegar ég á að fara aö æfa. Ég þarf aö fara á fætur fyr- ir allar aldir og synda, áöur en ég fer i skólann.” „Ég stunda lyftingar flesta laugardaga og nú lyfti ég 16 kg. sem er ekki svo slæmt. Sem bet- ur fer þarf ég ekki á ströngum kúrum aö halda, en ég á að halda mig frá kartöflum. Þaö bæti ég mér upp meö þvi aö éta heilmikiö af nýjum ávöxtum og kjöti. Maður þarf nefnilega að hafa gott fitulag á likamanum, ef maður á að þola við i isköld- um sjónum, og ég hef orðið aö velja á milli fagurs vaxtar og þess aö synda yfir Ermasund. „Ég tek þaö ekki nærri mér, þótt ég sé þétt á velli. Mikið af þessu eru vöövar. Ég hef alltaf verið stór og fengiö aö heyra ýmsar glósur, en mér stendur alveg á sama. „Ég á mér nokkra kunningja, stráka og s'telpur og fer oft út meðþeim, en sjálf er ég ekki meö neinum strák sem stendur. Æfingar fyrir sund yfir Erma- sund krefjast mikillar vinnu og þaö hefur Christine fengiö aö reyna. „Ekki er hægt aö biöa eftir aö sólardagarnir komi. Ég synti allan siðasta vetur og vatniö var svo kalt aö stundum sárfann ég tíl.” Aöur en hún reyndi I fyrsta sinn ab synda yfir Ermasund, synti Christine nokkur löng sund. Hún tók þátt I tveggja milna kappsundi og varö önnur, á einum klukkutima og niu mín- útum. Seinna lengdi hún fjar- lægöina upp 112 milur og loks 20 milur. Sumariö 1976, þegar hún var 16 ára, taldi Christine sig loks tilbúna til þess aö leggja i Ermasundiö. Hún kyssti for- eldra sina og lagöi af staö kl. 10,30 aö morgni frá Dover. Hún kom til Frakklands árla næsta . dags og haföi verið 14 tima 56 minúturá leiöinni! En þetta var ekki áhættulaust. „Þetta var ákaflega ein- manalegt. Mér þótti ég vera lokuö innan i sundgleraugunum og sundhettunni og var öll smurö meö ill-lyktandi gæsa- feiti! ” „Þaö er mikilvægt aö veröa ekki annars hugar, þegar mað- ur er að synda langar vega- lengdir, þvi þá er hætta á aö missa meðvitund og drukkna. Ég hafði yfir setningar úr leik- ritum, sem ég haföi æft ásamt félögum minum.” Barðist við þreytuna „Versti kaflinn á leiöinni var þegar ég var næstum hálfnuö. Þá fór oliuskip fram hjá og fimm feta háar öldur frá þvi skullu sifellt á mér, — þaö var skelfilegt.” Hún hryllir sig viö tilhugsunina. A sundinu fékk Christine sam- lokur og heita drykki frá bátn- um, sem fylgdi henni. „Ég gætti min á aö hvila mig öðru hverju, meö þvi aö láta mig fljóta aöeins I vatninu. Mér fannst undarlegt að maula samlokur um miðja nótt á sundi úti á sjó. Þegar ég hafði komiö þeim upp i mig voru þær vana- lega orðnar gegnsósa af sjó! „Annars var svo gott skyggni þarna um nóttina aö ég gat séö til Frakklands, næstum alveg frá þvi þegar ég lagöi af stað. Verst var .aö mér fannst ég aldrei nálgast ströndina neitt! Ég barðistviö þreytuna. Ég var komin svo nærri markinu aö ég mátti ekki gefast upp. Ég geri ráö fyrir að metnaöurinn hafi rekið mig áfram. „Þegar ég átti eftir svo sem 100 metra leiö mér betur, þótt mig verkjaði dálitiö I axlirnar. Ég held aö þaö hafi veriö vegna þess mikla léttis sem ég fann til, þótt ég væri aðframkomin af mæöi og gæti varla talað. Það fyrsta sem mig langaði til, var aö finna mér stein, sem ég gæti átt fyrir minjagrip. Ég haföi aldrei komiö til Frakklands áö- ur! Þegar Christine kom til baka, var henni fagnaö meö kampa- vinsveislu og henni bárust um 40 heillaóskaskeyti. „Þaö eina sem mig langaöi til var aö sofa, bara ekki svo lengi aö ég vaknaöi upp viö aö þetta heföi allt veriö draumur. Nú, þegar Christine hefur loks áttaö sig á aö þetta hefur tekist, ráögerir hún aö synda yfir Ermasund aö nýju, og nú fram og aftur! „Ég held aö ég sé fimmtug- asta og fyrsta konan, sem synd- ir yfir Ermasund, — og nú vildi ég gjarna veröa sú fyrsta, sem syndir báöar leiöir i einu.” „Auövitað veröa mér þaö vonbrigöi, ef þetta tekst ekki, en ég ætla ekki aö gefast upp. Þaö sem þarf er mikil þjálfun, heil- mikil heppni og mikil einbeit- ing, — og þessa stundina er ég I þannig skapi, aö ég held aö mér hljóti aö takast þetta”. Meö bikar og heiöursskjal Ermarsunds sigurvegara oc ALFA-LAVAL Bændur - Athugið! að panta ALFA-LAVAL RORMJALTAKERFIN sem fyrst, þar sem verðhækkun frá verksmiðju er væntanleg í lok september Viljum benda á að 50% stofnián fæst út á mjaltakerfi Kaupfélögin UM ALLTIAND Samband istenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.