Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 20. ágúst 1978 Sigurður Helgason forstjóri hjá Flugleiðum: „Alger paradís að vera um tíma fjarri síma og starfi” — Ef ég á að nefna aðalhugðarefni mitt þá er það bók- lestun segir Sigurður Helgason forstjóri hjá Flugleiðum. Það er helst að ég hafi tækifæri til að nota þann tíma/ sem ég hef aflögu, til að lesa. Starfi mínu fylgja töluvert mikil ferðalög og þá er handhægt að geta gripið í lestrar- efni ef tóm gefst. Siguröur Helgason er kvæntur sjóinn. Málverk eftir ýmsa Unni Einarsdóttur og eiga þau islenska málara. yngri og eldri fjögur börn á aldrinum ellefu til eru hibýlaprýöi. Og Siguröur seg- 24ára. Tveir synir eru heima, en ir langt vera siöan hann fór aö „Við höfum gaman af málaralist og áhuginn hefur aukist viö kynni af listafólki.” tvær dætur i Bandarikjunum. Fjölskyldan býr i einbýlishúsi á Skildinganesi viö Skerjafjörö. Þegar blaöamann og ljósmynd- ara ber aö garöi er fegursta sumarveöur og sólin glampar á festa kaup á málverkum þegar tækifæri gáfust: — Við hjónin höf- um gaman af málaralist og áhug- inn hefur aukist við þaö, að við höfum kynnst ýmsu listafólki. Við dvöldumst lengi vestan hafs og kynntumst þá m.a. Ninu Tryggvadóttur og manni hennar A1 Copley, Lovisu Matthiasdóttur og Leland Bell og dóttur þeirra Temmu Bell, en fjölskyidan er öll málarar. — Við sækjum töluvert málverkasýningar og þá einnig erlendis ef timi er afgangs. — bá höfum viö hjónin gaman af tónlist. Við hlustum bæöi á tónlist hér heima og notum vel flest tækifæri, sem bjóðast til aö sækja tónleika. — Ég hef gert svolitið af þvi aö fara á skiði og hef gaman af þvi. Meöan viö bjuggum i Bandarikj- unum gafst tækifæri til aö kenna öllum börnunum aö fara á skiö- um. Einstaka sinnum fer ég i veiði- feröir. Viö erum nokkrir félagar, sem höfum farið saman árlega i veiöi i Héöinsfirði. Þar er alger paradis. Þetta er eyöifjörður, al- gerlega einangraður, enginn simi og ekki möguleiki aö ná til manns. I Héðinsfjörð er ekki hægt að komast nema á sjó, og svo gangandi, en yfir há fjöll er að fara, ég hef farið þá leið einu sinni og geri þaö tæpast aftur. Anægjan af veiðiferðum er i minum augum ekki fyrst og fremst vonin um veiði, heldur sú að vera á ferli úti i náttúrunni og fylla lungun af góðu lofti. — Annars er ekki sista likams- ræktin eöa útiiþróttin að ganga hressilega við og við. bað gerum við hjónin oft og tökum þá eftir þvi hve fáir eru á ferli fótgang- andi. Fólk virðist vera hætt að nota fæturna. Þá hef ég ánægju af að ferðast til annarra staöa i þessari stóru veröld. Ég á ekki við feröalög i tengslum við vinnu, þau eru bæði þreytandi og erfið. En við höfum haft tækifæri til að heimsækja lönd og borgir, sem okkur voru framandi, og sjá menningu sem við höfðum ekki kynnst áður. Það hefur verið bæði skemmtilegt og áhuga'vert að koma til hinna ýmsu heimshluta. — Tómstundirnar eru raunar of fáar, segir Sigurður Helgason. — Konan segir stundum að vinnan sé mitt forgangsverkefni númer eitt, tvö og þrjú, annað komi ein- hvers staðar þar á eftir. En ég vil nú kannski ekki alveg samþykkja það. „Sonurinn tekur mestan tíma ” — segir Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður Sjónvarps — Héðinn er helsta áhugamálið hér innanhúss, sagði Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður, þegar við heimsóttum hana og þriggja ára son hennar heima hjá þeim i Breiðhoiti. — Eiginlega á ég engar fri- stundir, en ég er alltaf að biða eft- ir þeim. Ég vinn á vöktum og þess á milli er allt sem biöur min hér heima. Auk þess er ég dugleg viö að hrúga á mig alls konar auka- verkefnum i tengslum við starfið. — Hafi ég einhvern tima aflögu nota ég hann gjarnan til þess aö „trimma”, þaö er það sem ég geri skemmtilegast utan vinnu. Ég syndi, i sumar kynntist ég þeirri ágætu iþrótt, badminton, sem mér þykir mjög skemmtileg og er ákveöin i að halda áfram aö stunda, svo fer ég i gönguferðir og þess háttar. Hreyfing er frumskilyröi þess aö mér liöi vel og ég læt allt annað sitja á hakanum. — Nú svo er ég að myndast við að ala Héöin upp og vera með honum. Oft koma heilar vikur, að ég varla sé hann nema sofandi og mér finnst ég veröa að bæta hon- um það upp þess i milli. — Svo tek ég „tarnir” og les. Hvaö ég les? Þaö fer nú mest eftir árstlmum og skapi. Ef mér liöur vel á sumrin les ég ljóö, en á veturna...ja, þá les ég eiginlega hvaö sem er. Annars hef ég takmarkaö at- hafnafrelsi. Vinnutiminn hjá Sjónvarpinu gerir það að verkum, að ég þarf að hafa barnfóstru annað hvert kvöld að jafnaði, sem sækir Héðin fyrir mig á dag- heimilið, og ég vinn lika aöra hverja helgi og eitthvaö flestar hátiöir Mér finnst gaman að prjóna og i menntaskóla komst ég á lag meö að lesa um leið og ég prjóna með þvi að hafa bókina á nótnagrind. Ég vil helst ekki prjóna annaö en þaö, sem ég get annaö hvort lesið eöa horft á sjónvarp með i leiö- inni. Fullkomin nýting á tíma. — Kettlingurinn, hún Skella, hefur verið helsta viöfangsefni okkar Héðins að undanförnu, við erum að reyna að kenna henni góða siöi. Og það er merkilegt hvaö þetta litla dýr hefur skapað mikiö lif i kringum okkur. •- Þá hef ég gaman af aö ferð- ast. Ég hef skoðaö töluvert af Is- landi.ená þó margt eftir ennþá. Héðinn og Skella kúra sig f stólnum hjá Sigrúnu Annars er ég hálfgeröur hrak- fallabálkur, festi bilinn á óheppi- legustu stöðum og þar fram eftir götunum. hann allan, en það verður að biða — Jú, ég hef séð dálitið af a.m.k. þangað til ég er búin að heiminum og langar til að skoða borga Ibúðina mina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.