Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 17

Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 17
FIMMTUDAGUR 7. september 2006 17 AUSTURRÍKI, AP Í húsi austurríska mannræningjans Wolfgang Priklopil, sem fyrirfór sér eftir að hin átján ára gamla Natascha Kampusch strauk úr haldi hans, fannst tölva sem er svo gömul að austurríska lögreglan er í mestu vandræð- um með að rannsaka gögn úr henni. Tölvan er af gerðinni Commodore 64, en slíkar tölvur nutu mikilla vinsælda fyrir um tveimur áratugum. Gerhard Lang, yfirmaður í rannsóknar- deild austurrísku lögreglunnar, segir að erfitt verði að flytja gögnin yfir í nútímatölvu án þess að eitthvað glatist. - gb Austurríski barnsræninginn: Gömul tölva veldur vanda NATASCHA KAMPUSCH SPÁNN Spænska og franska lögreglan gerðu þrjú tonn af hreinu kókaíni upptæk af seglskútu í síðustu viku. Skútan er skráð í Bretlandi og fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um málið. Skútan var stöðvðuð við strendur Kanaríeyja, en smyglarar velja oft að flytja eiturlyf til Evrópu í gegnum Spán. Verðmæti kókaínsins mun vera um 18 milljarðar króna. Ellefu manns, sem allir eru taldir tilheyra sama eiturlyfja- hringnum, hafa verið hand- teknir í tengslum við málið. - smk Kanaríeyjar: Þrjú tonn af kókaíni fundust NEYÐARAÐSTOÐ Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tuttugu milljón- um króna í neyðar- og mannúðar- aðstoð í Darfúr-héraði í Súdan. Sex milljónir króna renna til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hjálparstarfs alþjóðasamtaka kirkna, ATC, í héraðinu og 200.000 bandaríkjadalir fara til neyðaraðstoðar á vegum Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt áætlunum Samein- uðu þjóðanna eru meira en tvær milljónir manna heimilislausar vegna ófriðar í landinu og fer ástandið versnandi. - rsg Utanríkisráðuneytið: Tuttugu millj- ónir til Darfúr BARN Í DARFÚR Rúmlega tvær milljónir manna eru heimilislausar í héraðinu. SJÁVARÚTVEGUR Gamli slippurinn í Vestmannaeyjum verður lagður niður um næstu mánaðamót og síðasta verbúðin þar í bæ mun heyra sögunni til í nóvember næstkomandi. Tré- og skipasmíðastöðin Stoð og stytta hefur verið með aðstöðu sína við gamla slippinn en húsnæðið sem og slippsvæðið er í eigu Vinnslu- stöðvarinnar. Stjórnendur hennar hafa nú ákveðið að rífa húsið við slipp- inn og flytja þangað olíu- og lýsistanka fyrir bræðsluna, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar framkvæmdastjóra. Verbúð Vinnslustöðvar- innar hefur verið í húsnæðinu sem nú stendur til að rífa og hefur leigu- samningum við íbúa verið sagt upp. Verða þeir komnir í annað húsnæði fyrir í nóvember næstkomandi að sögn Sigurgeirs Brynjars. Einn íbúi þar hefur verið á verbúð Vinnslustöðvarinnar í 30 ár. Mikil starfsemi fór fram í gamla slippnum og segir Þórólfur Vil- helmsson hjá Stoð og styttu að tugir manna hafi unnið þar um miðbik síðustu aldar og fjölmörg skip verið smíðuð þar. Skipalyftan ehf. er hins vegar stærsta slippstöðin í Vestmannaeyjum og eftir næstu mánaðamót sú eina. - jse Breytingar á svæði gamla slippsins í Vestmannaeyjum: Gamla slippnum og verbúðinni lokað GAMLI SLIPPURINN Húsið með græna þakið lengst til hægri verður rifið en þar í kjallaranum hefur Tré- og skipasmíðastöðin Stoð og stytta verið með aðstöðu sína. Verbúð Vinnslustöðvarinnar er á efri hæðum. ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði AÐEINS 0,7% FITA Léttreykta kjúklingaáleggið frá Holtakjúklingi er margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði. Þú finnur vart fituminna álegg. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 2 1 8 Geimskoti frestað Bandaríska geimferðastofnunin NASA frestaði í gær að skjóta upp geimskutlunni Atlantis eftir að vandkvæði komu í ljós á raforkukerfi skutlunnar. Reynt verður aftur næstu daga. BANDARÍKIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.