Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 79
43
Kvikmyndin The Godfather er af mörgum talin vera
einhver besta kvikmynd sem gerð hefur verið. Myndin
er byggð á samnefndri skáldsögu Mario Puzo um Cor-
leone-fjölskylduna sem berst um völd og yfirráð í New
York. Puzo skrifaði síðan sjálfur handritið að myndinni.
The Godfather er erkitýpa allra mafíósamynda, upphaf-
ið að öllu.
SAGAN Mario Puzo byggði fjölskylduföðurinn Don Vito Corleone
á tveimur þekktum mafíuforingjum, annars vegar glæpaforingj-
anum Frank Costello sem réði ríkjum í New York og hins vegar
Vito Genovese sem næstum tókst að ná undir sig öllu veldi
mafíunnar í Bandaríkjunum. Puzo notaðist við minningabrot
þeirra og eru nánast öll atvikin í myndinni byggð á lífsreynslu
þessara manna.
DON VITO CORLEONE Þó að Frank Sinatra hefði mikla andúð
á þessari skáldsögu Marios Puzo grennslaðist hann fyrir um
hvort Francis Ford Coppola hefði áhuga á að fá hann til liðs við
sig. Tengsl Sinatra við mafíuna hafa lengi verið á milli tannanna
á fólkinu í Hollywood og gekk Sinatra svo langt að bjóða Copp-
ola aðstoð sína. Leikstjórinn vildi hins vegar ekki sjá Sinatra
og taldi að einungis Marlon Brando eða Sir Laurence Olivier
gætu túlkað Don Vito Corleone enda væru það bestu leikarar
allra tíma.
Á RÉTTUM STAÐ Al Pacino hlaut heimsfrægð fyrir túlkun sína
á Michael Corleone en hann var langt frá því að vera efstur
á óskalistanum. Francis Ford Coppola og yfirmaður Para-
mount, Robert Evans, reyndu að fá þá Warren Beatty, Alain
Delon og Burt Reynolds til að taka hlutverkið að sér. Þegar
það gekk ekki vildu þeir fá Robert Redford til liðs við sig.
Coppola hafði samt alltaf í huga ungan leikara sem hafði
nýverið hlotið Tony-verðlaunin á Broadway, Al Pacino.
Evans var ekki par hrifinn af Pacino og kallaði hann oft
„dverginn“ í samtölum sínum við Coppola. Þegar Pacino
frétti að Redford væri númer eitt réð hann sig í kvik-
myndina The Gang That Couldn‘t Shoot Straight. Að endingu varð Paramount
þó að láta undan kröfum Coppola og var Pacino keyptur frá Metro Goldwyn
Meyer. Til gamans má geta þess að Robert De Niro hafði fengið lítið hlutverk í
fyrstu Guðföðurmyndinni en gaf það frá sér til að taka að sér hlutverk Pacinos
í The Gang. Þetta gerði honum kleift að snúa aftur til liðs við Coppola í öðrum
hluta Guðföðurins en túlkun hans á hinum unga Vito Corleone skaut De Niro
upp á stjörnuhimininnn.
SKEMMTILEG STAÐREYND Sylvester Stallone reyndi
að fá lítið hlutverk í myndinni en fékk ekki. Hann ákvað
þess í stað að hæfileikar hans lægju í handritaskrifum og
skrifaði handritið að kvikmyndinni The Lords of Flatbush
þar sem hann fór sjálfur með aðalhlutverkið.
Guðfaðir Coppola
SÍGILD SNILLD
The Godfather (1972): Fyrsta kvikmynd Francis Ford
Coppola um Corleone-fjölskylduna er sígild snilld og er
það skylda hvers kvikmyndaáhugamanns að hafa séð
hana oftar en einu sinni.
The Godfather: Part II (1974): Annar hlutinn var engu
síðri en þar er brugðið upp minningarbrotum frá upp-
hafsárum Vito Corleone sem Robert DeNiro túlkar stór-
kostlega.
Pulp Fiction (1994): Quentin Tarantino kom sér í
hóp bestu kvikmyndaleikstjóra sögunnar með þessari
snilldarkvikmynd þar sem hver stórleikurinn af fætur
öðrum blómstrar. Handrit hans og Roger Avery er sann-
kallaður gullmoli.
12 Angry Men (1957): Þessi tímalausa Sidney Lumet-
mynd með þeim Jack Warden og Henry Fonda í aðal-
hlutverkum er af mörgum talin vera einhver besta
spennumynd allra tíma. Segir frá kviðdómanda sem
reynir að sannfæra aðra kviðdómendur um að ekki sé
allt með felldu í morðmáli.
Cidade de Deus (2002): Snilldarverk Fernando Meirell-
es um götubörnin í Rio er ótrúlega áhrifamikið og skilur
áhorfendann eftir í áfalli yfir þeim lifnaðarhætti sem þar
í hávegum hafður.
The Silence of the Lambs (1991): Styrkur þessarar
myndar liggur fyrst og fremst í rafmögnuðu sambandi
Hannibal Lecter og Clarice Starling. Anthony Hopkins
sýnir stjörnuleik.
Fight Club (1999) David Fincher fékk þá Edward Norton
og Brad Pitt til að lumbra hvor á öðrum í hrottalegri
kvikmynd sem er ádeila á VISA og IKEA.
Bestu glæpamyndirnar