Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 4
4 9. september 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ 8.9. 2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,2255 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 71,34 71,68 133,5 134,14 90,67 91,17 12,15 12,222 11,016 11,08 9,728 9,728 0,6122 0,6122 105,54 106,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR PALESTÍNA Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu valda þjáningu og angist íbúa þar, fremur en að skapa vilja til sátta og samninga. Alþjóðlegar refsiaðgerðir einangra Palestínumenn og eru að ganga af efnahag svæðisins dauðum, að mati Karen Abuzayd, eins yfirmanna neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Abuzayd óttast einnig að flestar stoðir samfélagsins séu við það að bresta og segir brýna þörf fyrir alþjóðlegt gæslulið til verndar Palestínumönnum. Í viðtali við BBC- fréttastofuna reifar Abuzayd ástand mála í Palestínu og minnist á innilokunarkennd fólks sem hefur búið við hernám í 37 ár. Í grein breska blaðsins Independent, sem birtist í vikunni, er Gaza-svæðinu líkt við fangelsi. Fréttaritari blaðsins segir íbúana við hungurmörk og að verið sé að eyðileggja gjörvallt samfélagið með árásum Ísraels- manna. Síðan árásirnar hófust seint í júnímán- uði, hafa 262 látið lífið, þar af 64 börn og 26 konur. 1.200 hafa særst og um sextíu misst útlimi. Lyf á sjúkrahúsinu eru af skornum skammti, en þriðjungur sjúklinga er á barns- aldri. Síðustu 74 daga hafa verið gerðar 250 loftárásir á svæðinu. Í vikunni hafa staðið yfir víðtæk verkföll á Gaza-svæðinu vegna þess að 165 þúsund opinberir starfsmenn hafa ekki fengið laun greidd í hálft ár. Forsætisráðherra heima- stjórnarinnar lýsti því yfir í gær að ekki stæði til að Hamas-samtökin létu völdin af hendi. - kóþ Auknar áhyggjur af velferð Palestínumanna, sem hafa búið við hernám í 37 ár: Gaza-svæðið minnir helst á fangelsi RÁÐIST Á ÞINGHÚSIÐ Víðtæk verkföll hafa staðið yfir á Gaza-svæðinu vegna þess að 165 þúsund opinberir starfsmenn hafa ekki fengið launin sín greidd. STJÓRNMÁL „Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýs- ingum um fjárhagsstöðu þess.“ Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. for- mennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. „Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveit- arfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstr- arvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með,“ segir Björk. Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður henn- ar liggi fyrir í byrjun næsta mán- aðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. „Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar.“ Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtæk- isins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrir- komulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgar- stjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtæk- isins. „Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmda- stjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgar- stjórn.“ Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmun- um Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun. bjorn@frettabladid.is Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó Björk Vilhelmsdóttir leyndi ágreiningi sem uppi var innan stjórnar Strætó bs. um reksturinn. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir til athugunar að breyta fyrir- tækinu. Þær eru sammála um að hlutur Reykjavíkur í stjórn Strætó sé of lítill. STRÆTÓ Í STARTHOLUNUM Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk Vilhelmsdótt- ur um að leyna upplýsingum um bága fjárhagsstöðu Strætó. Björk neitar ásökunum og kveðst ekki hafa viljað skapa neikvæða umræðu þegar nýtt leiðakerfi var kynnt. Saddam og al-Kaída ótengd Í nýrri skýrslu CIA til bandaríska þingsins segir að engin tengsl hafi verið milli al-Kaída og Saddams Hussein. Þetta er áfall fyrir forsetann, sem hélt öðru fram, segja þingmenn demókrata. BANDARÍKIN STJÓRNMÁL Afnotagjald Ríkisút- varpsins hækkar um átta prósent um næstu mánaðamót. Ríkis- stjórnin samþykkti tillögu menntamálaráðherra þess efnis á fundi sínum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins æsktu stjórnendur RÚV átján prósenta hækkunar. Almennt afnotagjald nemur, eftir hækkunina, 2.921 krónu á mánuði en aldraðir og öryrkjar fá tuttugu prósenta afslátt. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækkuðu síðast vorið 2004. - bþs Afnotagjald Ríkisútvarpsins: Hækkað um átta prósent Í Fréttablaðinu í gær misritaðist að sex mánaða bið væri eftir þjónustu talmeinafræðings á Heyrnar- og tal- meinastöð. Hið rétta er að biðtíminn er aðeins nokkrar vikur. LEIÐRÉTTING DANMÖRK Nokkrar skopmyndanna af helför gyðinga, sem gerðar voru eftir að ráðamenn í Íran efndu til samkeppni um þær, hafa verið birtar í danska blaðinu Information. Myndirnar líkja bágbornum aðstæðum Palestínu- manna við helförina og áttu að vera mótvægi við teikningarnar af Múhameð spámanni, en um fimmtíu manns létu lífið vegna fársins sem þær vöktu víða um heim. Í viðtali við BBC segir ritstjóri Information að myndirnar séu „smekklausar“ en birting þeirra sé ekki fjölmiðlabrella; þær séu birtar að vel ígrunduðu ráði. - kóþ Mótvægi við teikningafárið: Helfararmyndir í dönsku blaði LOFTHELGI Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að Bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið. Þetta kom fram í fréttum NFS í gær. Ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum á Íslandi. Kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í lofthelgina. - sþs Valgerður Sverrisdóttir: Staðfestir ekki flugvélaeftirlit VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR BJÖRK VILHELMSDÓTTIR ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ��������������� ����������������� ����������������� ����������������� ����������������� ��������������� ��������������� �������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ���������� ���������� ������������������ ��������������� ������������������ ������������ ����� �� ������������� ���������� ������� ������������ ���������������������� ������������������� ������������������������ ������������������ ��������������������� ������������������� ������������������ �������������������� ������������������������ ������������������� ������������������� ������������� �������������� �������������� ��� �������������������� � ����� ��������������������������� ����� �� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � �� �� �� �� �� �� � �� � � � � � � � �� �� �� ���� �� �� �� ���� � � ��� � � 52 milljónir ljósapera Forseti Venesúela ætlar að fara að fordæmi Fídels Kastró og gefa þegn- um sínum vistvænar ljósaperur til að stuðla að umhverfisvænum orku- sparnaði. Forsetinn segir gjöfina fyrsta skrefið í „orkubyltingu“ landsins. VENESÚELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.