Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 50
10
„Sandblástursfilma er vínylfilma
sem er límd innan á gler og lítur
út fyrir að vera eins og sandblástur
á glerinu,“ segir Einar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Memo.
„Notkunarmöguleikarnir eru
talsvert miklir. Filman er mikið
notuð í heimahúsum, til dæmis á
baðherbergisglugga og í anddyri.
Það er hægt að skrifa nöfn íbúanna
í filmuna eða setja skraut. Hún er
líka notuð í bílskúra og þess háttar,
þar sem fólk vill ekki að sjáist inn
en vill samt fá birtuna. Svona filma
hleypir um 90% af birtu í gegn-
um sig en brýtur niður sólarljósið
og sólargeislarnir verða ekki alveg
eins sterkir.“
Einar segir fólk geta komið með
sérstakar óskir um hvernig það
vill til dæmis skreyta filmuna og
jafnvel sé hægt að litprenta á þær
myndir. „Til dæmis mynd af barn-
inu í baðherbergisgluggann. Það
eina sem fólk þarf að hafa áður en
það kemur til okkar er hugmynd
um hvað það vill. Ef það er ekki
með neinar myndir eða mynstur til-
búin er hægt að velja úr stóru safni
okkar og svo getum við líka teiknað
eitthvað upp,“ segir Einar.
Filmur sem þessar eru líka
vinsælar hjá fyrirtækjum. „Fyrir-
tæki og stofnanir nota þær til að
skerma af glerveggi og það er hægt
að skera í þær munstur eða merki
fyrirtækisins, eða prenta það í lit á
filmuna.“
Hjá einstaklingum njóta þær líka
sívaxandi vinsælda. „Þetta vinn-
ur alltaf á. Ég hélt að þetta mundi
stoppa en sandblástursfilmur eru
að verða stærri og stærri þáttur
af vinnslunni okkar. Nú eru þær
orðnar þekktar og viðurkenndar
og byggingaverktakar eru farnir að
panta þær í glugga, með húsnúmer-
um, í hús áður en fólk flytur inn.“
Einar segir verðið koma flest-
um þægilega á óvart og að filman
eigi að endast jafnlengi rúðunni.
„Hún skemmist ekkert nema fólk sé
að vinna á þessu með verkfærum.
Þetta er bara þrifið eins og venju-
legt gler og hentar alls staðar, meira
að segja inni í gufuböðum.“ - elí
Hentar meira að
segja í gufuböðum
Hægt að skera mynstur og stafi í sandblástursfilmuna
eða prenta á hana litmyndir.
Einar segir sandblástursfilmurnar alltaf verða vinsælli og vinsælli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Dæmi um hvernig hægt er að nota filmuna
til að merkja hús með númeri og nöfnum
íbúanna.
Glerskilrúm verða líflegri og bjartari með flottri hönnun og sandblástursfilmu.
Stærri
en þig grunar! Krókhálsi 16
Sími 588 2600
www.velaver.is
neðan á sófum var mjög vinsælt
hérlendis á sjötta áratugnum og
er þau gjarnan að finna inni á
fínum heimilum eldri borgara í
dag. Mörg þeirra hafa ratað inn í
Góða hirðinn og aðra góða staði
og munu eflaust fara þaðan inn
á heimili unga fólksins. Ekki er
annað hægt en að kætast þar sem
þessir sófar eru mjög flottir og eru
til mikillar prýði.
Kögur...
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
að mála einn vegg svartan ef þér
þykir íbúðin þín vera tómleg.
Settu svo stóran spegil á vegginn,
kveiktu á kertum og stemningin
verður mjög notaleg.
Prófaðu...