Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 46
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 Á þriðja áratug síðustu aldar, var Art Deco-stíllinn talinn það fínasta af öllu fínu þó að nafnið Art Deco hafi ekki verið almennt notað fyrr en undir 1960. Stíllinn á uppruna sinn í Frakklandi, nánar til- tekið á heimsssýningu sem fór fram í París árið 1925, en þar voru hlutir með þessu sniði hafðir til sýnis undir heitinu Exposition Internationale des Arts Décoratifs et Industriels Modernes. Þessi fallega hönn- un fór sem eldur um sinu og dreifði sér meðal annars yfir í arkitektúr, tísku og margs konar listir á örskömmum tíma. Art Deco stíllinn „Við erum mest í því að sérsmíða sófa, fólk vill fá sérstaka sófa eða þá í sérstakt pláss, en við getum smíðað nánast hvað sem er, úr hvernig svampi sem er, hvaða áklæði sem er og hvaða stærðir sem er,“ segir Erlendur Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá GÁ húsgögn- um, um þann hluta rekstursins sem lýtur að sérsmíði húsgagna. „Helstu kostirnir eru kannski fyrir fólk sem er með takmarkað pláss eða vill fullnýta það pláss sem það hefur,“ segir Erlendur og bætir við að sérsmíði þurfi ekki að vera mjög dýr. „Það er auðvitað voðalega afstætt af því að það er svo mismunandi verð í verslunum í dag en það sem við erum að smíða er í meðallagi dýrt miðað við það úrval sem er í dag. Við erum líka með góða vöru og leggjum mikið upp úr því að vera með sterkar grindur, vandaðan svamp og góð áklæði.“ Erlendur segir mjög misjafnt hvaða tískustraumar séu í hús- gögnum hverju sinni en að undan- farin ár hafi leður sótt mjög mikið á. „Við höfum aldrei unnið meira úr leðri. Hvítt og svart leður er sér- staklega vinsælt núna en annars eru líka í tísku grófari áklæði en áður. Teflonáklæði, svona hálfgert apaskinn, var mjög vinsælt en er að detta út. Fólki finnst grófari efnin skemmtilegri. Stærðir hafa líka breyst en það helst sjálfsagt í hendur við þróun- ina á húsnæðismarkaðnum. Fólk er með stærri stofur og þá stækka sófarnir. Yngra fólkið vill oft mjög djúpa stóla og hálfliggur í þeim frekar en að sitja. Tungusófarnir eru líka alltaf vinsælir,“ segir Erlendur. Undir venjulegum kringum- stæðum tekur það Erlend og félaga um þrjár vikur að smíða húsgögn. Þegar mest er að gera, frá hausti og fram að jólum, getur það þó tekið fjórar vikur. „Svo fer það líka eftir því hvort verið sé að smíða frá grunni eða breyta til dæmis sófum sem hafa verið keyptir hjá okkur.“ einareli@frettabladid.is Sérsmíðuð húsgögn Vinsælt er að láta sérsmíða sófa eftir máli til að fullnýta pláss. Erlendur hjá GÁ húsgögnum segir mjög algengt að fólk vilji láta sérsmíða sófa fyrir sig, til dæmis þar sem pláss er af skornum skammti. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Leður er að sækja mikið á, bæði svart og hvítt. Gróf áklæði eru að taka við af teflonáklæði. Chrysler-byggingin var reist á árabil- inu 1928-1930 og þykir gott dæmi um hönnun í Art Deco-stíl. Þessar fögru hirslur sem hönnuðir Lauru Ashley sendu frá sér á síðustu misserum eru hannaðar í Art-Deco stílnum, en kommóðurnar má einnig fá með sandblásnu munstri, bláu eða hlutlausu. Verslun Lauru Ashley í Reykjavík er að finna í Faxafeni 14. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.