Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 36
[ ]
Willi Kilwing og Doris Koch
koma árlega til Íslands til að
fara í hestaferð um íslenska
náttúru. Eftir síðustu ferð
þeirra um landið núna í ágúst
höfðu þau lagt að baki ellefu
þúsund kílómetra á hestbaki.
Eftir margra daga ferð um hálendi
Íslands náði blaðamaður Frétta-
blaðsins tali af Willi og Doris, sem
höfðu örstutta viðdvöl á gistiheim-
ilinu Flóka áður en þau voru drifin
ásamt ferðafélögum sínum í Bláa
lónið.
„Ég fór í fyrsta sinn í ferð með
Íshestum árið 1988 og hef komið
hingað á hverju ári síðan þá, stund-
um einu sinni og stundum tvisvar.
Við erum öll haldin Íslandítis-
veikinni,“ segir Doris og hlær
hjartanlega. Willi og Doris kynnt-
ust fyrst í hestaferð árið 1989 og
eru hluti af stærri vinahópi sem
hefur myndast í ófáum hestaferð-
um um landið.
Willi kom í fyrsta sinn til Íslands
árið 1984, þá með eiginkonu sinni.
Ástæðan var áhugi þeirra á hreinni
náttúru Íslands em Willi segir að
lítið af slíku sé að finna í Þýska-
landi. Í ferð sinni urðu þau fyrir
ýmsum hremmingum, festust í ám
og lentu í ævintýrum. Það varð þó
ekki nóg til að hræða hann burt og
kom Willi aftur þremur árum síðar
með dóttur sinni og fór í sinn fyrsta
reiðtúr á íslenskum hesti. Þau urðu
yfir sig hrifin og síðan þá hefur
Willi komið einu sinni til tvisvar á
ári til íslands til að fara í hestaferð.
Eitt árið kom hann meira að segja
þrisvar sinnum. Dóttir hans hefur
unnið á íslenskum bóndabæ og
kann íslensku og því er öll fjöl-
skyldan djúpt sokkin í Íslands-
veiki.
Willi og Doris eiga bæði
íslenska hesta í Þýskalandi. Doris
á fjóra sem hún hefur ræktað
sjálf. Hún lærði reiðmennsku á
Íslandshestabúgarði í Þýskalandi
og átti alltaf þann draum að eiga
íslenskan hest og komast til
Íslands. Þann draum lét hún ræt-
ast árið 1973 þegar hún kom til
Íslands í fyrsta sinn.
Áhugi Willis á íslenska hestin-
um vaknaði eftir að hann kynntist
honum á Íslandi en áður hafði
hann riðið út á stórum hestum í
Þýskalandi. Hann á nú meðal ann-
ars nokkra hesta hér heima og
nokkra í útlandinu.
Þegar Doris og Willi fóru í ferð
með Íshestum nú í sumar tóku þau
saman hve langt þau hefðu riðið
með félaginu á öllum þeim árum
sem þau hafa farið í ferðir með
því. Kom þeim saman um að ellefu
þúsund kílómetrar væri ekki
fjarri lagi. Þrátt fyrir það segjast
þau aldrei verða leið á þessu. „Það
líður jú alltaf eitt ár á milli og
maður hlakkar alltaf til, bæði til
hestaferðarinnar og einnig að
hitta gamla kunningja. Maður
þekkir orðið bændurna, farar-
stjórana og jafnvel hestana,“ segir
Doris en í kringum ferðirnar hefur
myndast allstór vinahópur sem
heldur saman og hittist bæði hér á
landi og erlendis.
„Það eru nokkrir hlutir í lífinu
sem maður verður aldrei leiður á,
til dæmis að borða og ríða út,“
segir hinn 66 ára Willi, sem vill
nefna Húsey á Norðausturlandi
sem eftirminnilegasta staðinn sem
hann hefur komið á á Íslandi.
Doris segist elska allt Austurland-
ið. „Maður ríður upp og niður,
hver dagur er ólíkur þeim sem á
undan gekk. Þar eru heitar laugar,
jökullinn og allt sem einkennir
Ísland,“ segir Doris dreymin og er
staðráðin í að koma aftur að ári.
Það ætti að vera auðvelt enda
ákváðu Íshestar að gefa þeim Willi
hvoru sína hestaferðina að eigin
vali vegna þess áfanga að hafa
riðið ellefu þúsund kílómetra með
fyrirtækinu. solveig@frettabladid.is
Ellefu þúsund kílómetra
á hestbaki um Ísland
Willi og Doris við komuna til Reykjavíkur. Þau ætla að koma aftur að ári og bæta þá enn fleiri kílómetrum við þá ellefu þúsund sem þau
hafa þegar lagt að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Farþegum sem fóru um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði
um tæp tíu prósent í ágúst frá
sama mánuði í fyrra.
Þeim sem ferðast um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar fjölgar alltaf frá
ári til árs. Farþegum fjölgaði um
tæp 10 prósent í ágúst frá sama
tíma í fyrra, eða úr tæpum 245 þús-
und árið 2005 í rúmlega 269 þúsund
nú. Þó fækk-
aði þeim sem
millilenda hér
á landi á leið
yfir Norður-
Atlantshafið
um 14 prósent
en á móti
kemur að far-
þegum til á
frá Íslandi
fjölgaði um
tæp 15 pró-
sent milli ára.
Flugfarþeg-
um fjölgar
Alltaf fjölgar þeim
sem fara um Leifs-
stöð.
Íslensk hönnun er ekki bara fyrir ferðamenn. Kíkið
við á Skólavörðustígnum og fjárfestið í fallegum hlutum.
Skálum Ferðafélags Íslands
verður flestum lokað á næstu
dögum og eftir það þarf að
nálgast lykla á skrifstofu.
Þetta er síðasta helgin í sumar
sem skálar í Hrafntinnuskeri við
Álftavatn, Hvanngil og Emstrur
verða opnir. Einnig eru skálarnir
við Hagavatn og Hvítárnes opnir
fram í miðjan september en þar
eru engir skálaverðir. Sama er að
segja um skálana í Þverbrekkna-
múla og Þjófadölum. Búið er að
loka í Nýjadal og Norðurfirði.
Hins vegar verða skálarnir í Land-
mannalaugum og Þórsmörk opnir
fram í október og verðir á staðn-
um.
Síðasta skálahelgin
Skálinn í Þórsmörk verður opinn fram í október og verðir á staðnum. Sama gildir um
Landmannalaugar.
27. janúar – 1 vika / 3. febrúar – 1 vika / 27. janúar – 2 vika
Verð: 123.970 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku
Verð: 182.400 kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur
Saalbach - Hinterglemm er oft nefnt skíðaparadís Alpanna og
hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis.
Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er
vel staðsett í jaðri bæjarins, rétt við skíðalyfturnar. Fararstjórar
dvelja allan tímann á hótelinu og skipuleggja daglegar ferðir um
skíðasvæðið. Innifalið er hálft fæði og rútuferðir til og frá flugvelli.
Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
til Saalbach - Hinterglemm
Skíðaferð
– vel lesið
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
við Ruth Bergsdóttur | 550 5876 | ruth@frett.is
Yfir 158.000 lesendur daglega*
Sérblað um mat og vín
* Meðallestur 12-80 ára, Gallup maí 2006
Fylgir Fréttablaðinu
14. september