Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 76
 9. september 2006 LAUGARDAGUR40 Laugin verður ekki mikið dýpri en sú sem Brandon Routh stakk sér í þegar hann tók að sér hlutverk sjálfs Súpermanns í frumraun sinni á hvíta tjaldinu, því endurkomu ofurmennisins hafði verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Superman Returns er ein vin- sælasta mynd ársins og í einu vet- fangi varð Routh þekktur um allan heim. „Að vissu leyti hefur orðið algjör viðsnúningur á mínu lífi; fólk veit hver ég er og hvað ég heiti, ég get státað af að hafa leikið í mynd sem ég er virkilega stoltur af, ég fæ að heimsækja staði um allan heim sem ég myndi líklega annars ekki sjá, þar á meðal Ísland. Það er afskap- lega mikið að gera, en ég kvarta ekki. Þetta er frábært.“ Boðið til Íslands Ekki verður heldur annað greint en að ólíkt Súpermann er Routh með báða fætur á jörðinni, alúðlegur og kurteis í viðmóti og gerir sér til dæmis far um að bera nafn blaða- manns rétt fram. Leikarinn er stadd- ur hér á landi fyrir tilstilli vinar síns og einkaþjálfara, Guðna Gunnars- sonar. „Guðni hefur verið þjálfarinn minn í tvö ár og stuttu eftir að við kynntumst var hann farinn að segja við mig að ég yrði að koma til Íslands. Þegar ég sá fram á að fá smá frí ákváðum við unnusta mín að taka hann á orðinu og koma í heim- sókn. Guðni er fyrsti Íslendingurinn sem ég kynntist og ég vissi ekki mikið um landið áður, fyrir utan að höfuðborgin héti Reykjavík. Ég kom hingað sumpart til að komast burt frá Hollywood í stutta stund, en þegar ég kom frétti ég að það væri verið að halda lítið Hollywood-partí með Matt Dillon og Gerald Butler, sem mér fannst dálítið fyndið.“ Frá Iowa til Hollywood Routh er dreifari á bandarískan mælikvarða. Ólst upp í smábæ í Iowa-ríki og þótt hann hafi leikið í skólaleikritum og þvíumlíku ætlaði hann sér aldrei að verða leikari. „Mér fannst það ekki raunhæfur möguleiki, þar sem ég bjó í smábæ. Þegar ég var háskóla fór boltinn hins vegar að rúlla. Á þeim tíma starfaði ég endrum og eins sem fyr- irsæta til að drýgja tekjurnar. Það leiddi mig til New York, þar sem ég hitti umboðsmann sem hvatti mig til að freista gæfunnar í Hollywood og ég ákvað að taka slaginn.“ Þetta var fyrir átta árum en Brandon vantar enn þrjú ár í þrí- tugt. Á milli þess sem hann fór í árangurslausar áheyrnarprufur vann hann hin og þessi störf til að eiga fyrir salti í grautinn. „Ég sló garðbletti, tíndi rusl eftir stórhátíð- ir, skipti um þakplötur á húsum, var málari og fleira. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig sem leikara að því leyti að ég kynntist fólki og aðstæðum sem ég hefði annars ekki gert.“ Mikil pressa Routh landaði stöku sinnum auka- hlutverkum í sjónvarpsþáttum en loksins hljóp á snærið hjá honum svo um munaði þegar leikstjórinn Bryan Singer valdi hann í hlutverk ofurmennisins. „Ég hef verið mikill aðdáandi Súpermanns frá því ég var lítill og það var frábært að fá tæki- færi til að leika karakter sem ég bæði virði og dái. Í gegnum tíðina hafa margir sagt mér að mér svipi til Christopher Reeve, sem lék hann í fyrri myndunum. Ég leyfði mér því að líta á það sem fjarlægan möguleika að einhvern tímann myndi ég leika Súpermann en að það yrði mitt fyrsta alvöru hlutverk óraði mig aldrei fyrir.“ Endurkoma Súpermanns á hvíta tjaldið var í bígerð í áratug áður en hún varð að raunveruleika og Routh kveðst hafa verið meðvitaður um að miklar væntingar voru gerðar til hans. „Ég vissi af pressunni en gerði mitt besta til að hugsa sem minnst um hana. Að Bryan Singer skyldi velja mig í hlut- verkið sagði mér að ég væri að gera eitthvað rétt og veitti mér styrk.“ Vill endurtaka leikinn Vel er látið af frammistöðu Routh í myndinni, bæði meðal gagnrýnenda og áhorfenda. Hann þykir minna á forvera sinn Christopher Reeve að vissu leyti en gerir þó hlutverkið að sínu. „Bryan líkaði að ýmislegt í fari mínu minnir á Chris en ég fer líka mínar eigin leiðir og bæti einhverju nýju við persónuna. Ég held líka að það hafi verið nauðsynlegt að fara þá leið því við vorum að brúa meira en tuttugu ára bil milli mynda og viss- um að það þyrfti að venja áhorfendur við nýjan mann í hlutverkinu. Ég held að okkur hafi líka tekist það.“ Brandon býst við að endurtaka leikinn áður en langt um líður, aðeins eigi eftir að reka smiðshöggið á samninga um framhaldsmynd. Allar dyr opnar Routh eru nú allar dyr opnar en hann gluggar í handrit og íhugar næsta leik vandlega. Í bili nýtur hann þess hins vegar í fyrsta sinn í marga mánuði að gera ekki neitt. „Ég er úthvíldur eftir dvölina hérna. Búinn að borða góðan mat, sjá mikið af Reykjavík og fór á Ljósanótt í Keflavík, sem var frábært. Svo er ég auðvitað búinn að gera þetta dæmigerða; fara í Bláa lónið og sjá Mýrdalsjökul. Ég er líka smám saman að læra hvernig á að bera íslenskuna fram. Hver veit nema ég eigi eftir að læra smá íslensku næst þegar ég kem.“ Hann er með ýmis járn í eldinum en segir of snemmt að ljóstra neinu upp. „Ég býst við að næst verði minna hlutverk í minni mynd eftir frábæran leikstjóra og með góðum leikhópi. Svo er annað stórvirki í uppsiglingu, ævintýri eins og Súper- mann en gerist á öðrum tíma.“ Spurður hvar hann sjái sjálfan sig eftir fimm ár segist Brandon búast við að vera búinn með aðra mynd um ofurmennið, auk þess að leika í nokkrum myndum til viðbótar. „Á þeim tímapunkti vil ég líka vera byrjaður að framleiða eigin myndir. Ég er með nokkur spenn- andi verkefni sem ég vil að verði að veruleika. Mig langar líka að hanna mitt eigið hús, vonandi verð ég búinn að því og fluttur inn í það með unnustu minni. En umfram allt vona ég bara að ég verði hamingjusamur. Það er það eina sem skiptir máli.“ Flýgur hátt en með fæturna á jörðinni Nýliðið sumar er líklega það annasamasta á ævi Brandon Routh hingað til, en hann leikur sjálfan Súpermann í myndinni Superman Returns. Þegar loksins gafst tími til að slaka á kom hann til Íslands til að hlaða batteríin. Bergsteinn Sigurðsson hitti Routh og ræddi við hann um nýtt líf ofurmennisins og hans sjálfs. Ég leyfði mér því að líta á það sem fjarlægan mögu- leika að einhvern tímann myndi ég leika Súpermann en að það yrði mitt fyrsta alvöru hlutverk óraði mig aldrei fyrir. Myndir með hjarta og sál „Ég á margar uppáhaldsmyndir. Braveheart er þar fremst í flokki en þegar ég var lítill hafði Back to the Future líka mikil áhrif á mig. Ég heillast fyrst og fremst af myndum með hjarta og sál, þar sem persónurnar þurfa að ganga í gegnum einhvers konar þroskaferli. Þá gildir einu hvort um er að ræða stórvirki eða litla óháða mynd, slíkar myndir eru ástæða þess að mér finnst bíóið heillandi. Af öðrum slíkum myndum gæti ég líka nefnt The Shawshank Redemption, Million Dollar Baby og Oh Brother, Where Art Thou? Ég er hrifinn af „skrítnum“ myndum og mikill aðdáandi Coen-bræðra.“ BRANDON ROUTH Flutti til Hollywood nítján ára gamall til að freista gæfunnar. Átta árum seinna hefur það borið ávöxt og eftir velgengni Superman Returns standa honum allar dyr opnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.