Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 42
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2
Kennum alla
Samkvæmisdansa
Keppnisdansa
Barnadansa
Freestyle
Salsa
Kennsla hefst þriðjud. 12. sept.50 ára
Reykjavík Mosfellsbæ
Innritun daglega í síma 551 3129 kl. 16-22
Heiðar sími 896 0607
E-mail: heidarast@visir.is
Fáfnisnes 13 er fallegt tveggja
hæða bárujárnshús með kjallara,
byggt árið 1927 af hjónunum Vil-
hjálmi Jónssyni húsasmíðameistara
og Mörtu Ólafsdóttur, foreldrum
Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts.
Það er með elstu húsum Skerja-
fjarðar, en á meðan það var í eigu
Vilhjálms og Mörtu bjuggu þrjár
fjölskyldur lengi vel í því.
Foreldrar Hilmars keyptu húsið
árið 1965 og áttu heima í því þar
til Hilmar og Jósefína, kölluð Nína,
tóku við því fyrir átján árum. Að
sögn Nínu var húsið í tiltölulega
góðu ástandi þegar þau fluttu
inn enda vandað í alla staði. „Við
gerðum lítilsháttar lagfæringar
að utan, skiptum um járn, þak og
glugga,“ segir Nína og bætir við að
einnig hafi verið byggð forstofu
við húsið.
Eldhúsinnréttingu, sem var
sambræðingur gamallar og nýrrar
innréttingar, skiptu Nína og Hilm-
ar út. „Við keyptum danskt eldhús
í húsið og vildum hafa gott rými,
enda með þrjú börn og hund á þeim
tíma. Eldhúsið hafði alltaf verið
samkomustaður fjölskyldunnar svo
það skipti okkur töluverðu máli að
hafa það sem þægilegast.“
Þess utan hafa litlar breytingar
verið gerðar á húsinu innanverðu,
sem er í skemmtilega heimilisleg-
um stíl þar sem nýju og gömlu
er blandað saman. „Ég er nýtin
manneskja og sé enga ástæðu til
að henda hlutum vegna einhvers
tískuæðis sem grípur um sig,“
úskýrir Nína. „Ég er lítið fyrir að
safna að mér, nema skrautuglum,
sem ég hef einstakt dálæti á,“ bætir
hún hlæjandi við.
- rve
Sveit í borg
Hjónin Jósefína Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur og
Hilmar Finnsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, hafa
búið í Skerjafirði í hartnær átján ár og vilja helst hvergi
annars staðar vera.
Gömlu og nýju ægir saman í stofunni en Nína og Hilmar settu sér það takmark að hafa þar
sem heimilislegast, enda verja þau miklum tíma þar.
Skipt var um eldhúsinnréttingu þegar Hilmar og Nína tóku við húsinu. Eldhúsið er sam-
komustaður fjölskyldunnar og því skipti máli að hafa það notalegt.
Nína safnar uglum. Þá fyrstu fékk hún á
silfurhring Menntaskólans á Akureyri, en
tákn skólans er ugla sem situr á bókum.
Nína hefur keypt og fengið að gjöf uglur
alls staðar að utan úr heimi, en henni þykir
ugla frá Prag vera fallegust.
Skipt var um klæðningu, þak og glugga og forstofa byggð við þetta fallega hús. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hjónin Nína og Hilmar búa í sannkallaðri paradís í Skerjafirðinum en hér sjást þau skoða
reyniber í garðinum.
Þessi gamla klukka prýðir einn stofuvegg-
inn, en hún er erfðagripur frá frænda
Hilmars í Færeyjum.
Myndaveggur sem er nokkurs konar dag-
bók, samansafn blaðaúrklippa, fjölskyldu-
ljósmynda og teikninga.
þessi hornskápur er erfðagripur frá Dan-
mörku, talinn hafa geymt tóbak meðal
annars.