Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 26
9. september 2006 LAUGARDAGUR26
„Þann 1. ágúst hélt ég, ásamt
fjórtán öðrum Íslendingum, til
Peking. Við vorum á vegum Lang-
ferða sem skipulögðu ferðina
ásamt sænskum aðilum í sam-
starfi við vináttufélag Íslands og
Kína,“ segir Tolli og kemur sér
fyrir í frásagnarstellingar. Tolli
er sögumaður af guðs náð og veit-
ist honum auðvelt að segja undan
og ofan af magnaðri ferð sinni.
Hópurinn fór til Tíbet, fyrsti
íslenski hópurinn sem þangað
fer, þó íslenskir ferðalangar hafi
komið þangað áður.
Ægikraftur Kína í átt til neyslusam-
félags
„Hópurinn samanstóð af fólki sem
hefur ein eða önnur tengsli við
Kína. Margbreytilegur hópur á
ýmsum aldri og úr ýmsum áttum.
Þarna var meðal annars ljóðaþýð-
andi sem þýtt hefur japönsk og
kínversk ljóð yfir á íslensku,
athafnamaður frá Shanghæ, mann-
eskja sem hefur lært í Kína og
þannig má áfram telja. Líta má á
þetta sem „hard core“ námsferð,“
segir Tolli. „Sem sagt ...“
Til að byrja með var dvalið í
Peking – borg sem er að springa
út sem ein materíalískasta borg
heims. „Þar skynjar maður ægi-
kraft Kína í átt til neyslusamfé-
lagsins. Og sýnist sitt hverjum.
Þarna standa byggingakranar
eins og frumskógur.“
Mikil áhrif á vaxtarbroddinn
hafa komandi ólympíuleikar. Tolli
segir algera sprengju hafa orðið í
Seúl 1988 vegna leikanna þar og
sjálfur varð hann vitni að gríðar-
legum uppgangi í Berlín þegar
byggður var nýr miðbær, Pots-
dammerplatz. En það sé ekkert í
líkingu við gríðarlega uppbygg-
ingu Kínverjanna.
Olnbogarými tíbetsks búddisma í
Kína
Í Peking sótti hópurinn heim staði
sem hafa með kínverska sögu að
gera; Forboðnu borgina, Kín-
verska múrinn, keisaragrafir og
sumarhöllina. „Sem og lamaklaust-
ur sem hýsir tíbetskan búddisma í
Kína.“
Tolli bendir á að merkilegt sé
hversu samofin saga Kína og Tíbet
er og má rekja til sáttmála sem
gerður var í kringum árið 700.
„Til að friða tíbetska kónginn
Songsten Gampos, sem þá ríkti,
var honum gefin kínversk brúður.
Og er það til marks um hversu
voldugt Tíbet var á þessum tíma.
En þó síðan hafi farið að halla
undan fæti er tíbetskum búddisma
veitt olnbogarými í kínversku
samfélagi og má merkja það á
ýmsan hátt. „En það er á grund-
velli þessa sáttmála sem Kínverj-
ar túlka sinn rétt til að halda Tíbet.
Sumir segja að þetta hafi verið
samningur við Mongóla en ekki
Tíbet. Sem er önnur saga,“ segir
Tolli sem augljóslega hefur sett
sig rækilega inn í sögu Tíbet.
Ökufantar í Tíbet
Eftir fáeina daga í Peking var flog-
ið með hópinn yfir til Tíbet.
„Þar beið okkar tíbetskur gæd.
Veðraður og hress karl sem hefði
allt eins getað verið hrossabóndi
ofan úr Skagafirði. Tíbetar eru
glaðlynt og opið fólk þó það hafi
sinn djöful að draga. Þetta er ekki
ríkt fólk, maður finnur að þarna er
basl. En það er eitthvað þarna sem
harmonerar við bóndann og sjó-
manninn á Íslandi. Maður kannast
við sig þarna,“ segir Tolli.
Strax var lent með hópinn í
3.700 metra hæð í höfuðborginni
Lhasa.
„Lhasa er barn síns tíma. Eld-
gömul borg byggð úr leir, tré og
hálmi – þeim byggingarefnum
sem náttúran gefur af sér. Og nú
eru Kínverjarnir að veita veru-
lega fjármuni í uppbyggingu
þarna, leggja brýr, stíflur og vin-
áttuhraðbrautina sem er glæfra-
leg til aksturs. Ágætur vegur
þannig lagað. En þeir aka glanna-
lega þarna. Liggja bara á flaut-
unni og virðast svo vera með heil-
agan anda undir stýri. Ótrúlegt að
ekki séu fleiri mannvíg á vegum
úti. Tveggja akreina vegur. Ef þú
ferð fram úr eru menn að koma á
móti. Uppi á fjallabrúnum. Látið
vaða. Mér stóð ekki á sama. Verð
að viðurkenna það. Ekki um annað
að ræða en að grípa í trúna og
kyrja.“
Fjallaveiki á jakuxahóteli
En nóg um það segir Tolli og lýsir
því nú að strax við lendingu hafi
gripið um sig fjallaveiki í hópn-
um. Menn fengu hausverk og var
flökurt.
„Líkaminn er búinn að tapa
töluverðu af því súrefni sem hann
þarf að nota. Ég var þarna á
jakuxahóteli á 3. hæð. Ágætt hótel.
En þar taka menn bara eina hæð í
einu og kasta svo mæðinni. Sumir
voru lengur en aðrir að jafna sig.
Þetta er sú hæð sem menn nota til
að jafna sig áður en farið er á
hærri fjallatinda.“
Í háfjallaloftinu skín sterk sól
enda Lhasa stundum kölluð borg
sólarinnar.
„Maður merkir það á fólkinu
sem er eins og skóleður í framan
af sólinni og þessu þunna lofti,
markerað fólk.“
Brennt jakuxasmjör og mulið bygg
Við svo búið tók við stíf dagskrá
en hópurinn sótti heim helstu
helgistaði tíbetsks búddisma.
Reynsla sem búddistinn Tolli lýsir
sem stórkostlegri.
„Þarna eru klaustur, skrín og
styttur sem eru ein helgustu
kennileiti búddisma í heiminum.
Staðir allt frá árinu 600-700 sem
enn eru virkir helgistaðir í trúar-
athöfnum búddista víða að úr
heiminum. Snemma að morgni var
maður með heimamönnum sem
voru að færa fórnir: jakuxasmjör
sem er brennt. Auk þess brenna
menn mulið bygg sem fóður fyrir
guðina á himnum uppi. Búddismi í
Tíbet rennur saman við Bön sem
er sjamanismi (trú á stokka og
steina og anda). Úr þessu verður
flókinn, myndrænn og dramatísk-
ur heimur. Sem er kallaður tíbet-
skur búddismi. Það kennir ýmissa
grasa þó kjarninn í búddisma sé
alltaf jafn tær og fjallalækur og
aðgengilegur öllum. Hann litast af
þeim menningarsvæðum þar sem
hann skýtur rótum. En full virðing
á milli. Lagar sig að eins og vatn
formi.“
Bænagjörð með heimamönnum
Tolli segist iðka búddisma sér til
sáluhjálpar. Og því var þessi dvöl í
einu helgasta vígi þeirra trúar-
bragða honum mikils virði.
„Það var magnað að krjúpa í
bænagjörð með heimamönnum í
andrúmslofti mettuðu af reykelsi,
sóti af jakuxasmjöri og undir tón-
uðu raddir munkanna. Ég fann
fyrir aldanna rás og tímaleysi trú-
arinnar. Dramatískt og magnað að
taka þátt í þessu.“
Þrátt fyrir raðir fengu ferða-
mennirnir skjótan aðgang að
klaustrum. „Þarna er vaxandi
túrismi, mest Kínverjar, ein-
hvern veginn verða þeir að ná sér
í aura, en þetta eru heilagir staðir
og ferðamönnum sýnt umburðar-
lyndi. Einhvern veginn gengur
þetta upp.“
Pótalahöllin, sumarhöll Dalai
Lama, hefur þróast meira út í að
vera ferðamannastaður en helgur.
Sá Dalai Lama sem þekkastur er
(Tenzin Gyatso) er nú persona non
grata, hvorki nefndur né af honum
myndir í Tíbet. En Panchen Lama
er viðurkenndur sem trúarleiðtogi
þar núna. Sjö ára gamall. Og
myndir af honum og forvera hans
um allt.
„Við heimsóttum helgistað
hans, klaustur uppi í fjöllunum,“
segir Tolli.
Allir á hnén
Tolli rekur ævintýralega för hópsins
til fjalla þar sem landslagið minnti á
hið íslenska, fjöll og auðn, nema
sinnum tíu. Og dulúð yfir öllu.
„Við fórum á Land Cruiser
jeppum eins og um Sprengisand.
Jökulár og og gróðurleysi hálend-
isins minnti mjög á hið íslenska.
Við heimsóttum þorpið Gyantse
og klaustrið Kumbum sem er
frægt fyrir arkítektúr: Sambland
af nepölskum og og tíbetskum
arkítektúr. Þarna voru gamlar
kastalarústir frá því að Tíbet var
konungsríki. Virki upp á klettum.
Alltaf var tekið vel á móti okkur af
bændum og munkum. Strákarnir
sem keyrðu jeppana voru hressir
gaurar eins og íslenskir utan að
landi. En ruku inn í klaustrin sjálf-
ir og báðust fyrir þegar tækifæri
gafst. Trúin er massív þarna. Eng-
inn hégómi. Þó þú eigir jeppa og
farsíma ferðu á hnén.“
Aðspurður um sjálfstæðisbar-
áttu Tíbeta segir Tolli ljóst að Kín-
verjarnir séu komnir til að vera í
þessu landi. Sjálfstæðisbaráttan
sé miklu virkari utan Tíbet en
innan landsins. „Ég held að frjáls
Tíbet sé utan raunveruleikans.
Þetta er frekar spurning um að
varðveita menningu og sögu innan
ríkisheildar Kína. Það er raun-
hæft. Einhvers konar sjálfsstjórn
sem slær skjaldborg um menn-
ingu og sögu.“
Lík fyrir fugla og beinin brennd
Ákveðið var að fara í Ganden,
klaustur eitt sem er í yfir 4 þúsund
metra hæð. Áður voru þar 3.000
munkar en eftir uppreisn þeirra
þar ákváðu Kínverjar að takmarka
fjöldann þar. Menningarbyltingin,
sem var á sjöunda áratugnum, var
náttúruhamfarir fyrir tíbesku
þjóðina. Menningarverðmæti eyði-
lögð og 1,3 milljónir drepnar. Þjóð-
in telur nú 3,7 milljónir.
„Uppi í klaustrinu er lögreglu-
stöð. Klaustrin eru oft eins og
þorp. Þaðan gengum við fjögur
saman upp á tind, í fimm þúsund
metra hæð yfir sjávarmáli, til að
hugleiða. Þarna sér maður bæna-
fána á öllum tindum. Níutíu pró-
sent af öllum útförum Tíbeta er
himnaför. Líkin eru sett á fjalls-
eggina fyrir fugla sem kroppa kjöt
af beinum. Svo er beinunum safn-
að saman eftir ströngum reglum,
þau brennd og gengið snyrtilega
frá. Þetta hefur alltaf þótt sérstakt
Tolli í Tíbet
Myndlistar- og ævintýramaðurinn Tolli kom
nýlega heim eftir mikla reisu til Tíbet. Tolli, sem
undanfarin ár hefur ræktað garðinn sinn með
aðferðum búddisma, segir þetta hafa verið eins-
konar pílagrímsför og mögnuð reynsla.
Gamli tíminn og nýi í Lhasa
Gamli tíminn og nýi renna nú saman í eitt í Lhasa – höfuð-
borg Tíbet. Þetta má glöggt sjá á markaðnum þar sem boðið
er upp á matvæli eins og tíðkast hefur frá örófi alda auk
þess sem seldir eru DVD diskar og ungir Tíbetbúar fara um á
mótorhjólum og tala í farsíma. Lhasa er oft nefnd höfuðborg
pílagríma. Íbúar borgarinnar eru aðeins tvö hundruð þúsund
og búa í 3.595 metra hæð yfir sjávarmáli. Að grunni er Lhasa
og híbýli þar byggð af innfæddum úr því sem náttúran gefur
af sér. En Kínverjar veita mikla peningum í uppbyggingu og
eru þær byggingar og mannvirki nýtískulegri.
„Þar skynjar maður ægi-
kraft Kína í átt til neyslu-
samfélagsins. Og sýnist
sitt hverjum.“