Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 80
9. september 2006 LAUGARDAGUR44
menning@frettabladid.is
! Kl. 11.00Samsýningin Mega vott stendur yfir
í Hafnarborg í Hafnarfirði. Mynd-
listarmennirnir Ragnhildur Stef-
ánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Þórdís
Alda Sigurðardóttir, Rúrí og Jessica
Stockholder eiga verk á sýningunni.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga, milli kl. 11 og 17.
> Ekki missa af...
ljósmyndasýningu Spessa í 101
Gallery, við Hverfisgötu. Spessi
sýnir ljósmyndir af kínverskum
verkamönnum sem starfa
við byggingarframkvæmdir við
Kárahnjúka.
gjörningi Magnúsar Árnasonar
á sýningunni Pakkhús postul-
anna í Hafnarhúsinu kl. 16 í dag.
dýrtíð í íslenskum kvikmynda-
húsum. Icelandic Film Festival
sem nú stendur yfir í Regnbog-
anum og Háskólabíói.
Einleikhúsið setur upp spunaleikritið Þjóðarsál-
ina nú á haustdögum en ekki dugir minna en
stærðarinnar reiðhöll til að rúma þá sál. Hópur
fimm atvinnuleikara undir stjórn leikstjórans Sig-
rúnar Sólar Ólafsdóttur hefur skapað sýninguna
út frá spurningunni um þessa meintu þjóðarsál
og er þar unnið með viðhorf Íslendinga og tekið
á ýmsum sammannlegum löstum og dyggðum.
Þetta kann að vera í fyrsta sinn sem fyrrum þarf-
asti þjónn landsmanna tekur með virkum hætti
þátt í íslenskri leiksýningu en í sýningunni verður
háþróaðri leikhúsvinnu steypt saman við sirkus-
kúnstir, dans og áhættuatriði hesta auk þess sem
hestakonur úr hópnum „Hrossabandið“ munu
troða upp og syngja. Fjöldi aukaleikara og dans-
ara kemur að sýningunni, meðal annars krafta-
jötnar og fegurðardísir. Samkvæmt tilkynningu
frá leikhópnum munu gestaleikarar og söngvarar
líka setja svip sinn á sýninguna, jafnvel „heims-
þekktir aðilar“, en eins og gefur að skilja verður
gefið mikið rými fyrir hið óvænta í sýningunni.
Á dögunum skrifuðu forsvarsmenn Einleikhúss-
ins undir samstarfssamning við Landsbankann
sem mun styrkja þessa karnivalísku ádeilu en
áætluð frumsýning hennar er 8. október. Nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.
einleikhusid.is.
Karnivalísk ádeila í reiðhöll
REIÐHÖLL RÚMAR ÞJÓÐARSÁL Einleikhúsið setur
upp karnivalískt spunaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrsta frumsýning Þjóð-
leikhússins í vetur er verkið
Sumardagur eftir norska
leikskáldið Jon Fosse, ljúf-
sárt hversdagsdrama um
kunnuglegt fólk.
Leikstjóri sýningarinnar, Egill
Anton Heiðar Pálsson, útskýrir að
Fosse beini sjónum sínum jafnan
að lítilmagnanum, litla mann-
eskjubarninu. „Hjá honum eru
engin mikilmenni heldur fjalla
verk hans um hversdagsátök sem
við lendum öll í, áföll sem leysa
eitthvað úr læðingi sem við ráðum
ekki við.“
Hann útskýrir að tungumálið
skipti veigamiklu hlutverki í verk-
um Fosse. „Hann var tónlistar-
maður, djassisti og reyndar rokk-
ari líka. Fosse er mjög músíkalskur
og skrifar í ákveðnum takti. En í
orðunum sjálfum og því sem fólk-
ið segir birtist í raun ekki neitt
heldur verður skilningurinn til í
núningnum milli þess sem persón-
urnar eru að kljást við og þess sem
það segir.“ Egill segir að textar
Fosse birtist sumum eins og naum-
hyggjuleg ljóð en það séu þeir alls
ekki heldur líkir Egill skrifum
hans við naumhyggjuraunsæi.
„Fosse var fyrst þekktur sem ljóð-
skáld en í glímu þeirra sem aldir
eru upp við ljóðlist við stórar hug-
myndir, tilfinningar eða upplifan-
ir af heiminum, verða orðin færri.
Ljóðskáldum tekst oft að leysa úr
læðingi ákveðna upplifun hjá
okkur sem ekki er til staðar við
fyrsta lestur á ljóði. Þess vegna
finnst mér Fosse skipta máli fyrir
okkar tíma því við erum stöðugt
að sérhæfa tungumálið og reyna
að koma orðum yfir allt - sem er
alls ekki hægt.“
Fosse skrifar á nýnorsku, sem
er ekki eiginlegt talmál. „Það er
tilbúið tungumál sem hefur þar af
leiðandi enga agnúa af mállýsk-
um, né er það bundið stéttum eða
staðháttum,“ útskýrir Egill og
bætir því við að þannig takist
Fosse betur að miðla hinu sam-
mannlega.
Egill kynntist Fosse þegar hann
vann að uppsetningu með honum í
Berlín. Hann er nú ein skærasta
stjarna norrænna leikbókmennta
en þetta er í fyrsta skipti sem leik-
rit hans fer á fjalir atvinnuleik-
húss hér á landi. Verk hans hafa
verið leikin í Útvarpsleikhúsinu
og fyrr í vetur sýndi leikhópurinn
Jelena verkið Purpura í Loftkast-
alanum. Í lok október er von á
Fosse hingað til lands í tengslum
við málþing sem haldið verður
honum til heiðurs á vegum Þjóð-
leikhússins auk þess sem tvö
önnur verka hans verða leiklesin.
„Í verkunum hans gerast
atburðir sem allir kannast við,“
útskýrir Egill en í Sumardegi
hverfist atburðarásin um ástvina-
missi. „Þetta eru hlutir sem við
fyrsta lestur virðast litlir en það
tekur tíma að kafa undir yfirborð-
ið og þar verða verk hans mjög
leikbær. Hann hefur ótrúlegt vald
á því að ná með orðum utan um
kvöl okkar tíma í sama, í sama
hvaða formi það er.“
Með aðalhlutverkin í sýning-
unni fara Kristbjörg Kjeld og
Margrét Vilhjálmsdóttir, sem leika
aðalpersónu verksins á ólíkum ald-
ursskeiðum. Aðrir leikarar í sýn-
ingunni eru Hjálmar Hjálmarsson,
Anna Kristín Arngrímsdóttir,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og
Kjartan Guðjónsson. Um leikmuni
og búninga sér Martins Eriksson
en lýsinguna annst Rainer Eisen-
brau, gervi hannar Kristín Thors
en hárgreiðslan er í höndum Guð-
rúnar Erlu Sigurbjarnardóttir.
Ungt tónskáld, Hildur Ingveldar-
dóttir Guðnadóttir, semur og velur
tónlist verksins en þýðandi þess er
Hjalti Rögnvaldsson. Aðstoðar-
leikstjóri er Gísli Pétur Hinriks-
son.
„Þetta er einkar skemmtilegur
hópur fyrir mig sem ungan leik-
stjóra, ég er að vinna með fólki af
öllum kynslóðum en þetta verk er
mikil gáta fyrir okkur öll,“ segir
Egill. Gátan verður kannski aldrei
leyst í eitt skipti fyrir öll. „Fosse
nefnir það samt sjálfur á einhverj-
um stað að uppgjöfin geti verið
lykillinn að tilverunni. Að með því
hreinlega að gefast upp getum við
fyrst haldið áfram. Það er eitt það
fallegasta sem ég hef heyrt
lengi.“ kristrun@frettabladid.is
Ljúfsár hverdagsleikinn
ATBURÐIR OG AÐSTÆÐUR SEM ALLIR KANNAST VIÐ Kristbjörg Kjeld í hlutverki sínu í
Sumardegi eftir Jon Fosse. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur
tónleika ásamt norsku söngkon-
unni Solveigu Kringelborn í
Háskólabíói kl. 17 í dag. Tónleik-
arnir eru til stuðnings verkefni
barna- og unglingageðdeildar
Landspítalans „Lífið kallar“ en
verkefnið er unnið í samstarfi við
FL Group. Markmið þess er að
styrkja fjölskyldur barna og ungl-
inga sem eiga við andlega erfið-
leika að etja, að sögn Smára Sigurðs-
sonar, oddvita FL Group. „Þetta er
nýtilkomið samstarfsverkefni en
hluti af stefnu okkar er að styðja
verkefni á sviði menningar og
mannúðar. Við viljum styðja þetta
verkefni sem starfsfólk BUGL
hefur mótað. Inntak þess lífsgleð-
in en við viljum koma þeim
jákvæðu sjónarmiðum að og hjálpa
þeim sem lent hafa í áföllum að
finna hinn gleðilega tón aftur.“
Leikið til góðs því lífið kallar
STORMANDI LUKKA Gerður var góður rómur að fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar í Smáralind en í dag verður leikið til góðs í Háskólabíói. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
�������������������������������
�������������� �� ���������������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������������������
������������ ����������������������������������������
����������������������������������� �������������������������������