Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 2
2 9. september 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS LÍBANON Ísraelsmenn staðfestu í gær að hafnarbanni hefði verið aflétt af Líbanon og að strandlengja landsins væri í umsjá Sameinuðu þjóðanna. Embættismaður Ísraelsmanna sagði að tafir hefðu orðið á afléttingu bannsins vegna þess að ekki hefði verið vitað hvaða þjóð það yrði sem tæki við gæsluhlut- verkinu. Ákveðið hefur verið að Ítalir komi til með að sinna því, fyrst um sinn, en verkefnið felst í að framfylgja alþjóðlegu viðskiptabanni sem er á Hiz- bollah-samtökunum. Síðar meir taka þýskir sjóliðar alfarið við strandlengjunni. - kóþ Endurbygging Líbanons: Hafnarbanni aflétt í gær KALIFORNÍA, AP Upptaka með ummælum ríkisstjóra Kaliforníu hefur vakið athygli í Bandaríkj- unum. Á henni heyrist Arnold Schwarzenegger lýsa Kúbverjum og Púertó Ríkó- mönnum sem sérlega blóðheitu og herskáu fólki, vegna blöndu „svarts blóðs“, og „blóðs latínóa“, en latínóar eru menn af rómönsk- amerísku bergi brotnir og svarta blóðið vísar til blökkumanna. Fyrrum leikarinn hefur beðist opinberrar afsökunar á ummælun- um og sagt að hann myndi ekki líða börnum sínum að tala svona. - kóþ Schwarzenegger í klípu: Talaði um blóð- heita latínóa ARNOLD SCHWARZEN- EGGER DÓMSMÁL Lögreglan í Reykjavík hafði átta sinnum á átta dögum í júní síðastliðnum afskipti af nítj- án ára gömlu pilti sem ákærður hefur verið fyrir innflutning á 400 grömmum af kókaíni frá Frank- furt til Íslands í janúar, ásamt tveimur félögum sínum. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær var mál piltanna tekið til aðalmeðferðar í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrr í vikunni en þeir eru ákærðir fyrir tugi lögbrota. Pilturinn hefur margsinnis komið við sögu lögreglu í sumar en máli piltanna þriggja var frestað til haustsins í vor, þegar mál tveggja annarra manna sem tengdust innflutningum voru skil- in frá máli piltanna og í þeim dæmt sérstaklega. Frá 20. til 27. júní á þessu ári stöðvaði lögreglan piltinn átta sinnum á bifreið en hann var án ökuréttinda í öllum tilfellum. Hann var í nokkur skipti undir áhrifum vímuefna við akstur. Aðfaranótt 27. júní braust pilt- urinn inn í verslun og stal ýmsum tæknibúnaði að verðmæti rúm- lega 340 þúsund krónur. Þá stal hann hjólbörðum á álfelgum af bifreið, samtals að verðmæti 200 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík íhugaði embættið að óska eftir því að pilturinn yrði settur í síbrotagæslu vegna fjölda afbrota sem hann hafði verið vald- ur af í sumar, en ekkert varð úr því. Í lok júlí kveikti pilturinn í tveimur BMW-bifreiðum við bíla- söluna Bíll.is og olli nokkurra milljóna króna tjóni. Hann viður- kenndi brot sitt eftir að hafa leitað aðstoðar á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur, segir engar óskir hafa borist til embættisins um síbrotagæslu. „Það bárust ekki óskir um að pilturinn yrði úrskurð- aður í síbrotagæslu þrátt fyrir þessi afbrot. Það hefur verið metið svo innan lögreglunnar að brotin gæfu ekki tilefni til síbrotagæslu.“ Pilturinn, sem rauf skilorð með brotum sínum, má eiga von á því að fá tveggja til þriggja ára fang- elsisdóm, verði hann fundinn sekur um brotin sem fram koma í ákæru, samkvæmt upplýsingum frá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík. Erlendur S. Baldursson afbrota- fræðingur segir mál ungra síbrot- manna oft erfið viðureignar. „Oft- ast nær er búið að grípa til ýmissa úrræða áður en einstaklingurinn lendir út á glæpabrautina. Þetta er vandkvæðum bundið en mikil- vægast er að grípa inn á fyrstu stigum.“ Félagar piltsins hafa einnig komið ítrekað við sögu lögreglu, aðallega vegna innbrota og minni háttar fíkniefnamála. magnush@frettabladid.is Braut af sér daglega í meira en vikutíma Lögreglan hafði átta sinnum á átta dögum afskipti af nítján ára gömlum pilti í sumar. Hann er ákærður fyrir fíkniefnainnflutning, íkveikju, innbrot og þjófn- aði. Ekki var óskað eftir því að pilturinn yrði úrskurðaður í síbrotagæslu. LÖGREGLAN AÐ STÖRFUM Lögreglumenn þurfa oftar en ekki að hafa ítrekuð afskipti af ungum síbrotamönnum sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Piltur sem beið þess að mál hans yrði tekið fyrir í héraðsdómi, braut meira en tuttugu sinnum af sér í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það bárust ekki óskir um að pilturinn yrði úrskurðaður í síbrotagæslu. HELGI I. JÓNSSON DÓMSTJÓRI Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Giftist gamalli geit Maður var neyddur til að giftast geit þegar að honum var komið með henni. Öldungar í þorpinu lögðust gegn afskiptum lögreglu, en þar sem hann hefði „notað geitina sem eiginkonu,“ bæri honum að greiða heimanmund og giftast henni. SÚDAN Skúli, er þér enn illt í tönnun- um þínum? „Nei, mér líður snöggtum skár enda langt um liðið síðan ég var í sleiki- brjóstsykrinum.“ Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar, lék Jens í sjónvarpsmynd um Karíus og Baktus árið 1970. Hann er nú sögumaður í uppsetningu leikritsins hjá Leikfélagi Akureyrar. STJÓRNMÁL Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér í annað til þriðja sæti á lista flokksins við þingkosningarnar í vor. Guðjón skipaði þriðja sæti listans í síðustu kosningum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur einn gefið kost á sér í fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Drífa Hjartar- dóttir sækist eftir öðru sætinu og Kjartan Ólafsson gefur kost á sér í eitt af efstu sætunum. - bþs Guðjón Hjörleifsson: Stefnir á annað til þriðja sæti GUÐJÓN HJÖR- LEIFSSON DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri var í gær dæmdur í þrjátíu daga fangelsi skilorðsbundið. Sakarefni voru líkamsárás, auk þess að hafa þrívegis verið með fíkniefni í fórum sínum. Félagi mannsins var dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir að hafa átt þátt í líkamsárás- inni, þar sem tvímenningarnir kýldu mann í líkama og höfuð. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn sem gerði mönnunum að greiða málsvarnar- laun skipaðra verjenda sinna. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Sektaður fyrir líkamsárás FLUGUMFERÐ Tvöföldun hefur orðið á millilandaflugi á Egils- staðaflugvelli það sem af er ári miðað við allt árið í fyrra. Ingólfur Arnarson flugvallar- stjóri á Egilsstaðaflugvelli segir fjölgunina mikið til komna vegna virkjunarframkvæmdanna á svæðinu. Mikill fjöldi fólks fari um völlinn vegna þeirra. Ingólfur nefnir að tvívegis á árinu hafi einkaþotur lent á vellinum með forsvarsmenn Alcoa. Í ágúst voru 48 brottfarir og komur um völlinn í millilanda- flugi en vikulegar áætlunarferðir eru frá vellinum til Póllands og Kaupmannahafnar. - hs Millilandaflug á Egilsstöðum: 48 brottfarir og komur í ágúst KABÚL, AP Ökumaður keyrði að bílalest hermanna í íbúðarhverfi í Kabúl í gær og sprengdi sjálfan sig í loft upp með þeim afleiðing- um að minnst sextán aðrir létu lífið og 29 særðust. Þetta er skæðasta sjálfsmorðsárás í Kabúl síðan talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Hershöfð- ingi Breta í Afganistan sagði í gær að átökin í landinu væru orðin ofsafengnari en í Írak. Sprengingin var svo öflug að tveggja metra víður gígur mynd- aðist þar sem Toyota-bifreið árásarmannsins stóð. Tætlur ein- kennisbúninga og brot úr bílum þeyttust upp í tré sem standa meðfram götunni og kviknaði í þeim. Sprengjubrot urðu gang- andi vegfarendum að bana og sprengingin braut rúður húsa á stóru svæði í miðbænum. Hundr- að metra hár reykstrókur stóð yfir árásarstaðnum. Fjórar aðrar sprengjur fund- ust í gær við skólabyggingu í Kabúl, en þær voru aftengdar og gerðar óskaðlegar. Í ljósi ótryggs ástands í Afganistan voru aðildarþjóðir NATO hvattar til að senda fleiri hermenn til landsins á NATO- fundi í Varsjá í gær og er stefnt á að senda þangað 2.000-2.500 menn til viðbótar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendingana sem eru við friðargæslustörf í Kabúl og eru þeir heilir á húfi. - kóþ Ástand mála í Afganistan líkist æ meir stöðunni í Írak: Sjálfsmorðsprenging í Kabúl SKÖMMU EFTIR SPRENGINGUNA Sprengingin var svo öflug að tveggja metra víður gígur myndaðist í götunni. Minnst sautján létu lífið og þrjátíu særðust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚGANDA Dagblað í Úganda er byrj- að að birta lista með skírnarnöfn- um og starfsheitum meintra homma í landinu. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og Mannréttindavaktin í New York óttast að stjórnvöld sjái sér leik á borði með áframhaldandi birtingu nafna og hrindi herferð gegn hommum í framkvæmd. Nú þegar hafa nöfn 45 manna verið birt. Einn ritstjóra dagblaðsins Red Pepper segir að framandleiki samkynhneigðar og áhugi fólks á henni réttlæti birtingu nafnanna. Blaðið hafi áður birt nöfn nokkurra sem grunaðir voru um framhjáhald. Til skoðunar er að birta einnig nöfn lesbískra kvenna. - kóþ Dagblað í Úganda: Birtir skírnar- nöfn homma VIÐSKIPTI Áformað er að skipta Dagsbrún upp í tvö félög; Og Vodafone, sem er fjarskiptahluti félagsins, og 365 miðla, sem heldur utan um fjölmiðlarekstur og gefur meðal annars út Fréttablaðið. Þriðja stoð félags- ins, sem er á sviði upplýsinga- tækni, mun fylgja fjarskiptastarf- seminni, samkvæmt heimildum. Félögin tvö verði skráð í Kauphöll Íslands en Dagsbrún afskráð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa miklar fjárfestingar og þungur rekstur gert stöðu Dagsbrúnar erfiða. Ráðgert sé að gefa út nýtt hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu félaganna og selja ákveðna hluta starfseminnar. Með skiptingu félagsins verði stefnan skýrari. - eþa Breyting á móðurfélagi 365: Dagsbrún verði skipt í tvö félög ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Formleg ákvörðun stjórnar liggur ekki fyrir. SPILLIEFNI Síðustu sekkirnir með PCB-menguðum jarðvegi, sem geymdir hafa verið á svæði Hring- rásar í Klettagörðum frá því árið 2001, voru í gær sendir með skipi Atlantsskipa áleiðis til Þýskalands þar sem efnið verður urðað í spilli- efnamóttöku. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hafa á milli 100 og 150 tonn af PCB-menguðum jarð- vegi verið send úr landi en spilli- efnadeild Hringrásar hafði frum- kvæði að því að koma efnunum í alþjóðlega spilliefnamóttöku, en slík stöð er ekki starfandi hér á landi. Einar Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Hringrásar, sagðist að vonum ánægður með að vera búinn losa sig við jarðveginn. „Þetta er ánægjulegur áfangi fyrir fyrirtæk- ið. Við ákváðum að koma fram af ábyrgð og losa okkur við þessi efni þar sem þetta tók mikið pláss og augljóslega varð að koma efninu í spilliefnamóttöku,“ sagði Einar. Starfsvæði Hringrásar við Sundahöfn hefur verið endurnýjað mikið og verður það opnað form- lega innan skamms. „Svæðið hefur verið endurnýjað og nútímavætt. Við erum komin með fullkominn olíutæmingarbúnað fyrir bíla sem á eftir að breyta miklu auk snyrti- legrar aðstöðu,“ sagði Einar. Mengaður jarðvegur frá starfssvæði Hringrásar fluttur í spilliefnamóttöku: PCB-efnin send til Þýskalands SÍÐASTI GÁMURINN FLUTTUR Efnin hafa verið flutt úr landi í fimm ferðum. Hér sést síðasti gámurinn með jarðveginum sem sendur var úr landi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.