Fréttablaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 19
Exista er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir
þess yfir 300 milljörðum króna. Félagið starfar á sviði fjármála-
þjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, m.a. undir merkjum
VÍS og Lýsingar. Exista er jafnframt kjölfestufjárfestir í nokkrum
af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka,
Bakkavör Group og Símanum. Markmið Exista er að nýta fjárhags-
legan styrk sinn til frekari uppbyggingar hér á landi og erlendis. Þann
15. september er fyrirhugað að skrá hluti félagsins í Kauphöll Íslands.
Ráðgjöf KB banka veitir upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins
í síma 444 7000 og tölvupósti existautbod@kbbanki.is.
Exista hf., kt. 610601-2350
Útgefandi
Úthlutun
Skráning áskriftar
Greiðsla
Niðurstaða útboðs og skráning í Kauphöll
Seljandi í hlutafjárútboði
Umsjónaraðili útboðs og skráningar
Útgáfa og afhending hluta
Kaupþing banki hf., kt. 560882-0419
Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf., kt. 560882-0419
Áskriftum í almenna útboðinu skal skila rafrænt á sérstöku
formi á vef KB banka, www.kbbanki.is.
Áður en kemur til áskriftar þarf fjárfestir að gera grein
fyrir sér með eftirfarandi aðgangsauðkennum á áskriftar-
forminu;
A með notandanafni og lykilorði fyrir KB Netbanka, eða
B með kennitölu og lykilorði í starfsmannaútboði, eða
C með kennitölu og lykilorði sem fjárfestir pantar við
upphaf áskriftar og fær sent um hæl með tölvupósti.
Útboðs- og skráningarlýsing er gefin út á ensku undir
heitinu Prospectus. Lýsingin er gefin út rafrænt á heimasíðu
útgefanda, www.exista.com. Lýsinguna má einnig nálgast
á heimasíðu umsjónaraðila og seljanda, www.kbbanki.is
eða www.kaupthing.net. Lýsingin er jafnframt birt í
fréttakerfi Kauphallar, news.icex.is. Innbundin eintök liggja
frammi hjá Exista að Ármúla 3 í Reykjavík og hjá Kaupþingi
banka, Borgartúni 19 í Reykjavík.
Útboðs- og skráningarlýsing
Almennt útboð á hlutum í Exista hefst mánudaginn 11. september
næstkomandi og stendur til miðvikudagsins 13. september kl. 17:00.
65.000.000 hlutir eru boðnir almenningi á genginu 21,5 krónur
fyrir hvern hlut, samtals að andvirði 1.397,5 milljóna króna.
Lágmarksáskrift er 5.500 hlutir að andvirði 118.250 króna og
Hámarksáskrift er 2.000.000 hlutir að andvirði 43 milljóna króna.
Almennt hlutafjárútboð
11.–13. september á www.kbbanki.is
Reykjavík, 9. september 2006
Komi til þess að áskriftir verði umfram þá 65.000.000
hluti sem boðnir eru í almenna útboðinu, þá verður seldum
hlutum úthlutað til áskrifenda með eftirfarandi hætti:
A Hlutfallslegur niðurskurður mun nema allt að 50%
af hverri áskriftarfjárhæð, og
B ef samanlagðar áskriftir eru enn umfram 65.000.000
hluti eftir 50% hlutfallslegan niðurskurð, þá verður til
viðbótar flötum niðurskurði beitt á áskriftirnar þannig
að hámark úthlutaðrar áskriftar verður lækkað uns
samanlagðar áskriftir nema 65.000.000 hlutum.
Frá og með 14. september 2006 má nálgast tilkynningu
um úthlutun ásamt greiðslufyrirmælum á vefsíðu KB
banka með því að nota sömu aðgangsauðkenni og við
skráningu áskriftar. Frá 14. september getur jafnframt
hver og einn áskrifandi nálgast greiðsluseðil vegna
úthlutaðra hluta í sínum netbanka. Greiðslufyrirmæli verða
í formi greiðsluseðils sem greiða má í íslenskum banka,
sparisjóði eða netbanka. Greiðsluseðlar verða ekki sendir
áskrifendum með pósti.
Gjalddagi er 14. september en greiðslu skal inna af hendi
eigi síðar en 20. september 2006 í samræmi við ofangreind
greiðslufyrirmæli. Greiðslukvittun verður send til áskrifanda
eftir að greiðsla hefur borist með réttum hætti.
Hlutir sem seldir er í útboðinu eru gefnir út rafrænt hjá
Verðbréfaskráningu Íslands. Gert er ráð fyrir að hlutir verði
afhentir hverjum kaupanda einum viðskiptadegi eftir að
greiðsla berst.
Stjórn Kauphallar Íslands hefur samþykkt að skrá alla
útgefna hluti Exista í Kauphöll Íslands. Kauphöllin hefur
veitt tímabundna undanþágu frá skilyrði um lágmarksfjölda
hluthafa en í kjölfar útboðs er gert ráð fyrir að því skilyrði
verði fullnægt. Óskað hefur verið eftir því að EXISTA verði
auðkenni félagsins og hluta þess hjá Kauphöllinni.
Viðskiptalota bréfanna verður 5.000 hlutir. Viðskiptavakt
verður með hluti félagsins frá skráningardegi.
Niðurstaða útboðsins verður tilkynnt Kauphöll Íslands og
fjölmiðlum 13. september 2006 eftir klukkan 17:00 og birt
í fréttakerfi Kauphallarinnar 14. september 2006. Skráning
í Kauphöll Íslands er fyrirhuguð 15. september 2006, en
endanleg dagsetning verður tilkynnt með dags fyrirvara
í fréttakerfi Kauphallarinnar.
Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Staðfestingin
er birt í lok áskriftar og hana má prenta út. Eftir að áskrift
hefur verið gerð og fram til 31. október 2006 er einnig
hægt að nálgast rafræna staðfestingu á vefsíðunni með
því að nota sömu aðgangsauðkenni og við skráningu
áskriftar. Einnig má nálgast staðfestinguna í KB Netbanka.
Áskrift í útboðinu er bindandi fyrir áskrifanda. Seljanda er
heimilt að krefjast tryggingar frá fjárfestum sem skrá áskrift
yfir 5 milljónum króna.
Áskrift í almenna útboðinu er opin einstaklingum með
íslenska kennitölu og lögaðilum sem hafa íslenska
kennitölu, að því gefnu að þeim sé ekki meinuð þátttaka
samkvæmt lögum.