Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 6
6 25. september 2006 MÁNUDAGUR LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: � Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. � Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti skyndihjálp. � Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. Tollsk‡rsluger› Hagn‡tt og ítarlegt námskei› í ger› tollsk‡rslna, um me›fer› allra innflutningsskjala og allar helstu reglur er var›a innflutning. Á námskei›inu er nota› n‡tt og sérútbúi› kennsluefni, kennslubók og ítarefni. Einnig er kennt a› nota forrit í tollsk‡rsluger› í Navision frá Maritech. A› námskei›i loknu eiga flátttakendur a› geta; • fiekkt fylgiskjöl me› vörusendingum og hva›a tilgangi flau fljóna • Gert tollsk‡rslur og reikna› út a›flutningsgjöld • Nota› tollskrána til a› tollflokka vörur • Haft grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi fleirra • fiekkt helstu reglur var›andi innflutning, innflutningstakamarkanir og undanflágur Lengd: 21 kennslustund. Kennt er flri›judaga og fimmtudaga og er hægt a› velja um morgunnámskei› kl. 8:30 - 12:00 e›a kvöldnámskei› kl. 18:00 - 21:30. Hefst 28. september og l‡kur 10. október. Ver›: kr. 28.000,- (Allt kennslu- og ítarefni innifali›) FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 STJÓRNMÁL Landssamband fram- sóknarkvenna leggur áherslu á að kynjahlutfall sé jafnt í fjórum efstu sætum framboðslista flokks- ins fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Fjögur efstu sætin hafi mest um það að segja hverjir fái sæti á Alþingi og mikilvægt sé að rétta hlut kvenna á Alþingi. Þannig geti konur haft áhrif á áframhaldandi mótun samfélagsins. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. „Við viljum jafnt kynjahlutfall í fjórum efstu sætunum vegna þess að reynslan sýnir að konur eru oftast neðar á listum og færri í efstu sætunum en karlar,“ segir Bryndís Bjarnarson, formaður sambandsins. „Það mætti túlka síðustu alþingiskosningar þannig að konum hafi fækkað þar því það voru færri konur í fjórum efstu sætunum heldur en karlar. Við teljum mikilvægt að auka hlut kvenna með þessu.“ Hún segist þó ekki telja konur eiga undir högg að sækja í Fram- sóknarflokknum. „Það er alls ekki raunin. Samt sem áður þurfum við að vera vakandi yfir hlut kvenna. Við viljum með þessu vekja konur til umhugsunar og hvetja þær til þess að gefa kost á sér.“ - sþs Landssamband framsóknarkvenna ályktar um kynjahlutfall á framboðslistum: Jafnt hlutfall í efstu sætunum BRYNDÍS BJARNARSON Segir mikilvægt að auka hlut kvenna á Alþingi, reynslan sýni að konur séu oftast neðar á listum en karlar. Því leggi framsóknarkonur áherslu á jafnt kynjahlutfall í fjórum efstu sætunum á framboðslistum flokksins. STJÓRNMÁL Viðbrögð stjórnmála- flokkanna við tillögum Samfylk- ingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutnings- tolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breyting- arnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. „Mér finnst gæta mikillar ein- földunar í málflutningi Samfylk- ingarinnar í þessu máli, stað- reyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent,“ segir Hjálmar Árnason, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað.“ Hann segir megin- atriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neyt- enda. Arnbjörg Sveinsdóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður inn- flutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarfram- leiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar.“ „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta ein- hliða og taka ekki tillit til bænda.“ Aö sögn Steingríms J. Sigfús- sonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af.“ salvar@frettabladid.is Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru ekki sammála tillögu Samfylkingar um lækk- un matvöruverðs. Þeir segja niðurfellingu innflutningstolla geta farið illa með íslenskan landbúnað og efast um að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. MATVÖRUVERSLUN Formaður Vinstri grænna segir óvíst að ávinningur af afnámi inn- flutningstolla myndi allur skila sér til neytenda. Íslenskum landbúnaði yrði greitt þungt með opnun fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON HJÁLMAR ÁRNASON KJÖRKASSINN Ert þú með yfirdrátt? Já 45% Nei 55% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú þér uppáhaldslið í íslenskri knattspyrnu? Segðu skoðun þína á visir.is HEILBRIGÐISMÁL Læknafélagi Íslands hafa verið gerðar upp skoð- anir af hálfu Félags svæfingar- og gjörgæslulækna. Gengið sé út frá staðlausum stöfum þegar fullyrt sé að Læknafélagið vilji tefja fram- kvæmdir á uppbyggingu nýs sjúkra- húss við Hringbraut. Þær fram- kvæmdir hafi Læknafélagið stutt opinberlega frá árinu 2000. Þetta segir Sigurbjörn Sveinsson, for- maður Læknafélags Íslands, um yfirlýsingar svæfingar- og gjör- gæslulæknafélagsins. Í yfirlýsingu frá stjórn svæfing- ar- og gjörgæslulæknafélagsins segir að málflutningur Lækna- félagsins á síðasta aðalfundi þess þyki svo fjarstæðukenndur að ýmsir félagsmanna hafi hvatt stjórnina að leita leiða til að segja skilið við Læknafélag Íslands þar sem ljóst sé að þeir eigi enga samleið með öflum sem þar virðist ráða ríkjum. Sigurbjörn segir þessar harð- orðu yfirlýsingar svæfingar- og gjörgæslulæknafélagsins um úrsögn einnig staðlausar þar sem það sé sérgreinafélag lækna sem eigi ekki aðild að Læknafélagi Íslands. Því sé marklaust að tala um úrsögn þess. „Þetta er dæmi um mál þar sem hlutirnir hafa ekki verið skoðaðir nægilega vel áður en farið var af stað með yfirlýsingar,“ segir Sigurbjörn. - kdk Formaður Læknafélags Íslands hrekur yfirlýsingar: Félaginu gerðar upp skoðanir SIGURBJÖRN SVEINSSON Formaður Læknafélags Íslands segir svæfingar- og gjörgæslulækna hafa gert Læknafélag- inu upp skoðanir. Jarðskjálfti við Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter-kvarða mældist norðan við Bárðarbungu um klukkan 18:30 í gærkvöldi. Jarðskjálft- inn átti upptök sín undir Dyngjujökli og á annan tug eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið. JARÐHRÆRINGAR LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni og hálfri klukkustund í fyrrakvöldi, aðallega á Hringbraut og Miklu- braut. Það er langt yfir meðallagi. Sá yngsti sem var stöðvaður er 17 ára og var aðeins rúm vika frá því að hann tók bílpróf. Pilturinn hafði því ekki fengið ökuskírtein- ið í hendur og varð að framvísa bráðabirgðaskírteini. Töluvert hefur verið um hraðakstur í borginni undanfarna daga. Í fyrradag voru þrír fluttir á sjúkrahús eftir ofsaakstur sportbíls í Ártúnsbrekkunni. -kdk Ekkert lát á hraðakstri: Ók of hratt viku eftir bílpróf Eldur kviknaði í vélaskemmu á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu síðustu nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var skemman að mestu brunnin. Nokkrar vélar sem voru þar inni eyði- lögðust og tjónið töluvert. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. SLÖKKVILIÐ Mikill eldur í vélaskemmu WASHINGTON, AP Áhrifamikill evangelískur predikari lýsti því yfir í gær að fólkið í sínu kjör- dæmi myndi leggja harðar að sér við að koma í veg fyrir mögulegt forsetakjör demókratans Hillary Clintons en þótt Lúsifer sjálfur færi í framboð. Séra Jerry Falwell lét þessi ummæli falla á „fundi um gildismat“ með öðrum bandarísk- um trúarleiðtogum. Á fundinum var rætt um þau gildi og hefðir sem áhersla yrði á í kosningabar- áttunni. Aðstoðarmaður Falwells gerði lítið úr ummælunum og sagði prestinn ekki hafa ætlað að líkja frú Clinton við djöfulinn. - kóþ Evangelískur predikari: Frekar Satan en Hillary Clinton

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.