Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 20
20 25. september 2006 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrst örlítil saga úr hversdags-lífinu: Í liðinni viku flutti kunn- ingi minn af landi brott. Konan fékk vinnu við þróunarhjálp. Þau ætla að dvelja í fjarlægu landi í fjögur ár. Síðasta vikan í Reykja- vík var nýtt til að ganga frá íbúð og eignum, segja upp samningum og áskriftum. Hann hringdi upp í Efstaleiti og tilkynnti að fjölskyld- an myndi hætta að borga afnota- gjöldin af RÚV. „Af hverju?“ var spurt á móti. „Við erum að flytja burt af landinu.“ „Nú? Og hvað verðiði lengi?“ „Fjögur ár.“ „Þú verður að sýna fram á það.“ „Hvernig þá?“ „Geturðu komið með farseðl- ana?“ „Koma með farseðlana? Ég hef nú eiginlega ekki tíma til þess. Við erum að pakka allri búslóðinni og leigjendurnir flytja inn á morg- un.“ „Já, það er líka nóg að koma bara með ljósrit af þeim.“ Hérna var kunninginn orðinn pirraður og svaraði með örlitlum þjósti: „Það tekur nú alveg jafn mik- inn tíma. Ég er búinn að henda sjónvarpinu.“ „Hvar er það?“ spurði starfs- maður innheimtudeildar Ríkisút- varpsins. „Það er í kerru hérna fyrir utan. Ég get tekið mynd af því og sent þér í tölvupósti.“ „Nei. Þú verður að koma með sjónvarpið.“ „Ha? Koma með sjónvarpið?“ „Já. Þú verður að koma með sjónvarpið hingað upp í Efsta- leiti.“ Hér varð kunninginn kjaft- stopp. Allt í einu leið honum eins og hann væri að tala við Skömmt- unarskrifstofu gjaldeyris árið 1956. Þá gall við í vinkonu þeirra hjóna sem var að hjálpa til við að bera kassa út úr íbúðinni: „Má ég ekki bara eiga sjónvarpið?“ Kunn- inginn spurði þá starfsmann RÚV: „En ef ég gef sjónvarpið?“ „Já, þú getur gefið það. En þá verð ég að fá kennitölu þess sem fær það.“ Kunninginn gaf innheimtu- deildinni upp kennitölu vinkonu sinnar og málið var leyst. Sama dag var NFS lokað. Hér kristallaðist hið skringilega ástand sem ríkir á fjölmiðlamarkaði okkar. Á meðan ein stöð hefur slíkt tröllatak á áskrifendum sínum að þeir eru jafnvel eltir til útlanda af innheimtumönnum hennar neyðast aðrar til að loka vegna taprekstrar. Ríkisútvarpið gefur ekkert eftir; auglýsir sjálft sig jafn grimmt og það auglýsir fyrir aðra, innheimtir skylduáskrift af ofangreindri hörku og tapar samt hundruðum milljóna á ári hverju. En það er ríkisverndað tap og því verður aldrei neinum rásum lokað á RÚV. Ég sé eftir NFS. Vissulega fannst manni hugmyndin brött í upphafi. Var ekki ráðlegra að leyfa Talstöðinni að lifa í nokkur ár og leyfa sjónvarpsstöðinni að þróast upp úr henni? En stöðin varð þó skemmtileg viðbót við markaðinn. Eins og Róbert Marshall lýsti fallega í umdeildu bréfi var stöðin lýðræðislegur samfélagsfundur þar sem þúsund raddir fengu að hljóma. Ég hlustaði reyndar meira en horfði og sé nú á bak félaga í dagsins önn; þegar Talstöðin er horfin úr loftinu er fátt eftir í útvarpinu. Það var líka skemmti- legur heimsborgarablær yfir því að sjá alíslenska fréttaþuli flökta á flatskjám í búðum og bönkum, anddyrum sundlauga og hótela, með allra nýjustu fyrirsagnir á textafloti yfir skjáinn. En eftir á að hyggja var þetta bara lúxus sem við fengum að njóta í eitt ár. Ég nota því tækifærið og segi takk fyrir mig. Líklega var NFS bara tíu árum of snemma á ferð. Þar til þá verð- ur Nýja fréttastofan Næsta frétta- stöðin. Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjöl- miðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjón- varpsrás sem flutti þjóðfélags- umræðu og fréttir allan sólar- hringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleð- in sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku. Víst voru margir skrýtnir þætt- ir á NFS — heimatrúboð sjálfstæð- ismanna á Hrafnaþingi föstudags líklega besta dæmið — en þar fengu líka málið afskiptir hópar líkt og feministar, umhverfis- verndarfólk, nýbúar og framsóknar- menn. Og þar fengu líka andstæð- ingar „Baugsmiðla“ endalaus tækifæri til að tala gegn ljósinu sem á þá skein. Þar var líka frétta- skýringaþátturinn Kompás sem setti ný viðmið í íslenskri þáttar- gerð. Og þegar mikið lá við var NFS á staðnum í beinni. Nýjabrum sem neyddi gamlan risa á fætur. NFS var gluggi að samtíman- um, gluggi sem nú hefur verið lokað. Íslenskt þjóðfélag er fátækara að stöðinni genginni. Blessuð sé minning hennar. HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Fjölmiðlar Portúgal Tyrkland Bókaðu strax á www.plusferdir.is 39.900kr. Heitt TILBOÐ Portúgal - Gisting á Alagoamar Tyrkland - Gisting á Club Ilaida Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S PL U 33 82 9 08 /2 00 6 www.plusferdir.is Umræðan Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum við- skiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru and- snúin vændi greinir líka á um leiðir en kvenna- hreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttar- lausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynja- vinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídan- um. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömm- in og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar mann- eskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfs- morðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændis- kvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands. Ofbeldi án refsingar KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR NFS (2005 – 2006)B andaríska stórblaðið The New York Times greinir frá því í gær að í trúnaðarskýrslu, sem hefur að geyma samantekt á mati bandarískra leyniþjónustustofnana á hættunni á hryðjuverkum, sé komizt afdráttarlaust að þeirri niðurstöðu að innrásin í Írak og hernám landsins hafi alið af sér heila nýja kynslóð íslamskra öfgamanna og hætt- an á hryðjuverkum gegn bandarískum skotmörkum hafi aukizt til muna síðan 11. september 2001. Að sögn blaðsins var lokahönd lögð á þessa skýrslu í apríl- mánuði síðastliðnum. Í henni er kveðið mun skýrar að orði en í öðrum nýlegum gögnum Bandaríkjastjórnar um það hve þýðingar- miklu hlutverki Íraksstríðið gegndi í að kynda undir útbreiðslu íslamskrar öfgahugmyndafræði í heiminum á síðustu árum. Í skýrslunni, sem ber titilinn „Þróun hryðjuverkastarfsemi í heiminum og hvernig hún snertir Bandaríkin“, segir „að Íraksstríðið hafi gert heildarhryðjuverkavandann verri,“ að því er New York Times hefur eftir leyniþjónustumanni sem kom að gerð skýrslunn- ar. Nafns hans er ekki getið enda um trúnaðarplagg að ræða, en blaðið segist hafa rætt við fjölda manna sem annað hvort komu að gerð skýrslunnar eða hafa lesið hana í sinni endanlegu mynd. Þessar niðurstöður eru mjög í samræmi við mat evrópskra leyniþjónustna, til dæmis birti danska öryggislögreglan skýrslu á dögunum þar sem komizt er að sömu niðurstöðu. Þessar niður- stöður koma líka fáum sem fylgjast með alþjóðamálum á óvart. Þær eru hins vegar í augljósri mótsögn við þá mynd sem ríkis- stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur viljað halda fram um afleiðingar innrásarinnar í Írak. Forsetinn og varnarmálaráð- herrann Donald H. Rumsfeld hafa reynt að telja bandarískum almenningi trú um að hernaðurinn í Írak sé mikilvægur áfangi í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ og að heimurinn sé öruggari eftir innrásina en fyrir hana. Í grein New York Times er einnig vitnað til nýlegrar skýrslu óháðs, fjölþjóðlegs hóps sérfræðinga í hryðjuverkamálum, Council on Global Terrorism, þar sem sérfræðingarnir gefa þeim ráðstöfunum sem bandarísk stjórnvöld hafa gripið til á undan- liðnum fimm árum í baráttunni gegn hryðjuverkaógn íslamskra öfgamanna falleinkunnina „D plús“. Hópurinn ályktaði að „allar vísbendingar bentu til að öfgahreyfingum í múslimalöndum sé að vaxa fiskur um hrygg en ekki öfugt“. Í skoðanakönnunum vestra hefur komið fram að æ fleiri Banda- ríkjamenn telja hernaðinn í Írak ekki þjóna hagsmunum þeirra, einmitt af þessari ástæðu: að hann beinlínis kyndi undir andúð á Bandaríkjunum í löndum múslima og geri öfgahópum auðveldara að fá fleiri menn til liðs við sig, úti um allan heim. Þetta er áhyggju- efni fyrir Bush og samherja hans í Repúblikanaflokknum, nú þegar innan við tveir mánuðir eru til kosninga til beggja deilda Banda- ríkjaþings. Það kæmi því ekki óvart þótt ríkisstjórn Bush breytti á næstunni um áherzlur varðandi hina kostnaðarsömu hernaðar- útgerð í Írak. Að minnsta kosti er ljóst að Íraksmálin gefa höggstað á Bush og stjórn hans sem gagnrýnendur hans og andstæðingar í bandarískum stjórnmálum munu vafalaust geta nýtt sér í komandi kosningum. Bandarískar leyniþjónustustofnanir telja Íraks- stríðið hafa aukið á hryðjuverkahættu: Sýnir ógöngur Íraksstefnu Bush AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Leiftrandi samstarf Það er ekki langt síðan Steingrímur J. Sigfússon biðlaði um kosningasam- starf til Samfylkingarinnar. Í kjölfarið bauð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir honum og Guðjóni A. Kristjánssyni í kaffispjall. Aukið samstarf var boðað. Nú hefur Samfylkingin kynnt tillögur um lækkun matvöruverðs, meðal annars með afnámi innflutn- ingstolla. Og hver skyldi vera á móti því? Jú, Steingrímur J. Sigfússon. Fýsilegt samstarf Samfylkingarfólk þarf ekki að örvænta þótt Steingrím- ur Joð sé á móti. Það á vísan stuðning frá félögum í Frjáls- hyggjufélaginu. Á aðal- fundi félagsins var samþykkt ályktun og skorað á stjórnvöld að halda áfram á braut frelsisins. Stjórnmálamenn eigi að „afnema virðisaukaskatt og tolla, færa landbúnaðarkerfið úr viðj- um ríkisafskipta og niðurgreiðslna.“ Einnig telur Frjálshyggjufélagið brýnt að lækka skatta á launatekjur nær þeim skatthlutföll- um sem gilda um fjár- magnstekj- ur og skatt af hagnaði fyrirtækja. Vinstri leyniþjónusta „Þegar ég fór, sem embættismað- ur í forsætisráðuneytinu, með Geir Hallgrímssyni, forsætisráðherra, til Rússlands árið 1977 í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra þangað, tók háttsettur embættismað- ur mig í einskonar einkatíma í kvöld- verðarboði í Kreml til að fræða mig um, hve ég hefði miklar ranghug- myndir um Sovétríkin. Samtalið bar þess glögg merki, að emb- ættismaðurinn var vel upplýstur um skoðanir mínar á öryggis- málum og skrif,“ skrifar Björn Bjarnason á vef sínn. Það hefur ekki eingöngu verið „hægri“ leyni- þjónusta starfrækt í landinu eftir allt saman. bjorgvin@frettabladid.is Á meðan ein stöð hefur slíkt tröllatak á áskrifendum sínum að þeir eru jafnvel eltir til útlanda af innheimtumönnum hennar neyðast aðrar til að loka vegna taprekstrar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.